Víkingur R. 0 - 0 Valur (3-5 eftir vítaspyrnukeppni)
Rautt spjald: Ragnar Bragi Sveinsson, Víkingur R. ('55)
Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum
Rautt spjald: Ragnar Bragi Sveinsson, Víkingur R. ('55)
Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum
Valur er komið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi. Úrslitaleikurinn verður í Egilshöll á mánudag.
Hvorugu liði tókst að skora á venjulegum leiktíma þrátt fyrir misgóð færi, þar sem Ívar Örn Jónsson átti líklega besta færi leiksins en skaut framhjá einn á móti markverði.
Ragnar Bragi Sveinsson fékk rautt spjald í síðari hálfleik en Valsmönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn til að skora þrátt fyrir mikla yfirburði á lokakafla leiksins.
Ívari Erni Jónssyni, aukaspyrnu-Ívari, brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni, en spyrna hans small í stönginni.
Valsmenn skoruðu úr öllum sínum fimm spyrnum og það var Haukur Páll sem tryggði Val sigurinn með marki úr fimmtu spyrnu Vals.
Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Guðjón Pétur Lýðsson
1-1 Arnþór Ingi Kristinsson
1-2 Sindri Björnsson
1-2 Ívar Örn Jónsson brenndi af (stöng)
1-3 Einar Karl Ingvarsson
2-3 Vladimir Tufegdzic
2-4 Sveinn Aron Guðjohnsen
3-4 Alex Freyr Hilmarsson
3-5 Haukur Páll Sigurðsson
Athugasemdir