HK 1 - 3 Valur
1-0 Ásgeir Marteinsson úr víti ('26)
1-1 Kristinn Ingi Halldórsson ('57)
1-2 Orri Sigurður Ómarsson ('60)
1-3 Einar Karl Ingvarsson ('77)
1-0 Ásgeir Marteinsson úr víti ('26)
1-1 Kristinn Ingi Halldórsson ('57)
1-2 Orri Sigurður Ómarsson ('60)
1-3 Einar Karl Ingvarsson ('77)
Einn leikur fór fram í A-deild Lengjubikars karla í kvöld en það var leikur HK og Vals.
Valsmenn byrjuðu betur en það voru HK sem skoruðu fyrsta markið. Anton Ari, markvörður Vals braut þá á Andi Morina inn í vítateig og var vítaspyrna dæmd við mikil mótmæli Valsmanna. Úr vítaspyrnunni skoraði Ásgeir Marteinsson.
Valur jafnaði leikinn á 57. mínútu en það var Kristinn Ingi Halldórsson sem skoraði markið eftir stoðsendingu Orra Sigurðar Ómarssonar.
Orri var svo sjálfur á ferðinni þremur mínútum síðar en þá skoraði hann eftir aukaspyrnu Einars Karls.
Það var svo Einar Karl sem kláraði leikinn fyrir Valsmenn og innsiglaði góðan 3-1 sigur með frábæru skoti fyrir utan teig sem söng í netinu.
Valsmenn eru búnir að vinna báða leiki sína í Lengjubikarnum en HK-ingar tapað öllum þremur leikjum sínum.
Skoðaðu textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir