Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
12' 0
1
Breiðablik
HK
1
3
Valur
Ásgeir Marteinsson '26 , víti 1-0
1-1 Kristinn Ingi Halldórsson '57
1-2 Orri Sigurður Ómarsson '60
1-3 Einar Karl Ingvarsson '77
09.03.2017  -  18:00
Kórinn
Lengjubikar karla - A deild Riðill 3
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
8. Ingimar Elí Hlynsson
8. Viktor Helgi Benediktsson
10. Ásgeir Marteinsson
16. Zakarías Friðriksson
17. Andi Andri Morina
19. Arian Ari Morina
20. Árni Arnarson ('75)
23. Ágúst Freyr Hallsson ('75)

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
2. Sigurður Karl Gunnarsson
3. Breki Barkarson ('75)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('75)
11. Ísak Óli Helgason
15. Trausti Már Eyjólfsson
18. Fannar Gauti Gissurarson

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Pétur Pétursson
Matthías Ragnarsson
Óðinn Svansson

Gul spjöld:
Ingimar Elí Hlynsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn hafa unnið báða leiki sína til þessa en HK-ingar tapað öllum þremur leikjum sínum.
87. mín Gult spjald: Ingimar Elí Hlynsson (HK)
85. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (Valur)
81. mín
HK Í MJÖG GÓÐU FÆRI! Zakarías fær mjög gott færi í kjölfarið á aukaspyrnu en skóflar boltanum yfir markið.
77. mín MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Svakalegt skot frá Einari! Þegar hann skorar þá eru það oftast flott mörk og þetta fer svo sannarlega í þann flokk. Skaut fyrir utan teig og hann söng í netinu.
75. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Ágúst Freyr Hallsson (HK)
75. mín
Inn:Breki Barkarson (HK) Út:Árni Arnarson (HK)
74. mín
HK-ingar hafa afskaplega lítið ógnað í seinni hálfleik. Valsmenn verið mun meira með boltann og stjórnað umferðinni.
67. mín
Einar Karl Ingvarsson getur skotið og þarna sýndi hann það! Þrumufleygur sem Arnar varði.
64. mín
Dion sýnir hraða sinn, leggur boltann út á Hauk Pál í teignum en Haukur nær ekki kraftmiklu skoti. Arnar ver.
61. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Valur) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur)
61. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
60. mín MARK!
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
Varnarmaðurinn Orri Ómarsson nær að koma boltanum í netið, Orri uppalinn HK-ingur. Markið kom eftir aukaspyrnu frá Einari Karli.

Arnar í marki HK með vont úthlaup.
59. mín
HÖRKUFÆRI! Kristinn Ingi með fyrirgjöf frá hægri og Dion var á fjærstönginni, var í hörkufæri en þurfti að teygja sig í boltann og framhjá fór hann.
57. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Orri Sigurður Ómarsson
Fyrirgjöf frá hægri sem Kristinn Ingi Halldórsson nýtir sér og skorar Valsmenn búnir að jafna.
46. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Þreföld skipting hjá Óla Jó í hálfleik.
46. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Sindri Björnsson (Valur)
46. mín
Inn:Nicolas Bögild (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Seinni hálfleikur hafinn - Nýr danskur leikmaður Valsmanna kemur hér inn, sóknarmaður. Hinn 28 ára gamli Bögild spilaði síðast með Vendsyssel í dönsku B-deildinni en samningur hans þar rann út í lok síðasta árs. Bögild lék á sínum tíma með Randers í dönsku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig leikið með Skive á ferlinum.
45. mín
Hálfleikur
Opinn leikur og fullt af skottilraunum. Í raun furðulegt að það sé bara komið eitt mark.
40. mín
Eyjólfur Sverrisson U21-landsliðsþjálfari meðal áhorfenda. Hann er að fara í dínamískt bumbubolta-keppnisferðalag með Lunch United á morgun til Þýskalands. Verður eitthvað fjör þar.
37. mín
VALUR MEÐ STANGARSKOT! Allt að gerast. Sveinn Aron skýtur í stöngina á marki HK. Færið nokkuð þröngt en Sveinn náði góðu skoti.
35. mín
HK MEÐ STANGARSKOT! Viktor Helgi Benediktsson, lánsmaður frá FH, skýtur í stöngina eftir baráttu í teignum. Viktor er að spila miðvörð við hlið Jóa Kalla í þessum leik.
29. mín
Arnar Freyr í marki HK heldur áfram að verja. Hann varði ágætis skot frá Dion áðan og nú var hann að verja aukaspyrnu frá Guðjóni Lýðs. Nóg að gera hjá Arnari.
26. mín Mark úr víti!
Ásgeir Marteinsson (HK)
Ásgeir Marteins sendir Anton Ara í rangt horn. Þetta mark kemur gegn gangi leiksins en hressir vonandi enn frekar upp á hann!
25. mín
HK fær vítaspyrnu. Andi Morina er skyndilega kominn einn gegn Antoni Ara markverði Vals, fer framhjá honum en fellur. Dæmd er vítaspyrna sem Valsmenn eru alls ekki sáttir við. Mótmæla harðlega, þar á meðal Anton Ari.

Pælingar um rangstöðu í aðdragandanum.
18. mín
Enn eitt færið hjá Val en Arnar ver. Liggur Valsmark í loftinu.
17. mín
Valsmenn verið öflugra liðið og nú var að ljúka afar þungri sókn þeirra. Arnar Freyr í marki HK sló aukaspyrni frá Guðjóni Lýðssyni í horn og eftir hornið kom orrahríð frá Val og hvert skotið á fætur öðru!

Besta færið fékk Bjarni Ólafur Eiríksson, dauðafæri í teignum, en á ótrúlegan hátt náði Arnar að verja.
7. mín
Þetta er annar leikur Valsmanna í Lengjubikarnum en þeir unni sigur gegn ÍR 5-2 í fyrsta leik. HK er að leika sinn þriðja leik en liðið hefur tapað báðum leikjum sínum, 1-2 gegn Þór Akureyri og 0-3 gegn ÍA.
4. mín
Meðal varamanna hjá Val er Nicolas Bögild, danski sóknarmaðurinn sem samdi í uppphafi mánaðarins. Sveinn Aron Guðjohnsen byrjar í femstu víglínu gegn sínu fyrrum félagi.
3. mín
Liðin eiga sitthvora marktilraunina hér í upphafi. HK með skot fyrir utan teig sem Anton Ari varði örugglega. Sigurður Egill átti svo skot framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Heil og sæl. Hér fylgjumst við með gangi mála í Lengjubikarleik HK og Vals sem fram fer í Kórnum.

Áhugavert að Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, tekur skóna fram og spilar þennan leik í hjarta varnarinnar. Vantar menn í vörnina hjá HK. Hvort skórnir séu komnir fram til að vera veit ég ekki en hann er allavega kominn með reynslubolta sem aðstoðarmann, Pétur Pétursson. Pétur á hliðarlínunni í kvöld.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
5. Sindri Björnsson ('46)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('46)
11. Sigurður Egill Lárusson ('46)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('61)
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('61)

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('46)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('46)
9. Nicolas Bögild ('46)
11. Aron Gauti Magnússon
12. Nikolaj Hansen ('61)
23. Andri Fannar Stefánsson ('61)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Andri Fannar Stefánsson ('85)

Rauð spjöld: