Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. mars 2017 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Fjölnir vann Leikni í markaleik
Þórir Guðjónsson gerði þrennu fyrir Fjölni.
Þórir Guðjónsson gerði þrennu fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 2 - 5 Fjölnir
1-0 Brynjar Hlöðversson ('6)
1-1 Marcus Solberg Mathiasen ('11)
1-2 Marcus Solberg Mathiasen ('36)
1-3 Þórir Guðjónsson ('56)
1-4 Þórir Guðjónsson ('69)
2-4 Elvar Páll Sigurðsson ('71)
2-5 Þórir Guðjónsson ('85)
Rautt spjald: Tumi Guðjónsson, Fjölnir ('87 )
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Fjölnir náði í sín fyrstu stig í Lengjubikarnum í kvöld. Þeir mættu Leikni R. í Egilshöllinni og úr varð mikill markaleikur.

Leiknismenn komust yfir eftir sex mínútur þegar Brynjar Hlöðversson skoraði, en Fjölnir svaraði með tveimur mörkum Marcus Solberg fyrir hlé og staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Fjölni.

Í seinni hálfleiknum datt Þórir Guðjónsson í gírinn. hann gerði tvö mörk og kom Fjölni í 4-1 áður en Elvar Páll Sigurðsson minnkaði muninn. Þórir gerði svo algjörlega út um leikinn á 85. mínútu þegar hann fullkomnaði þrennu sína.

Lokatölur 5-2 í hressandi markaleik. Fjölnir að ná í sín fyrstu stig í Lengjubikarnum, en Leiknir voru fyrir leikinn komnir með sex.

Byrjunarlið Leiknis R.: Eyjólfur Tómasson (m), Halldór Kristinn Halldórsson, Daði Bærings Halldórsson, Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, Ragnar Leósson, Kolbeinn Kárason, Brynjar Hlöðversson, Kristján Páll Jónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Bjarki Aðalsteinsson, Árni Elvar Árnason.

Byrjunarlið Fjölnis: Jökull Blængsson (m), Bojan Stefán Ljubicic, Igor Taskovic, Igor Jugovic, Þórir Guðjónsson, Ísak Atli Kristjánsson, Marcus Solberg Mathiasen, Tumi Guðjónsson, Torfi Tímoteus Gunnarsson, Ingimundur Níels Óskarsson, Hans Viktor Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner