Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 09. maí 2017 18:40
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. umferð: Sögðu að þetta hafi verið lélegt „touch"
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar Árni var stoðsendingahæstur í Pepsi-deildinni í fyrra.
Hilmar Árni var stoðsendingahæstur í Pepsi-deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, var tvímælalaust einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra en stórhættulegar spyrnur hans í föstum leikatriðum gerðu mörgum andstæðingum óleik.

Hilmar heldur uppteknum hætti og er leikmaður 2. umferðarinnar eftir frammistöðu hans í 5-0 sigrinum gegn ÍBV. Hilmar átti stoðsendingu og skoraði mark en hann lék frábærlega í leiknum.

Þessi hlédrægi Breiðhyltingur segir að það hafi verið ansi gott að ná inn sigri eftir jafntefli gegn Grindavík í fyrsta leik.

„Eins og hjá mörgum öðrum liðum er það okkar markmið að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn í Grindavík var erfiður og gegn góðu liði. Það var leiðinlegt að ná ekki þremur stigum en við mættum vel gíraðir í leikinn gegn ÍBV," segir Hilmar Árni.

„Færanýtingin var góð, strikerarnir okkar nýttu færin og það er gott mál. Við hefðum getað bætt fleiri mörkum við í seinni hálfleik en þá var þetta orðinn „slitinn" fótboltaleikur."

Markið hans í leiknum var nokkuð sérstakt, með skemmtilegri hælspyrnu.

„Jói (Laxdal) kom með góðan kross í teiginn og ég náði að smella boltanum með hælnum í fjærhornið. Einhverjir vildu meina að þetta hafi verið lélegt „touch" hjá mér en ég neita því alfarið," segir Hilmar léttur en næsti leikur Stjörnunnar er gegn Breiðabliki.

„Ég býst við því að það verði mikil barátta í þeim leik. Við búum okkur undir vel gíruðum Blikum í þeim leik og við verðum að vera klárir sömuleiðis."

Sjá einnig:
Leikmaður umferðar - Steven Lennon (FH)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner