Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   þri 23. maí 2017 12:26
Magnús Már Einarsson
Framkvæmdastjóri Víkings: Milos ægilega lyginn í öllu þessu ferli
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings R, er pirraður eftir að Milos Milojevic tók við Breiðabliki í gær.

Milos hætti hjá Víkingi á föstudag og tók við Blikum í gær. Milos segist sjálfur hafa heyrt fyrst í Blikum á laugardag og hann hefur blásið á kjaftasögur um að hann hafi sótt um starfið hjá Breiðabliki áður en hann hætti hjá Víkingum.

Víkingar segja hins vegar að um hannaða atburðarrás sé að ræða en Haraldur er ómyrkur í máli í viðtali við Vísi í dag.

„Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ segir Haraldur við Vísi.

„Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika."

„Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“


Víkingar eru í þjálfaraleit en óvíst er hver stýrir liðinu út þetta tímabil. Dragan Kazic og Hajrudin Cardaklikja stýrðu liðinu gegn Breiðabliki á sunnudag en ekki hefur verið gefið út hver verður við stjórnvölinn gegn KA næstkomandi laugardag.

Sjá einnig:
Milos: Ég var á leiðinni heim - Sama um kjaftasögurnar
Athugasemdir
banner
banner
banner