Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 16. júlí 2017 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marc McAusland framlengir við Keflavík
Verður áfram hjá Keflavík.
Verður áfram hjá Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc McAusland hefur framlengt samning sinn við Keflavík.

McAusland, sem er skoskur varnarmaður, verður hjá Keflavík næstu tvö árin samkvæmt heimasíðu félagsins.

Hann er skoskur varnarmaður, sem kom til félagsins fyrir síðasta sumar. Hann er því á sínu öðru ári hjá félaginu.

Marc hefur áður leikið með skosku liðunum St. Mirren, Queen of the South og Dunfermline Athletic.

„Þær gleðifréttir berast frá knattspyrnudeilidnni að Marc McAusland hefur framlengt samning sinn við deildina og mun spila í Keflavíkurtreyjunni næstu tvö ár. Marc var valinn leikmaður deildarinnar á síðasta ári og er nú varafyrirliði liðsins," segir í tilkynningu á heimasíðu Keflavíkur.

Marc hefur verið virkilega öflugur á þessu tímabili og var m.a. valinn í lið umferða 1-11 í Inkasso-deildinni hjá Útvarpsþættinum Fótbolta.net.

Keflavík ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið er í öðru sæti Inkasso-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner