Heimild: Akraborgin
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var í viðtali í Akraborginni á X977 þar sem hann svaraði þeirri gagnrýni sem kom upp eftir að hinn efnilegi Guðmundur Andri Tryggvason var ónotaður varamaður í 0-3 tapinu gegn ÍBV á laugardaginn.
Willum segir að sóknarmaðurinn ungi hafi einfaldlega verið meiddur.
Fram kom í þættinum Síðustu 20 á Stöð 2 Sport að Guðmundur Andri hefur aðeins fengið 90 mínútur í Pepsi-deildinni í sumar.
Willum segir að sóknarmaðurinn ungi hafi einfaldlega verið meiddur.
Fram kom í þættinum Síðustu 20 á Stöð 2 Sport að Guðmundur Andri hefur aðeins fengið 90 mínútur í Pepsi-deildinni í sumar.
„2. flokkurinn var að spila þýðingarmikinn og erfiðan leik á fimmtudegi og þar fékk Guðmundur Andri högg á ökkla. Það ærðist allt því hann kom inn á. Hann var bara meiddur, var með snúinn ökkla og treysti sér ekki inn á. Þetta var stórkallalegur leikur með hörku návígjum. Hann treysti sér bara ekki inn," sagði Willum.
Willum segir að það þurfi líka að passa upp á Guðmund Andra sem var einnig að koma úr unglingalandsleikjum.
„Andri er sá leikmaður hjá okkur sem getur skipt um gír í sóknarleiknum. Fólk ærðist hressilega en spekingarnir hefðu mátt kynna sér hlutina. Það er oft betra að anda með nefinu og átta sig á því hvað er í gangi."
Fín vinna með unga menn hjá KR
Það er staðreynd að KR er með elsta lið Pepsi-deildarinnar en Willum segir að hjá félaginu sé gott uppeldisstarf í gangi.
„Það er mjög markviss vinna í gangi með það og haldið vel utan um unga menn. Við eigum mjög efnilega stráka. Það voru fjórir ungir menn á bekknum í síðasta leik. Það er mjög fín vinna með unga menn hjá KR," segir Willum sem viðurkennir það þó að styrkja þurfi leikmannahópinn.
Ekki alvont að vera í fjórða sæti
KR-ingar eru sem stendur í fjórða sæti með 26 stig, tveimur stigum frá FH sem er í öðru sæti og á leik til góða.
„Það þarf auðvitað að styrkja þennan hóp inn í haustið. Það blasir við. Ég tók við mótuðu liði í fyrra, menn eru á samningum og fá að klára þá. Við erum með ágætis kjarna sem við horfum til. Við erum í fjórða sæti í þessari deild eins og er. Það er ekki alvont. Þetta er erfið deild með mörgum góðum liðum. Við látum ekki slá okkur út af laginu og sjáum ekki skrattann á öllum veggjum." segir Willum í viðtalinu við Hjört Hjartarson en það má heyra hér að neðan.
Sjá einnig:
Innkastið - Þjálfaraslúður og pirraðir stuðningsmenn
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir