Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   þri 26. september 2017 18:05
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari ársins 2017: Við þurfum að bæta aðeins í
Ólafur Jóhannesson (Valur)
Ólafur Jóhannesson er þjálfari árins.
Ólafur Jóhannesson er þjálfari árins.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, er þjálfari ársins í Pepsi-deildinni 2017. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum.

Ólafur talaði um það fyrir tímabilið að hann taldi sig vera með hóp sem gæti barist um titilinn og það kom heldur betur á daginn.

„Við töldum okkur vera með hóp sem gæti barist um þetta. Á þeim tíma vissi ég að Eiður Aron væri að koma til okkar. Hann var síðasti naglinn sem við vildum fá í varnarlínuna. Holningin og stemningin var góð á liðinu," segir Ólafur.

Hann segir að tilfinningin hafi verið ljúf dagana eftir að Íslandsmeistaratitillinn væri í höfn.

„Þetta hefur verið mjög gaman og létt yfir þessu. Maður var ekkert stressaður fyrir leikinn gegn Stjörnunni og verður sennilega ekkert stressaður fyrir lokaleikinn gegn Víkingi. Svo slúttum við um helgina og það verður örugglega mjög gaman."

Er Ólafur byrjaður að plana næsta tímabil?

„Við erum aðeins farnir að hugsa um það en ekkert er í hendi. Fyrst og fremst þurfum við að ganga frá öllu hjá okkur. Það eru 2-3 leikmenn með lausa samninga og við að reyna að ganga frá. Við vorum að vinna í því áður en við urðum meistarar en við ýttum því til hliðar til að trufla þá ekki. Nú verður farið á fullt í það og svo sækjum við okkur einhvern liðsstyrk."

Þarf eitthvað að bæta við þetta frábæra lið?

„Já ég held að allir hafi gott að því að fá aukna samkeppni og við erum ekki með stóran hóp. Við erum með 16 útileikmenn að æfa að jafnaði og tvo markmenn svo við megum ekki við neinu. Við þurfum að bæta aðeins í."

Valsmenn fá bikarinn í hendurnar eftir lokaleik gegn Víkingi R. á laugardaginn. Þeir hefðu reyndar viljað fá hann eftir sigurinn gegn Fjölni þar sem titillinn var innsiglaður en Ólafur var meðal annars spurður út í það í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir