Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 26. september 2017 18:05
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari ársins 2017: Við þurfum að bæta aðeins í
Ólafur Jóhannesson (Valur)
Ólafur Jóhannesson er þjálfari árins.
Ólafur Jóhannesson er þjálfari árins.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, er þjálfari ársins í Pepsi-deildinni 2017. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum.

Ólafur talaði um það fyrir tímabilið að hann taldi sig vera með hóp sem gæti barist um titilinn og það kom heldur betur á daginn.

„Við töldum okkur vera með hóp sem gæti barist um þetta. Á þeim tíma vissi ég að Eiður Aron væri að koma til okkar. Hann var síðasti naglinn sem við vildum fá í varnarlínuna. Holningin og stemningin var góð á liðinu," segir Ólafur.

Hann segir að tilfinningin hafi verið ljúf dagana eftir að Íslandsmeistaratitillinn væri í höfn.

„Þetta hefur verið mjög gaman og létt yfir þessu. Maður var ekkert stressaður fyrir leikinn gegn Stjörnunni og verður sennilega ekkert stressaður fyrir lokaleikinn gegn Víkingi. Svo slúttum við um helgina og það verður örugglega mjög gaman."

Er Ólafur byrjaður að plana næsta tímabil?

„Við erum aðeins farnir að hugsa um það en ekkert er í hendi. Fyrst og fremst þurfum við að ganga frá öllu hjá okkur. Það eru 2-3 leikmenn með lausa samninga og við að reyna að ganga frá. Við vorum að vinna í því áður en við urðum meistarar en við ýttum því til hliðar til að trufla þá ekki. Nú verður farið á fullt í það og svo sækjum við okkur einhvern liðsstyrk."

Þarf eitthvað að bæta við þetta frábæra lið?

„Já ég held að allir hafi gott að því að fá aukna samkeppni og við erum ekki með stóran hóp. Við erum með 16 útileikmenn að æfa að jafnaði og tvo markmenn svo við megum ekki við neinu. Við þurfum að bæta aðeins í."

Valsmenn fá bikarinn í hendurnar eftir lokaleik gegn Víkingi R. á laugardaginn. Þeir hefðu reyndar viljað fá hann eftir sigurinn gegn Fjölni þar sem titillinn var innsiglaður en Ólafur var meðal annars spurður út í það í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir
banner
banner