Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 30. september 2017 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magdalena: Ég er enn titrandi að þetta sé að gerast
Kvenaboltinn
Magdalena glöð með verðlaunin sín.
Magdalena glöð með verðlaunin sín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta kom mér mjög á óvart. Ég er enn titrandi að þetta sé að gerast," sagði Magdalena Anna Reimus, leikmaður Selfoss og besti leikmaður 1. deildar kvenna í sumar.

Hún fór fyrir liði Selfoss sem tryggði sig beint upp í Pepsi-deildina eftir að hafa fallið síðasta sumar.

„Sumarið er búið að vera geggjað. Liðsheildin og allt í kringum okkur er frábært," sagði hún á lokahófi Fótbolta.net í gær.

Hún segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í 1. deildina eftir að hafa fallið úr deild þeirra bestu.

„Ég viðurkenni að þetta hafi verið mjög erfitt og við vorum lengi af stað en við náðum að koma okkur út úr þessu og ég er mjög ánægð með þetta," sagði hún.

„Við þurfum kannski að styrkja okkur og fá leikmenn til baka, en ungu stelpurnar hafa verið að standa sig vel," sagði Magdalena um næsta tímabil í efstu deild.

Sjá einnig:
Lið ársins og bestu leikmenn í 1. deild kvenna 2017

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner