„Þetta kom mér mjög á óvart. Ég er enn titrandi að þetta sé að gerast," sagði Magdalena Anna Reimus, leikmaður Selfoss og besti leikmaður 1. deildar kvenna í sumar.
Hún fór fyrir liði Selfoss sem tryggði sig beint upp í Pepsi-deildina eftir að hafa fallið síðasta sumar.
Hún fór fyrir liði Selfoss sem tryggði sig beint upp í Pepsi-deildina eftir að hafa fallið síðasta sumar.
„Sumarið er búið að vera geggjað. Liðsheildin og allt í kringum okkur er frábært," sagði hún á lokahófi Fótbolta.net í gær.
Hún segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í 1. deildina eftir að hafa fallið úr deild þeirra bestu.
„Ég viðurkenni að þetta hafi verið mjög erfitt og við vorum lengi af stað en við náðum að koma okkur út úr þessu og ég er mjög ánægð með þetta," sagði hún.
„Við þurfum kannski að styrkja okkur og fá leikmenn til baka, en ungu stelpurnar hafa verið að standa sig vel," sagði Magdalena um næsta tímabil í efstu deild.
Sjá einnig:
Lið ársins og bestu leikmenn í 1. deild kvenna 2017
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir