Dean Martin hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kínverska kvennalandsliðsins. Dean og Halldór Björnsson verða saman aðstoðarþjálfarar hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem tók við Kína í síðustu viku.
Dean hefur verið þjálfari hjá KSÍ síðan í byrjun árs en hann hefur unnið í hæfileikamótun hjá sambandinu.
Hann fer nú til Kína þar sem hann starfar með Sigurði Ragnari. Dean var aðstoðarþjálfari Sigurðar hjá ÍBV sumarið 2014 og þeir þekkjast vel.
„Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég er búinn að vera mjög ánægður í þessari stöðu hjá KSÍ. Þetta var frábært tækifæri og skemmtileg staða," sagði Dean Martin í viðtali í Akraborginni á X-inu í gær.
„Þetta var erfitt val fyrir mig en þetta er stærsta þjóð í heimi og þetta er tækifæri sem kemur ekki aftur. Ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég hefði ekki tekið það," sagði Dean um nýja starfið.
Sjá einnig:
Halldór verður Sigga Ragga til aðstoðar í Kína (Staðfest)
Athugasemdir