Halldór Björnsson hefur verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari kínverska kvennalandsliðsins. Hann verður aðstoðarþjálfari Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem var ráðinn landsliðsliðsþjálfari Kína í síðustu viku.
Sigurður Ragnar skrifaði undir þriggja ára samning við kínverska knattspyrnusambandið í síðustu viku.
Sigurður hefur undanfarin ár stýrt kvennaliði Jiangsu Suning og náð góðum og eftirtektarverðum árangri. Nú er hann kominn með stærsta starfið í kvennaboltanum í Kína.
Degi eftir að hafa verið ráðinn staðfesti Siggi Raggi í samtali við Fótbolta.net að hann hefði í hyggju að fá tvo íslenska þjálfara með sér í starfslið hjá kínverska landsliðinu.
Sigurður Ragnar skrifaði undir þriggja ára samning við kínverska knattspyrnusambandið í síðustu viku.
Sigurður hefur undanfarin ár stýrt kvennaliði Jiangsu Suning og náð góðum og eftirtektarverðum árangri. Nú er hann kominn með stærsta starfið í kvennaboltanum í Kína.
Degi eftir að hafa verið ráðinn staðfesti Siggi Raggi í samtali við Fótbolta.net að hann hefði í hyggju að fá tvo íslenska þjálfara með sér í starfslið hjá kínverska landsliðinu.
Í dag staðfesti hann síðan við Fótbolta.net að Halldór Björnsson hefði hafið störf sem aðstoðarþjálfari kínverska kvennalandsliðsins.
Hann mun ganga frá þriggja ára samningi á næstu dögum.
Halldór var síðast þjálfari U17 ára landsliðs karla, en hann hætti þar í desember á síðasta ári. Á meðan hann var að þjálfa U17 sá hann jafnframt um hæfileikamótun hjá KSÍ.
Halldór og Sigurður þekkjast vel, en Halldór var í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna sem komst í 8 liða úrslit í lokakeppni EM Í Svíþjóð 2013. Sigurður Ragnar þjálfaði þá A-landslið kvenna.
„Við munum ráða annnan aðstoðarþjálfara á næstu dögum," sagði Sigurður Ragnar jafnframt við Fótbolta.net.
Líklegt þykir að hinn aðstoðarþjálfarinn sem um ræðir verði Dean Martin.
Sjá einnig:
Siggi Raggi: Miklar kröfur á að ná árangri
Athugasemdir