Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 15. maí 2018 07:55
Elvar Geir Magnússon
Lið 3. umferðar - Fjórir sem halda sæti sínu
Elfar Árni og Hrannar eru báðir í liðinu.
Elfar Árni og Hrannar eru báðir í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gísli Eyjólfsson hefur skorað í öllum þremur umferðunum.
Gísli Eyjólfsson hefur skorað í öllum þremur umferðunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er áfram eina liðið sem er með fullt hús í Pepsi-deildinni en Gísli Eyjólfsson skoraði eina markið í sigri gegn Keflavík. Nú er þriðju umferð lokið og komið að því að opinbera lið umferðarinnar.

Fótbolti.net fjallar vel um alla leiki deildarinnar og eftir hvern leik skila fréttaritarar skýrslu. Úrvalsliðið er sett saman eftir þessum skýrslum.



Áhugavert er að fjórir leikmenn sem voru í úrvalsliði 2. umferðar eru einnig í liði 3. umferðarinnar núna.

Það eru Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson hjá Breiðabliki, Pálmi Rafn Pálmason hjá KR og Emil Ásmundsson hjá Fylki en Árbæjarliðið sýndi flottan karakter þegar það náði 2-2 jafntefli gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarena.

KR-ingar gerðu 1-1 jafntefli gegn Grindavík á útivelli en Kristian Jajalo, markvörður Grindvíkinga, er í úrvalsliði 3. umferðar.

KA vann sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði ÍBV 2-0 á Akureyrarvelli. Srdjan Tufegdzic er þjálfari umferðarinnar og þá eru þrír leikmenn Akureyrarliðsins í úrvalsliðinu. Elfar Árni Aðalsteinsson, sem skoraði fyrra mark leiksins, og þeir Hrannar Björn Steingrímsson og Guðmann Þórisson.

Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Víking. Rick Ten Voorde skoraði tvívegis fyrir Víkinga af vítapunktinum og er einnig í úrvalsliðinu. Þá var Færeyingurinn Brandur Olsen maður leiksins þegar FH vann sigur gegn Fjölni á dramatískan hátt.

Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner