Brynjar Kristmundsson (Þróttur V.)
Þróttur Vogum vann 5-2 sigur gegn Hetti um helgina í 2. deild karla. Brynjar Kristmundsson skoraði tvö mörk í leiknum og komst dómnefnd Fótbolta.net að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið leikmaður umferðarinnar.
Höttur komst yfir í leiknum en Brynjar tók þá til sinna ráða og sá til þess að Þróttarar leiddu 2-1 í hálfleik. Bæði mörk Brynjars komu beint úr hornspyrnu sem er ótrúlegt.
„Ég held ég verði það þakka vindinum eitthvað fyrir það," segir Brynjar léttur. „Þetta var nú ekki planið, fyndið að segja frá því að ég bölvaði sjálfum mér um leið og sparkaði í boltann í fyrra markinu en strákarnir í teignum gerðu vel í að "blocka" markmanninn í bæði skiptin."
Höttur komst yfir í leiknum en Brynjar tók þá til sinna ráða og sá til þess að Þróttarar leiddu 2-1 í hálfleik. Bæði mörk Brynjars komu beint úr hornspyrnu sem er ótrúlegt.
„Ég held ég verði það þakka vindinum eitthvað fyrir það," segir Brynjar léttur. „Þetta var nú ekki planið, fyndið að segja frá því að ég bölvaði sjálfum mér um leið og sparkaði í boltann í fyrra markinu en strákarnir í teignum gerðu vel í að "blocka" markmanninn í bæði skiptin."
„Ég hef allavega ekki skorað úr tveimur hornspyrnum í sama leiknum. Í yngri flokkunum var ég svo markagráðugur að ég reyndi alltaf að skora úr hornum og tókst það einstaka sinnum. En það er hinsvegar góð spurning hvort þetta hafi verið gert áður."
Brynjar var annars sáttur með leikinn hjá sínum mönnum. Þróttarar hafa byrjað mjög vel og hafa unnið fimm af sex leikjum sínum þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni. Liðið er í öðru sæti á eftir Aftureldingu.
„Mér fannst þessi leikur mjög góður hjá okkur. Mér fannst ákvarðanartökurnar góðar, við héldum boltanum vel og sóttum hratt til skiptis."
„Höttur átti alveg sína sénsa. Þegar þeir minnkuðu muninn í 3-2 þá er alltaf hætta á því að mómentið komi hjá þeim en mér fannst við bregðast mjög vel við. Við héldum áfram því sem við vorum að gera og bættum við tveimur mörkum."
„Það er ótrúlega erfitt að segja," segir Brynjar aðspurður að því hvort Þróttur eigi raunhæfan möguleika að fara upp í Inkasso-deildina. „Það eru mörg frábær lið í þessari deild. Ég held að við séum búnir að spila við eitt lið sem var spáð í efri hluta deildarinnar, við eigum eftir að fara í mörg ferðalög. Þessi deild er svo rosalega snúin. Við höfum hins vegar verið að bæta okkur mikið undanfarið en ef við ætlum í einhverja baráttu þá þurfum við að bæta í, halda áfram þeim góðu hlutum sem við höfum verið að gera og byggja á þeim."
„Umhverfið sem mér líður best í"
Brynjar samdi við Þrótt í vetur eftir að hafa verið hjá Fram, Val, Gróttu og lengst af hjá Víkingi Ólafsvík. Hvernig er stemningin í Vogum fyrir fótboltanum?
„Fótboltastemningin hefur nefnilega komið mér mikið á óvart," segir Brynjar sem er með reynslu úr Inkasso-deildinni og einnig ágætis reynslu úr Pepsi-deildinni.
„Það er svo fallegt að sjá hvað fólkið í Vogum þykir vænt um liðið sitt. Mér finnst frábært að vera þarna. Þetta er akkúrat umhverfið sem mér líður best í, heimilislegt og komið fram við leikmenn af umhyggju og virðingu. Þegar þetta er allt til staðar, þá gerast góðir hlutir eins og Þróttur Vogum hefur sýnt undanfarin ár," sagði Brynjar að lokum.
Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Bestur í 2. umferð: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Á morgun hefst sjöunda umferðin í 2. deild.
Á morgun:
18:00 Vestri-Grótta (Olísvöllurinn)
18:00 Höttur-Tindastóll (Vilhjálmsvöllur)
19:15 Víðir-Þróttur V. (Nesfisk-völlurinn)
Á fimmtudag:
19:15 Leiknir F.-Völsungur (Fjarðabyggðarhöllin)
19:15 Afturelding-Kári (Varmárvöllur)
Á föstudag:
19:15 Fjarðabyggð-Huginn (Eskjuvöllur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir