Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Lengjudeild karla
Grindavík
LL 1
1
ÍR
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
1
Fram
Lengjudeild karla
Grótta
LL 1
0
Keflavík
Grindavík
3
0
BÍ/Bolungarvík
Alex Freyr Hilmarsson '66 1-0
Óli Baldur Bjarnason '73 2-0
Hákon Ívar Ólafsson '85 3-0
30.07.2014  -  18:00
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason ('82)
Jósef Kristinn Jósefsson
Scott Mckenna Ramsay
2. Hákon Ívar Ólafsson
2. Jordan Lee Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson ('88)
3. Marko Valdimar Stefánsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
14. Tomislav Misura ('63)
17. Magnús Björgvinsson

Varamenn:
13. Einar Sveinn Pálsson (m)
3. Milos Jugovic
10. Einar Karl Ingvarsson ('63)
11. Ómar Friðriksson ('82)
14. Jón Unnar Viktorsson
21. Marinó Axel Helgason
24. Björn Berg Bryde ('88)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@fotboltinet Björn Steinar Brynjólfsson
Upp úr og Í fallsæti
Heimamenn mættu BÍ/Bolungarvík í kvöld. Bæði lið í fallbaráttu, heimamenn í næst neðsta sæti og gestirnir í sætinu fyrir ofan. Tíðinda lítill fyrri hálfleikur var í kvöld. Heimamenn náðu að skapa sér nokkuð mörg færi en nýttu illa. Gestirnir voru mun passívari og reyndu hvað þeir gátu að halda boltanum í stífri norðan átt.

Allt annað lið Grindavíkur var mætt í þeim síðari hálfleik. Það var ekki fyrr enn heimamenn gerðu breytingu á sínu liði þegar mark kom á leikinn Einar Karl Ingvarsson kom þá inná í sínum fyrsta leik fyrir Grindavík. Einar fékk þá sendingu frá Hákoni Ívari Ólafssyni af vinstri kanti og átti hörkuskot sem Philip Saunders varði vel í markinu en boltinn fór uppí loftið og var Alex Freyr Hilmarsson á réttum stað og skoraði í autt markið með skalla.

Mikið líf færðist í leikinn eftir markið og voru Gestirnir mjög nálægt því eftir frábært skot Aaron Spear, en Óskar Pétursson þurfti að hafa sig allan við og varði glæsilega alveg upp við samskeytin.

Óli Baldur Bjarnason fékk bolta frá Scott Ramsay upp miðjuna á hægri kantinn. Óli Baldur var greinilega orðinn þreyttur á því að horfa á sína menn ekki nýta færin og kom með boltann inn í teiginn og lét vaða með vinstri fæti. Hörku skot sem Philip Saunders átti ekki möguleika í og boltinn þandi net möskvana.

Annar nýr leikmaður Grindavíkur Ómar Friðriksson var sömuleiðis nýkomin inná og átti þá skot í innanverða stöngina sem Philip Saunders náði að grípa boltann. Ómar hafði nægan tíma í teignum eftir að hann var búinn að leika á tvo varnarmenn gestanna.

Grindavík bætti svo við þriðja markinu þegar lítið var eftir af leiknum. Ómar Friðriksson kom upp endalínuna vinstra megin eftir gott spil heimamanna gaf sendingu inná miðjan teiginn þar sem Hákon Ívar Ólafsson átti gott skot sem endaði í hægra horninu á markinu. Philip Saunders kom hlaupandi út á móti en náði ekki að verja.

BÍ/Bolungarvík datt niður í fallsæti eftir leikinn í kvöld á meðan að Grindavík náðu að lyfta sér upp um tvö sæti sem stendur.
Byrjunarlið:
12. Philip Andrew Saunders (m)
4. Hafsteinn Rúnar Helgason
6. Kári Ársælsson
6. Nigel Francis Quashie ('68)
8. Viktor Júlíusson
9. Andri Rúnar Bjarnason ('75)
10. Björgvin Stefánsson
11. Aaron Robert Spear
18. Matthías Kroknes Jóhannsson
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Orlando Esteban Bayona

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson
9. Ólafur Atli Einarsson ('75)
15. Nikulás Jónsson ('68)
20. Daníel Agnar Ásgeirsson
30. Friðrik Þórir Hjaltason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nigel Francis Quashie ('28)

Rauð spjöld: