Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Keflavík
1
3
Fylkir
0-1 Andrés Már Jóhannesson '53
0-2 Albert Brynjar Ingason '58 , víti
Magnús Sverrir Þorsteinsson '60 1-2
1-3 Oddur Ingi Guðmundsson '70
25.05.2015  -  19:15
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 827
Maður leiksins: Albert Brynjar Ingason
Byrjunarlið:
1. Richard Arends (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('59)
Sigurbergur Elísson
Hólmar Örn Rúnarsson
5. Insa Bohigues Fransisco ('46)
6. Einar Orri Einarsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('81)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Samuel Jimenez Hernandez ('46)
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('59)
13. Unnar Már Unnarsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson ('81)
22. Indriði Áki Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Insa Bohigues Fransisco ('31)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('41)
Richard Arends ('58)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Lárus Ingi Magnússon
Skýrslan: Krísa í Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Þótt vindurinn væri sá sem stjórnaði fyrrihálfleiknum þá var það sama ekki uppá teningnum í seinni hálfleik. Fylkismenn voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum. Þeir hefðu getað verið 3 ö 4 mörkum yfir í hálfleik en Richard markmaður Keflavíkur átti fínan leik í 45 mín. Í seinni hálfleiknum var hann þó eins og áður í vor og eins og allir samherjar hans í þessum leik, skelfilegur. Það þurfti því engan stórleik hjá gestunum til að klára þennan leik, en skal þó ekki af þeim tekið að þeir spiluðu sem ein sterk heild og hreinlega völtuðu yfir Keflvíkinga.
Bestu leikmenn
1. Albert Brynjar Ingason
Var gríðarlega vinnusamur allan leikinn og gerði vörn Keflavíkur oft lífið leitt. Hann skoraði mark úr vítaspyrnu og átti mikinn þátt í öðru marki líka. Gríðarlega mikilvægur hlekkur í þessu liði.
2. Oddur Ingi Guðmundsson
Gríðarlega duglegur í leiknum. Batt liðið vel saman og skoraði gott mark.
Atvikið
Annað mark Fylkis var lýsandi fyrir skort Keflavíkurliðsins á sjálfstrausti. Hinn Hollenski markvörður þeirra fór út í teiginn til að taka fyrirgjöf. Hann hikaði, misreiknaði boltaflugið og endaði á að brjóta klaufalega á Fylkismanni og gefa vítaspyrnu sem kláraði leikinn í raun.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkismenn komust með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar en Keflvíkingar sitja á botninum með ÍBV og einungis eitt skorað mark sem gerir það að verkum að þeir séu ekki í neðsta sætinu.
Vondur dagur
Allt Keflavíkurliðið átti skelfilegan dag. Það stóð ekki steinn yfir steini í leik liðsins. Spurning hvort endalausar hrókeringar Kristjáns þjálfara í liðsuppstillingu sé að skapa þetta óöryggi. Margir menn sem eru að flakka á milli staða í liðinu frá leik til leiks og jafnvel í einum og sama leiknum.
Dómarinn - 4
Gaf Ásgeiri Berki gult spjald í upphafi leiks og virtist gera sér grein fyrir að hann væri búinn að koma sjálfum sér í erfiða stöðu. Eftir það voru margar ákvarðanir hans skrítnar og átti erfitt með að halda einhverri línu. Frammistaða hans líkari frammistöðu heimamanna en gestanna.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson ('89)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovinkovic
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('25)
10. Andrés Már Jóhannesson ('57)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('57)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('89)
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
22. Davíð Einarsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('25)

Liðsstjórn:
Kristján Hauksson

Gul spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('8)
Tonci Radovinkovic ('64)

Rauð spjöld: