KR
1
0
FH
Baldur Sigurðsson
'38
1-0
Jón Ragnar Jónsson
'80
28.05.2014 - 20:00
KR-völlur
Borgunarbikar karla
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Farid Zato (KR)
KR-völlur
Borgunarbikar karla
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Farid Zato (KR)
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
5. Egill Jónsson
('77)
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
('90)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna
28. Ivar Furu
Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
('90)
('77)
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Almarr Ormarsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('90)
Stefán Logi Magnússon ('80)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið,
Hér verður bein textalýsing frá stórleik KR og FH í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Þetta er fyrsti leikur sumarsins á KR-velli en hann hefur oft verið í betri ástandi eins og sjá má í þessari frétt frá því fyrr í dag.
KR og FH mættust fyrr í sumar á gervigrasvellinum í Laugardal í 3. umferð Pepsi-deildarinnar. Þar hafði FH betur 1-0 en Kristján Gauti Emilsson skoraði eina mark leiksins.
Hér verður bein textalýsing frá stórleik KR og FH í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Þetta er fyrsti leikur sumarsins á KR-velli en hann hefur oft verið í betri ástandi eins og sjá má í þessari frétt frá því fyrr í dag.
KR og FH mættust fyrr í sumar á gervigrasvellinum í Laugardal í 3. umferð Pepsi-deildarinnar. Þar hafði FH betur 1-0 en Kristján Gauti Emilsson skoraði eina mark leiksins.
Fyrir leik
Pétur Viðarsson, miðvörður FH, er í leikbanni í dag vegna rauða spjaldsins gegn Keflavík. Kassim ,,The Dream" Doumbia er á bekknum en hann er að jafna sig eftir meiðsli.
Sean Reynolds og Davíð Þór Viðarsson fá því það hlutverk að spila í hjarta varnarinnar í dag.
Sean Reynolds og Davíð Þór Viðarsson fá því það hlutverk að spila í hjarta varnarinnar í dag.
Fyrir leik
KR-ingar gera eina breytingu frá því í leiknum gegn Fjölni í síðustu viku. Kjartan Henry Finnbogason kemur inn í liðið fyrir Almarr Ormarsson.
Fyrir leik
Ekki er víst hvort Kassim og Gary Martin muni kljást í dag en sá fyrrnefndi gagnrýndi Englendinginn fyrir að svindla og dýfa sér í leik liðanna í Pepsi-deildinni á dögunum. Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður KR, tók upp hanskann fyrir Gary og sagðist ekki þola það þegar menn tala með rassinum. Gary vildi sjálfur lítið tala um ummæli Kassim í dag.
,,Hann er góður leikmaður og maður vill alltaf mæta góðum leikmönnum. Það sem hann sagði eftir leikinn er bara eitthvað sem hann ákvað að segja, ég hef enga ástæðu til að tjá mig um það. Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum, það er yfirleitt þannig," sagði Gary við Fótbolta.net í dag.
,,Hann er góður leikmaður og maður vill alltaf mæta góðum leikmönnum. Það sem hann sagði eftir leikinn er bara eitthvað sem hann ákvað að segja, ég hef enga ástæðu til að tjá mig um það. Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum, það er yfirleitt þannig," sagði Gary við Fótbolta.net í dag.
Fyrir leik
Jónas Guðni Sævarsson er í leikmannahópi KR líkt og gegn Fjölni. Hann er að komast í gang eftir fjarveru vegna meiðsla undanfarna mánuði.
Fyrir leik
Fyrrum lögreglumaðurinn, kennarinn og dagskrárgerðarmaðurinn Gunnar Jarl Jónsson flautar leikinn í dag. Gunnar starfar í dag sem tryggingarsölumaður.
Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru aðstoðardómarar. Örvar Sær Gíslason er síðan fjórði dómari.
Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru aðstoðardómarar. Örvar Sær Gíslason er síðan fjórði dómari.
Fyrir leik
Gary Martin
Við förum inn í þennan leik eins og hvern annan. Við verðum bara að sætta okkur við þennan drátt, auðvitað vill maður ekki fá FH í fyrstu umferð, og FH hefði ekki viljað fá okkur. Það hefði verið fínt að geta hvílt nokkra leikmenn, en það verður ekki tilfellið í kvöld, við verðum að spila sterku liði.
Við förum inn í þennan leik eins og hvern annan. Við verðum bara að sætta okkur við þennan drátt, auðvitað vill maður ekki fá FH í fyrstu umferð, og FH hefði ekki viljað fá okkur. Það hefði verið fínt að geta hvílt nokkra leikmenn, en það verður ekki tilfellið í kvöld, við verðum að spila sterku liði.
Fyrir leik
Fyrir leik fær stuðningsmannasveitin Miðjan viðurkenningu frá KR fyrir starf sitt undanfarin ár.
Ragnar Már Sverrisson, Ragnar Kristján Jóhannsson, Ólafur Ingi Pálsson og Ómar Ingi Ákason taka við viðurkenningunni úr hendi Kristins Kjærnested formanns knattsprnudeildar KR.
Lúðvík Georgsson, fyrrum stjórnarmaður KSÍ og KR, fær einnig viðurkenningu fyrir leik.
Ragnar Már Sverrisson, Ragnar Kristján Jóhannsson, Ólafur Ingi Pálsson og Ómar Ingi Ákason taka við viðurkenningunni úr hendi Kristins Kjærnested formanns knattsprnudeildar KR.
Lúðvík Georgsson, fyrrum stjórnarmaður KSÍ og KR, fær einnig viðurkenningu fyrir leik.
Fyrir leik
Liðin skipta um helming. KR sækir á móti sól í fyrri hálfleik, í átt að KR-heimilinu. Baldur Sigurðsson kvartaði þegar KR-ingar spiluðu á móti sól í fyrri hálfleik gegn Val í fyrsta lek sumarsins. Spurning hvernig sólin fer í KR-inga í dag.
1. mín
Baldur Sigurðsson í dauðafæri eftir 25 sekúndur!! Slapp í gegn eftir sendingu frá Gary Martin en Róbert ver.
3. mín
4. mín
KR-ingar byrja af miklum krafti. Baldur Sigurðsson með skalla sem Davíð Þór skallar aftur fyrir endamörk og í horn.
5. mín
Fyrsta tilraun FH. Albert Brynjar Ingason með skot sem fer í varnarmann og í hliðarnetið.
7. mín
Ólafur Páll Snorrason með fyrirgjöf sem virðist fara í hendina á Agli Jónssyni en ekkert er dæmt. FH-ingar vilja fá vítaspyrnu og eru ekki sáttir.
8. mín
Magnús Orri Schram lýsir í KR-útvarpinu í fyrsta skipti í dag. Magnús Orri er í gulri og svartri KR treyju sem hann spilaði í með KR gegn FH árið 1994.
Magnús Orri lýsti eftirminnilegum leik Íslands og Frakklands árið 1998 og trylltist eftirminnilega þegar Ríkharður Daðason kom Íslandi yfir.
Magnús Orri lýsti eftirminnilegum leik Íslands og Frakklands árið 1998 og trylltist eftirminnilega þegar Ríkharður Daðason kom Íslandi yfir.
Björn Daníel Sverrisson
eg ætla vona að fh fái víti í leiknum og davíð taki vítið og skori..
helst með panenka víti, jabroni style..
eg ætla vona að fh fái víti í leiknum og davíð taki vítið og skori..
helst með panenka víti, jabroni style..
17. mín
Sam Hewson með skot sem fer í Albert Brynjar sem er rangstæður. Stefán Logi varði hvort sem er.
27. mín
Ólafur Páll Snorrason með fína aukaspyrnu sem Stefán Logi slær út í teiginn. Ingimundur Níels nær frákastinu en hann skýtur yfir þegar hann er aðþrengdur í teginum.
30. mín
Róbert Örn Óskarsson missir boltann eftir aukaspyrnu inn á teiginn en FH-ingar ná að bjarga á endanum. Róbert datt illa og liggur meiddur eftir á vellinum.
35. mín
Leikurinn hefur verið ágætlega fjörugur hingað til en við bíðum ennþá eftir fyrsta markinu.
38. mín
MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
KR-ingar ná forystunni! Gary Martin með fallega fyrirgjöf nálægt vítateigshorni og Baldur skallar boltann laglega í netið, á móti sól!
42. mín
Baldur Sigurðsson er oft kallaður Bikar-Baldur enda oft verið drjúgur í bikarkeppninni. Baldur hefur þrívegis orðið bikarmeistari en hann skoraði sigurmarkið þegar KR sigraði Stjörnuna í úrslitum árið 2012.
43. mín
Haukur Heiðar Hauksson dettur eftir baráttu við Böðvar Böðvarsson, Bödda löpp. KR-ingar vilja víti en Gunnar dæmir ekkert. Líklega rétt.
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar leiða 1-0 með marki frá Bikar Baldri. Fínn fyrri hálfleikur þar sem bæði lði fengu færi til að skora fleiri mörk. KR-ingar voru sterkari undir lok hálfleiksins og fara með forystuna inn í búningsklefa.
KR-ingar leiða 1-0 með marki frá Bikar Baldri. Fínn fyrri hálfleikur þar sem bæði lði fengu færi til að skora fleiri mörk. KR-ingar voru sterkari undir lok hálfleiksins og fara með forystuna inn í búningsklefa.
45. mín
Í hálfleik er spiluð tónlist með mosfellsku hljómsveitinni Kaleo. Í blaðamannastúkunni eru menn almennt ánægðir með sveitina.
Magnús Orri Schram er einnig fenginn til að rifja upp lýsinguna frægu í leik Íslands og Frakklands árið 1998. Hrikalega var gaman þegar Rikki Daða skallaði yfir Barthez.
Magnús Orri Schram er einnig fenginn til að rifja upp lýsinguna frægu í leik Íslands og Frakklands árið 1998. Hrikalega var gaman þegar Rikki Daða skallaði yfir Barthez.
45. mín
DJ Þröstur Emilsson setur núna á lag með Jóni Jónssyni hægri bakverði FH. Það hljómar þegar liðin ganga til leiks.
49. mín
Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fyrsta spjaldið á loft fyrir brot á Gary Martin.
51. mín
Magnús Orri Schram lýsir leik KR og FH af innlifun í KR útvarpinu. Magnús er í varabúning KR sem hann spilaði í þegar KR sigraði FH árið 1994.
Sjá Instagram mynd
Sjá Instagram mynd
57. mín
Emil Pálsson kemst í ágætis færi en Stefán Logi ver út í teiginn. KR-ingar hreinsa í kjölfarið.
Tómas Þór Þórðarson
Stefán Logi er með 100 prósent árangur í að verja boltann beint út í teig í kvöld.
Stefán Logi er með 100 prósent árangur í að verja boltann beint út í teig í kvöld.
66. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH)
Út:Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
Tvöföld sóknarsinnuð skipting hjá Heimi. Atli Viðar og Albert Brynjar verða saman frammi núna.
Atli Viðar hefur komið inn á og skorað í tveimur leikjum í röð. Hvað gerir hann í kvöld?
Atli Viðar hefur komið inn á og skorað í tveimur leikjum í röð. Hvað gerir hann í kvöld?
75. mín
Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
Braut á Baldri. Jarlinn beitti hagnaði og spjaldaði Emil síðan.
77. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Út:Egill Jónsson (KR)
Baldur fer aftar á miðjuna og Þorsteinn Már kemur í holuna fyrir aftan Gary Martin.
80. mín
Rautt spjald: Jón Ragnar Jónsson (FH)
Jón Jónsson brýtur illa á Baldri Sigurðssyni út við varamannaskýlin og fær rauða spjaldið. Jón fer með takkana alltof hátt og klippir Baldur niður.
Jón fékk fyrst gula spjaldið en síðan dró Gunnar upp það rauða. Jarlinn virðist hafa dregið upp vitlaust spjald fyrst.
Jón fékk fyrst gula spjaldið en síðan dró Gunnar upp það rauða. Jarlinn virðist hafa dregið upp vitlaust spjald fyrst.
80. mín
Gult spjald: Stefán Logi Magnússon (KR)
Mikil læti voru eftir brotið við hliðarlínuna. Stefán Logi hljóp úr markinu á vettvang og fær gult spjald fyrir sinn þátt.
85. mín
Gult spjald: Atli Viðar Björnsson (FH)
Gary Martin er einn á móti Sam Hewson þegar Atli Viðar nær að hlaupa til baka og stöðva hann. Verðskuldað gult spjald.
87. mín
Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Böddi löpp tekur utan um hálsinn á Hauki Heiðari Heiðar þegar norðanmaðurinn er kominn framhjá honum. KR-ingar vilja rautt spjald en Jarlinn dregur upp það gula. FH-ingar duglegir að safna spjöldum þessar mínúturnar.
88. mín
FH-ingar með hættulega sókn sem endar á því að Atli Viðar kemur boltanum í átt að marki en Ivar Furu hreinsar. Tíminn er að renna út fyrir Fimleikafélagið.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Emil Pálsson
Davíð Þór Viðarsson
2. Sean Michael Reynolds
6. Sam Hewson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
('66)
14. Albert Brynjar Ingason
16. Jón Ragnar Jónsson
21. Böðvar Böðvarsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
('66)
Varamenn:
11. Atli Guðnason
('66)
17. Atli Viðar Björnsson
('66)
18. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
20. Kassim Doumbia
24. Ási Þórhallsson
28. Sigurður Gísli Snorrason
Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason
Gul spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('87)
Atli Viðar Björnsson ('85)
Emil Pálsson ('75)
Davíð Þór Viðarsson ('49)
Rauð spjöld:
Jón Ragnar Jónsson ('80)