KR mætir FH í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í Frostaskjólinu klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn á KR-vellinum í sumar, en Íslandsmeistararnir hafa spilað fyrstu heimaleiki sína á tímabilinu á gervigrasvellinum í Laugardal.
Nú meta KR-ingar stöðuna þó sem svo að tími sé til að snúa aftur heim. Fótbolti.net kíkti á KR-völlinn til að kanna í hvernig standi hann er á leikdegi.
Við ræddum við Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóra, sem viðurkennir að völlurinn mætti vera betri.
Nú meta KR-ingar stöðuna þó sem svo að tími sé til að snúa aftur heim. Fótbolti.net kíkti á KR-völlinn til að kanna í hvernig standi hann er á leikdegi.
Við ræddum við Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóra, sem viðurkennir að völlurinn mætti vera betri.
,,Hann er ekki í góðu standi, ég ætla ekki að ljúga neinu að ykkur. Hann hefur oft verið betri, en hann er mjög góður miðað við hvernig hann var fyrir tveimur vikum síðar. Ég held það sjái það nú allir að við hefðum viljað fá tvær vikur í viðbót, það hefði gert mjög mikið," sagði Sveinbjörn við Fótbolta.net.
Í meðfylgjandi myndbandi röltir Alexander Freyr Einarsson um KR-völlinn með Sveinbirni og skoðar ástandið.
Athugasemdir