City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Tottenham
3
1
QPR
Gareth Bale '20 1-0
Rafael van der Vaart '33 2-0
2-1 Jay Bothroyd '62
Gareth Bale '72 3-1
30.10.2011  -  16:00
White Hart Lane
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Howard Webb
Maður leiksins: Scott Parker
Byrjunarlið:
3. Gareth Bale
4. Yones Kaboul
7. Aaron Lennon
8. Scott Parker ('86)
10. Emmanuel Adebayor
11. Rafael van der Vaart
14. Luka Modric
24. Brad Friedel (m)
26. Ledley King
28. Kyle Walker
32. Benoit Assou-Ekotto

Varamenn:
9. Roman Pavlyuchenko
13. William Gallas
18. Jermain Defoe
19. Sebastien Bassong
23. Carlo Cudicini (m)
29. Jake Livermore
30. Sandro ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
93. mín
Það er búið að flauta af. Tottenham vann verulega sanngjarnan sigur 3-1 í fjörugum og skemmtilegum leik. Hvet fólk til að stilla inn á Sunnudagsmessuna sem fer að hefjast á Stöð 2 Sport.

Takk fyrir mig í dag!
91. mín
Leiknum að ljúka. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að velja Scott Parker mann leiksins. Var flottur á miðjunni hjá Tottenham. Annars voru margir í liði heimamanna að gera gott mót.
88. mín
Howard Webb dæmt þennan leik af stakri prýði og ekki lyft gula spjaldinu einu sinni upp!
86. mín
Inn:Sandro (Tottenham) Út:Scott Parker (Tottenham)
81. mín
Argentínski miðjumaðurinn Alejandro Faurlin með skot naumlega yfir mark Tottenham úr aukaspyrnu.
Runólfur Þórhallsson, fyrrum markvörður ÍH:
SHIT! #GarethBale #TakeABowSon Þvílíkt mark! Alvöru fótbolti! #Sick
76. mín
Emmanuel Adebayor í hörkufæri en skaut framhjá. Með ólíkindum að Tottenham hafi ekki skorað fleiri mörk í þessum leik!
72. mín MARK!
Gareth Bale (Tottenham)
Bale með sitt annað mark í leiknum og það er af dýrari gerðinni. Van der Vaart tók nokkur skæri og eftir þríhyrning fékk Bale boltann og smurði honum í netið. Stórglæsilegt. Nú má fara að millifæra stigin þrjú inn á bankareikning Harry Redknapp.
71. mín
Það verður ekki tekið af honum Joey Barton að hann er flottur spyrnumaður. QPR stórhættulegt í föstum leikatriðum með spyrnum hans og Heiðar í boxinu.
Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður ÍBV:
Heiðar Helguson er bara aðalkallinn i QPR #puregenious #fotbolti
67. mín
Þetta mark hefur gefið gestunum sjálfstraust. Alejandro Faurlin átti góða skottilraun en Bandaríkjamaðurinn í rammanum hjá Tottenham varði.
66. mín
Stórhættuleg sókn Tottenham enn og aftur. Paddy Kenny varði meistaralega frá Gareth Bale. Þetta gæti orðið fjörugur lokakafli. Fótbolti snýst um að skora mörk og þrátt fyrir yfirburði Tottenham stærstan hluta leiksins er QPR vel inn í þessum leik og gæti náð í stig.
62. mín MARK!
Jay Bothroyd (QPR)
Það held ég! Þetta er orðinn leikur! Jay Bothroyd skoraði með skalla eftir horn. Boltinn fór á kollinn á Heiðari Helgusyni sem skallaði á Bothroyd, stoðsending frá okkar manni.

Það skyldi þó aldrei vera að QPR næði að koma til baka og jafna þetta???
61. mín
QPR er að sýna aðeins meiri baráttu í seinni háfleiknum en það er ekki hægt að bera sóknaraðgerðir þeirra saman við sóknaraðgerðir heimamanna. Tottenham hefur einfaldlega spilað fantavel í þessum leik.
57. mín
Heiðar með skot sem fór í varnarmann og í horn. Snilldartilþrif frá Shaun Wright-Phillips í aðdragandum. QPR er með Wright-Phillips inná teignum í hornspyrnum. Það getur ekki talist eðlilegt...
Reynir Haraldsson:
Ég veit ekki hvort ég get elskað Luka Modric einhvað meira! #klikkarekkiásendingu #meðmössuðustulappirseméghefséð
52. mín
Tottenham hættir ekki að sækja. Van der Vaart með hörkuskot fyrir utan teig en Paddy Kenny varði hreint frábærlega. Hvenær ætli þriðja markið komi?
51. mín
Menn velta því fyrir sér hvort Marokkómaðurinn Taarabt sé að horfa á seinni hálfleikinn eða hvort hann sé farinn heim með strætó... Sjá frétt frá síðasta mánuði.
46. mín
Inn:Jamie Mackie (QPR) Út:Shaun Derry (QPR)
Neil Warnock klárar skiptingarnar sínar í hálfleiknum. Menn hafa væntanlega fengið hárblástur í hálfleik.
46. mín
Inn:Jay Bothroyd (QPR) Út:Adel Taarabt (QPR)
Seinni hálfleikur hafinn. Taarabt farinn af velli enda gert 0 í dag.
Hermann Aðalgeirsson, Húsvíkingur:
Taarabt mögulega ofmetnasti leikmaður deildarinnar #hefaldreiseðhanngetaeitthvað
Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður U17 landsliðsins:
Afjverju er Benoit Assou-Ekotto í mismunandi skóm ? #adipower #freðhaus
45. mín
Það hefur verið flautað til hálfleiks. Tottenham 2-0 yfir.
44. mín
Munurinn á ensku úrvalsdeildinni og Championship-deildinni endurspeglast í leikmanni sem heitir Adel Taarabt. Maður sem var einskonar svindlkall í Championship og virtist geta gert allt er lítið að geta í úrvalsdeildinni. Hefur ekki verið með í þessum leik í dag.
41. mín
Það er eins og leikmenn QPR hafi ekki neina trú á verkefninu. Hef á tilfinningunni að þeir hafi aldrei búist við því að fá nokkuð út úr þessum leik á White Hart Lane í dag.
38. mín
Tottenham heldur áfram að sækja. Luka Modric með skot framhjá. Ekkert sem bendir til þess að QPR fái eitthvað út úr þessum leik.
36. mín
Hollendingurinn Rafael van der Vaart var að skora í fimmta leiknum í röð sem ku vera félagsmet hjá Tottenham.
33. mín MARK!
Rafael van der Vaart (Tottenham)
Tottenham komið tveimur mörkum yfir og það kemur ekki á óvart! Rafael van der Vaart réttur maður á réttum stað og skorar. Skelfilegur varnarleikur hjá gestunum. Fyrst mistókst þeim að hreinsa boltann í burtu og svo var allt galopið. Hörmulegt!
Caroline Cheese, íþróttafréttamaður og toppkona:
Tottenham er að spila verulega flottan fótbolta, ættu að vera meira en 1-0 yfir #thfc
31. mín
Tottenham einfaldlega mikið mun hættulegri í þessum leik. Mun líklegra að næsta mark verði þeirra.
29. mín
Þarna hefðu Gareth Bale átt að bæta öðru marki við! Var í hörkufæri rétt fyrir utan markteiginn en hitti boltann illa og yfir fór hann. Adebayor með sendinguna á hann.
20. mín MARK!
Gareth Bale (Tottenham)
Tottenham hefur tekið forystuna! Aaron Lennon renndi boltanum á Gareth Bale sem var einn á auðum sjó og afgreiddi færið snyrtilega. Sanngjörn staða. Tottenham verið öflugt í upphafi leiks. Lítur út fyrir að þetta verði erfitt fyrir QPR.
19. mín
Heiðar Helguson með skottilraun, tók hann í fyrsta en skaut yfir.
17. mín
Okkar maður duglegur að hirða skallabolta, ætti ekki að koma neinum á óvart.
14. mín
Tottenham talsvert hættulegra liðið. Adebayor fékk hörkuskallafæri en hitti ekki markið.
Nicky Butt, fyrrum leikmaður Man Utd:
Fitz Hall farinn af velli hjá #qpr - góðar fréttir fyrir Adebayor...
9. mín
Inn:Danny Gabbidon (QPR) Út:Fitz Hall (QPR)
Fitz Hall meiddist og þarf að yfirgefa völlinn. Danny Gabbidon, fyrrum leikmaðuir Cardiff og West Ham, mætir í hans stað.
3. mín
Þetta fer fjörlega af stað. Rafel van der Vaart í hörkufæri en Paddy Kenny varði í horn. Mikil hætta skapaðist eftir hornið. QPR undir mikilli pressu strax í byrjun.
1. mín
Leikurinn er farinn af stað. Vonandi mun Heiðar setja eins og eitt mark í dag. Hann er einn fremstur en Adel Taarabt veitir honum stuðning rétt fyrir aftan.
Fyrir leik
QPR er í appelsínugulum búningum í dag. Gleður væntanlega stuðningsmenn Fylkis og Þróttar í Vogum.
Fyrir leik
Howard Webb, fremsti dómari Englendinga, fær það verkefni að flauta þennan leik. Liðin eru mætt út á völlinn og allt að verða klárt.
Fyrir leik
Ledley King er aldrei þessu vant tilbúinn í slaginn og fer í vörnina í stað Sebastien Bassong sem færist á tréverkið.
Fyrir leik
Byrjunarlið Tottenham: Friedel, Walker, Kaboul, King, Assou-Ekotto, Lennon, Parker, Modric, Bale, Van der Vaart, Adebayor

Byrjunarlið QPR: Kenny, Derry, Hall, Taarabt, Faurlin, Traore, Barton, Young, Wright-Phillips, Ferdinand, Heiðar Helguson.

Okkar maður auðvitað í byrjunarliðinu. Hefur verið virkilega öflugur í síðustu leikjum og skoraði sigurmarkið gegn Chelsea fyrir viku.
Fyrir leik
Margblessuð og sæl á þessum fína sunnudegi. Það er aðeins einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í dag og verður hann í beinni textalýsingu hjá okkur. Heiðar Helguson og félagar í QPR heimsækja Tottenham á White Hart Lane.

Tottenham er í sjötta sæti og getur með sigri komist upp að hlið Chelsea sem er í þriðja sætinu. QPR er í tólfta sæti en fer upp í áttunda ef liðið fær öll stigin í dag.

Hvetjum ykkur eindregið til að skrifa færslur um leikinn á Twitter og nota hashtagið #fótbolti til að hægt sé að flokka færslurnar.
Byrjunarlið:
1. Paddy Kenny (m)
4. Shaun Derry ('46)
5. Fitz Hall ('9)
7. Adel Taarabt ('46)
11. Alejandro Faurlin
13. Armand Traore
17. Joey Barton
18. Luke Young
22. Heiðar Helguson
32. Shaun Wright-Phillips
35. Anton Ferdinand

Varamenn:
3. Clint Hill
6. Danny Gabbidon ('9)
10. Jay Bothroyd ('46)
12. Jamie Mackie ('46)
14. Akos Buzsaky
21. Tommy Smith
26. Brian Murphy (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: