Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   mán 03. október 2011 20:22
Elvar Geir Magnússon
Taarabt rauk beint á strætóstoppistöð
Mynd: Twitter
Aadel Taarabt rauk af leikvangnum í hálfleik þegar QPR tapaði 6-0 fyrir Fulham um helgina. Taarabt var skipt af velli í hálfleik eftir að hafa lent í deilum við knattspyrnustjórann Neil Warnock.

Taarabt fór beint á næstu strætóstoppistöð. Kerry Smith, stuðningsmaður QPR, tók eftir honum og tók meðfylgjandi mynd sem hún setti svo á Twitter.

Neil Warnock, stjóri QPR, sagðist á blaðamannafundi ekki vita hvort Taarabt hefði rokið í burtu, það væru aðrar áhyggjur sem væru stærri. Hann gekk svo út af fundinum þegar blaðamenn héldu áfram að spyrja út í Taarabt.

Taarabt var besti leikmaður Championship-deildarinnar í fyrra en hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili. Hann hefur misst fyrirliðabandið til Joey Barton og enn ekki náð að skora í úrvalsdeildinni.
banner
banner