City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
1
1
ÍBV
Árni Vilhjálmsson '8 1-0
1-1 Jonathan Glenn '81
15.06.2014  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Í fínu lagi
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 680
Maður leiksins: Jonathan Glenn (ÍBV)
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Stefán Gíslason
10. Árni Vilhjálmsson ('88)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('58)
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('88)
15. Davíð Kristján Ólafsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
30. Andri Rafn Yeoman ('58)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('60)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks og ÍBV í 8. umferð Pepsi-deildar karla.

Bæði lið hafa ollið vonbrigðum á tímabilinu en Blikar eru með 5 stig í 10. sæti deildarinnar á meðan ÍBV er með 3 stig í botnsætinu.

Hvorugt liðið hefur unnið leik hingað til og spennandi verður að sjá hvort fyrsti sigurinn detti í dag eða hvort jafnteflin haldi áfram.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Árni Vilhjálmsson snýr aftur í lið ÍBV eftir leikbann en Elfar Árni Aðalsteinsson fer á bekkinn. Guðmundur Benediktsson ákveður einnig að setja Gísla Pál Helgason inn í hægri bakvörðinn fyrir Höskuld Gunnlaugsson.

Hjá ÍBV kemur reynsluboltinn Dean Martin aftur inn eftir leikbann auk þess sem Atli Fannar Jónsson kemur inn í liðið gegn sínum gömlu félögum í Breiðabliki. Ian Jeffs og Jón Ingason fara á bekkinn í þeirra stað.
Fyrir leik
Eyjamenn skoða völlinn og eru boðnir velkomnir á Kópavogsvöll með laginu ,,Lífið er yndislegt."
Fyrir leik
Þingmaðurinn Willum Þór Þórsson er aðstoðarþjálfari Blika. Hann er mættur út á völl að hita sína menn upp og er að sjálfsögðu í stuttbuxunum.

Willum tók sig til og skúraði klefann hjá Blikum eftir leik liðsins gegn Fylki í Árbænum síðastliðinn miðvikudag.
Fyrir leik
Jóhann Laxdal er spámaður umferðarinnar á Fótbolta.net. Gefum Jóa orðið.

Breiðablik 1 - 1 ÍBV
Breiðablik stefnir á að koma sér almennileg af stað í deildinni en giska á að ÍBV munu spila mikla vörn eins og þeir gerðu á móti FH og stoppa það þannig ætla setja 1-1. Mark ÍBV kemur í fyrri hálfleik og verður það Brynjar Gauti sem stangar boltann inn eftir hornspyrnu en hinn enginn annar en Guðjón Pétur Lýðsson setur jöfnunarmark blika á bilinu 70-85 mín svo á Finnur Orri skot í slá stuttu eftir markið en meira verður það ekki.
Edda Sif Pálsdóttir
Ég er á leiðinni á Kópavogsvöll að sækja 3 stig. #secret #fotbolti
Fyrir leik
Fjölmiðlamenn hafa skilað inn spá fyrir leikinn.

Haraldur Árni Hróðmarsson, Stöð 2 Sport
Breiðablik 3 - 0 ÍBV

Hörður Snævar Jónsson, 433.is
Breiðablik 3 - 1 ÍBV

Pétur Hreinsson, Morgunblaðið
Breiðablik 1 - 0 ÍBV

Ari Erlingsson, Fréttablaðið
Breiðablik 2 - 2 ÍBV
Fyrir leik
Tryggingasölumaðurinn Gunnar Jarl Jónsson er með flautuna í dag. Gylfi Már Sigurðsson og Oddur Helgi Guðmundsson eru honum til aðstoðar.
Fyrir leik
Netið í öðru markinu er eitthvað að klikka. Leikmenn eru búnir að sparka á milli inni á vellinum í nokkrar mínútur á meðan þeir bíða eftir því að Magnús Valur Böðvarsson nái að sauma netið saman. Bö vélin er reynd í saumaskap og netið ætti að vera klárt innan tíðar.
Fyrir leik
Guðjón Orri Sigurjónsson, Gaui Carragher, tekur lífinu með ró með kaffibolla á bekknum hjá ÍBV. Hann hefur mátt sætta sig við að sitja á bekknum lengst af í sumar.
1. mín
Maggi Bö er búinn að sauma netið. Leikurinn er hafinn!
2. mín
Svona eru liðin í dag.

Gulli
Gísli Páll - Elfar - Damir - Arnór
Stefán - Finnur
Tómas Óli - Guðjón - Elvar Páll
Árni Vill

Abel
Jökull - Eiður - Brynjar Gauti - Garner
Gunnar - Arnar Bragi
Dean Martin - Atli Fannar - Víðir
Glenn
6. mín
Fyrsti rangstöðudómurinn. Skeiðarinn í vinstri bakverðinum, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, er gripinn í landhelgi.
7. mín
Bæði lið eiga ágætis sóknir. Fyrst var Árni Vilhjálmsson nálægt því að fá færi hjá Blikum og á hinum enda vallarins komst Atli Fannar í færi en skaut hátt yfir.
8. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni stimplar sig inn eftir leikbannið með marki. Fær boltinn skoppandi rétt fyrir innan vítateigslínuna og smellir honum á lofti með vinstri fæti. Vel gert hjá Árna.
14. mín
Fínn kraftur í Blikum í byrjun. Eru betri aðilinn.
16. mín
Skemmtileg aukaspyrnuflétta hjá Blikum, beint af æfingasvæðinu hjá Gumma Ben. Arnór Sveinn endar á því að gefa fyrir á Elfar Frey sem skallar framhjá.
16. mín
Jonathan Glenn í dauðafæri! Var sloppinn í gegn en skot hans úr vítateigsboganum fer yfir markið.
22. mín
Abel Dhaira grípur fyrirgjöf en keyrir samherja sinn Jökul Elísabetarson niður í leiðinni. Jökull harkar þetta af sér.
29. mín
Jonathan Glenn hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína í sumar en hann hefur átt fína spretti hér í fyrri hálfleiknum hjá ÍBV. Glenn að lifna við.
32. mín
Árni Vilhjálmsson fær sendingu inn fyrir og tekur boltann laglega á kassann en er dæmdur rangstæður.
34. mín
Tómas Óli Garðarsson með skemmtilega vippu fyrir utan vítateig en Abel Dhaira er vandanum vaxinn og slær boltann í horn.
45. mín
Guðjón Pétur með þrumuskot úr aukaspyrnu af 27 metra færi sem Abel ver í stöngina.
45. mín
Hálfleikur Blikar leiða verðskuldað með marki frá Árna Vilhjálmssyni. Er fyrsti sigur sumarsins að koma í Kópavoginn?
45. mín
Einungis 680 áhorfendur á leiknum í dag. HM að hafa áhrif á mætinguna.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn.
53. mín
Gunnleifur Gunnleifsson í vandræðum með aukaspyrnu hjá Víði Þorvarðarsyni af löngu færi. Gunnleifur missir boltann en nær honum síðan aftur.
58. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Dean Martin (ÍBV)
58. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
Liðin byrja að skipta inn á.
60. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
63. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
64. mín
Matt Garner með ágætis aukaspyrnu sem Gunnleifur slær í horn.
65. mín
Hvernig endaði þetta ekki með marki?? Ótrúlegur darraðadans á vítateig Blika eftir hornspyrnu Eyjamanna. Nánast allir leikmenn Breiðabliks eru inn í markteignum og þeir ná að komast fyrir hvert skotið á fætur öðru. Blikar björguðu oftar en einu sinni á línu í þessari sókn!
69. mín
Inn:Ian David Jeffs (ÍBV) Út:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV)
74. mín
Varamaðurinn Andri Rafn Yeoman með fínt skot en Abel er vandanum vaxinn.
76. mín
Tómas Óli Garðarsson er að komast í fínt færi en Eiður Aron Sigurbjörnsson hleypur hann uppi. Einhverjir Blikar vilja vítaspyrnu en Gunnar Jarl dæmir ekkert.
78. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Eiður Aron fer meiddur af velli. Matt Garner tekur stöðu hans í hjarta varnarinnar og Jón Ingason kemur í vinstri bakvörðinn.
81. mín MARK!
Jonathan Glenn (ÍBV)
Langur bolti sem skapar usla í vörn Blika. Gunnleifur fer út á móti og grípur í tómt því Glenn skallar boltann yfir hann og jafnar! Sjaldséð mistök hjá Gunnleifi.

Glenn er núna búinn að skora í tveimur leikjum í röð og er kominn með þrjú mörk í Pepsi-deildinni í sumar eftir erfiða byrjun.
88. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni fer meiddur af velli.
90. mín
Atli Fannar með þrumuskot fyrir utan vítateig en boltinn rétt framhjá. Ná liðin að finna sigurmark hér í viðbótartíma?
Leik lokið!
Leik lokið með 1-1 jafntefli og bæði lið því ennþá í leit að fyrsta sigri sumarsins.

Blikar hafa nú gert sex jafntefli í fyrstu átta umferðunum og Eyjamenn fjögur!

Nánar verður fjallað um leikinn á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn
Matt Garner
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('78)

Varamenn:
5. Jón Ingason ('78)
15. Devon Már Griffin
17. Bjarni Gunnarsson ('58)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs
Yngvi Magnús Borgþórsson

Gul spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('63)

Rauð spjöld: