Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   sun 15. júní 2014 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Willum skúraði klefann í Árbænum
Willum og Gummi Ben eftir leikinn í Árbænum.
Willum og Gummi Ben eftir leikinn í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla á miðviudaginn. Um var að ræða fyrsta leikinn á Fylkisvelli við nýja og glæsilega stúku en einnig fyrsta leik Breiðabliks liðsins undir stjórn Guðmundar Benediktssonar sem tók við af Ólafi H. Kristjánssyni sem er farinn út í víking til Danmerkur.

Aliþngismaðurinn Willum Þór Þórsson er aðstoðarmaður Guðmundar með liðið og var í fyrsta sinn á bekknum með honum í Árbænum. Willum hefur verið aðalþjálfari í fjölda ára en fær nú að reyna sig sem aðstoðarmaður.

Willum vakti strax lukku í fyrsta leik því umgengni um varamannaskýli og búningsklefa Breiðabliks í Árbænum þótti til mikillar fyrirmyndar. Þingmaðurinn gekk svo langt að fá lánaða moppu hjá starfsfólki í Árbænum til að skúra yfir klefann og tilkynnti að þetta var hluti af þeirra framkomu og að lið ættu alltaf að ganga frá eftir sig eins og komið væri að hlutunum.

Fylkismenn voru svo sáttir við þetta allt saman að eftir leik sendu þeir þakkarbréf í Kópavoginn. ,Breiðablik er greinilega fyrirmyndarfélag þegar kemur að góðri umgengni. Við viljum gjarnan að hrósið og þakklætið berist til leikmanna og starfsfólks meistaraflokksins," stóð þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner