Fram
0
1
Nömme Kalju
0-1
Fabio Seravalli Prates
'61
03.07.2014 - 19:15
Laugardalsvöllur
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Dómari: Jari Järvinen (Finnland)
Laugardalsvöllur
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Dómari: Jari Järvinen (Finnland)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Daði Guðmundsson
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
10. Orri Gunnarsson
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
11. Ásgeir Marteinsson
('63)
13. Viktor Bjarki Arnarsson
14. Halldór Arnarsson
30. Björgólfur Hideaki Takefusa
('72)
Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
8. Aron Þórður Albertsson
('63)
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson
13. Ósvald Jarl Traustason
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
33. Alexander Már Þorláksson
('72)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Reykjavík! Fram og Nömme Kalju frá Eistlandi mætast á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga í forkeppni Evrópudeildarinnar en um er að ræða fyrri leik liðanna. Sá seinni verður ytra í næstu viku.
Fyrir leik
Ef við rýnum í veðmálafenið þá eru Framarar örlítið sigurstranglegri. Stuðullinn er 2,50 á Fram en 2,60 á Nömme Kalju. Jafntefli gefur 3,20.
Fyrir leik
"Það er einhver huggulegur Japani í holunni hjá þeim, hann er hvað hættulegastur hjá þeim. Þeir eru líka með Brassa og það er alltaf ávísun á eitthvað sexý þegar Brassi er í liðinu," segir Arnþór Ari Atlason, leikmaður Fram, en viðtal við hann má sjá með því að smella hér.
Fyrir leik
Nömme Kalju varð meistari í Eistlandi í fyrsta sinn á því herrans ári 2012. Liðið leikur heimaleiki sína á Kadriorg leikvangnum í Tallin. Aðalbúningar liðsins eru svartir.
Fyrir leik
Það er svo sannarlega stuð hér í Laugardalnum enda Evrópukvöld. Andri Yrkill frá Morgunblaðinu spáir 2-0 sigri Fram. Stefán Árni Pálsson frá 365 miðlum spáir 0-0. Orri Erlingsson segir 2-0 fyrir Fram einnig. Niðurstaðan er því að meirihluti spáir 2-0 fyrir Fram.
Fyrir leik
12 gráðu hiti og smá vindur. Kiddi væntanlega sáttur við völlinn #Europaleague pic.twitter.com/Oh9GdxTHPY
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 3, 2014
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, lætur reynslumikla menn eins og Tryggva Svein Bjarnason, Daða Guðmundsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Viktor Bjarka Arnarsson og Björgólf Takefusa byrja.
Fyrir leik
Eins og áður sagði þá er Hidetoshi Wakui maðurinn í liði mótherjanna sem borgar sig að gefa gaum. Japaninn í holunni. Endilega notið kassamerkið #fotboltinet á Twitter ef þið eigið eitthvað hressandi í þessa textalýsingu.
Fyrir leik
Hér í fréttamannastúkunni eru allir Framarar í kvöld. Rætt er um hvaða Framlag er það besta. Stöngin inn er að skora hátt.
Magnús Valur Böðvarsson, yfirmaður Ósvalds:
Hvað er í gangi!!! Ósvald á bekknum hjá Fram og ég sem gaf honum frí eftir hádegi til að spila þennan leik #hringinæstibjarna #fotboltinet
Hvað er í gangi!!! Ósvald á bekknum hjá Fram og ég sem gaf honum frí eftir hádegi til að spila þennan leik #hringinæstibjarna #fotboltinet
Fyrir leik
Japaninn í holunni hjá Nömmemönnum. Þetta er gaurinn sem Fram þarf að stöðva í kvöld #Evrópudeildin #fotboltinet pic.twitter.com/hr62zMyl9b
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 3, 2014
1. mín
Leikurinn er hafinn - Okkar menn í Fram byrjuðu með boltann og sækja í átt að Laugardalslauginni. Í kvöld höldum við með Fram, það er bara þannig. Mun tala um "við" í þessari lýsingu.
5. mín
Gestirnir frá Eistlandi byrja betur, eru búnir að eiga tvær hættulegar fyrirgjafir sem ekkert kom út úr.
14. mín
Hætta upp við mark eistneska liðsins! Ásgeir Marteinsson vann boltann og sendi fyrir þar sem Björgólfur Takefusa var hársbreidd frá því að ná til boltans! Vel gert hjá Ásgeiri.
18. mín
Jói Kalli með aukaspyrnu af löngu færi, skaut hátt yfir markið. Þessi bolti endaði ofan á World Class í Laugum. Slök spyrna!
21. mín
VARIÐ!!! Allan Kimbaloula er hættulegastur í eistneska liðinu í byrjun. Átti skot í kjölfarið á hornspyrnu en Ögmundur gerði vel með því að verja!
25. mín
Ásgeir Marteinsson sprækur hér í upphafi leiks. Fór ákaflega illa með bakvörðinn geðþekka Tihhon Sisov en náði ekki nægilega góðri fyrirgjöf.
Magnús Valur Böðvarsson:
Með fullri virðingu fyrir ákvörðun Bjarna Guð þá held ég að þeir eigi talsvert meiri möguleika með ungu strákana #fotboltinet
Með fullri virðingu fyrir ákvörðun Bjarna Guð þá held ég að þeir eigi talsvert meiri möguleika með ungu strákana #fotboltinet
36. mín
Ansi lítið að gerast í leiknum þessa stundina. Gestirnir talsvert meira með boltann.
37. mín
Tveir hressir í Skotastúkunni. Ekki á allra færi að borga sig inn á #EuropaLeague pic.twitter.com/Zns2bCCMlK
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 3, 2014
41. mín
ARNÞÓR ARI Í HÖRKUFÆRI! Ásgeir Marteinsson lagði boltann skemmtilega upp á Arnþór Ara sem hitti boltann ekki nægilega vel. Arnþór lofaði mér einu marki í þessum leik. Það hlýtur að koma!
42. mín
Tryggvi Sveinn skallar yfir eftir horn! Þó gestirnir hafi verið meira með boltann eru Framarar ekki búnir að fá síðri færi.
45. mín
Hálfleikur - Markalaust þegar finnski dómarinn flautar til hálfleiks. Ekki líflegasti leikur sumarsins en alls ekki sá leiðinlegasti heldur!
45. mín
Fyrsta lagið sem er spilað í hálfleiknum er með Arnþóri Ara, leikmanni Fram. Sjá hér.
48. mín
Nömmemenn áttu aukaspyrnu á hættulegum stað. Spyrnan hinsvegar mjög léleg og flaug framhjá.
54. mín
Við í fréttamannastúkunni erum ekki sáttir með finnska dómarann! Hann er aðeins að klikka í sínum ákvörðunum núna. Fram átti að fá augljóst horn en ekkert var dæmt nema útspark.
56. mín
Stórhættuleg sókn Nömmemanna. Áttu skot úr þröngu færi en Ögmundur gerði vel með því að loka.
61. mín
MARK!
Fabio Seravalli Prates (Nömme Kalju)
Ojjjj bara. Þetta var ljótt mark! Ögmundur kom úr markinu og kýldi boltann beint á hausinn á Prates sem skallaði knöttinn í boga í fjærhornið. Mikilvægt útivallarmark.
68. mín
ROSASKOT HJÁ JÓA KALLA! Jóhannes Karl sýnir hvers megnugur hann er. Þrumuskot fyrir utan teig sem Vitali Teles varði með naumindum. Koma svo Framarar!
72. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram)
Út:Björgólfur Hideaki Takefusa (Fram)
Ferskir fætur að koma inn.
76. mín
Aron Þórður skyndilega í hörkufæri en var ekki í góðu jafnvægi. Skaut yfir markið. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru.
80. mín
ÞVÍLÍK RISPA! Viktor Bjarki með snilldartilþrif, lék sér að vörn Nömmemanna en skotið ekki nægilega gott og fer yfir. Össs, hefði verið rosalegt mark!
85. mín
Framarar reyna hvað þeir geta að ná marki. Gestirnir farnir að draga sig vel til baka og nota skyndisóknir. 0-1 yrðu frábær úrslit fyrir þá og 1-1 alls ekki slæm.
Byrjunarlið:
1. Vitali Teles (m)
4. Mikk Reintam
5. Alo Bärengrub
9. Damiano Quintieri
('86)
10. Allan Kimbaloula
13. Martin Vunk
14. Ken Kallaste
19. Janar Toomet
('74)
20. Fabio Seravalli Prates
75. Hidetoshi Wakui
77. Tihhon Sisov
Varamenn:
69. Richard Aland (m)
3. Henrik Pürg
6. Jorge Rodriguez
7. Reginald Mbu-Alidor
('86)
8. Karl Mööl
17. Robert Kirss
('74)
23. Mikhel Ainsalu
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Martin Vunk ('40)
Rauð spjöld: