Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
banner
   fim 03. júlí 2014 08:00
Arnar Daði Arnarsson
Arnþór Ari: Brassi er ávísun á eitthvað sexý
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistarar Fram mæta JK Nomme Kalju frá Eistlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna. Arnþór Ari Atlason leikmaður Fram er spenntur fyrir komandi verkefni sem er ekki enn búinn að ná tökum á nafninu á andstæðingunum.

,,Nafnið er aukaatriði. Ég veit að þetta er mjög gott lið. Þeir eru ofarlega í deildinni í Eistlandi og eru með flotta leikmann. Þetta verður virkilega erfitt verkefni og skemmtilegt samt sem áður," sagði Arnþór Ari sem segist vera búinn að "gúggla" liðið aðeins.

,,Það er einhver huggulegur Japani í holunni hjá þeim, hann er hvað hættulegastur hjá þeim. Þeir eru líka með Brassa og það er alltaf ávísun á eitthvað sexý þegar Brassi er í liðinu."

Fram-liðið er með mikið breytt lið frá síðustu árum og fáir í liðinu sem hafa tekið þátt í Evrópukeppninni.

,,Menn eru spenntir og vel gíraðir fyrir þetta verkefni. Það eru ekki margir í liðinu sem hafa spilað Evrópuleiki áður. Ég hef sjálfur beðið eftir þessu tækifæri mjög lengi. Maður fær ekki oft tækifæri til að spila svona leiki. Ég er orðinn mjög spenntur," sagði Arnþór Ari leikmaður Fram.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Laugardalsvelli.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner