Maracana
Úrslitaleikur HM
Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía)
Stutt eftir! Titillinn er á leiðinni til Þýskalands
Stoðsending: Andre Schurrle
Hvað ER með hárfléttuna á Palacio?! Þett'er of mikið/lítið! #hmruv #hm365
— Stefán Hilmarsson (@stefanhilmars) July 13, 2014
Væri vís með að safna í svona skott ef Palacio skorar sigurmarkið #trendsetter #hmruv #hm365 #fotbolti
— Kristján I. Gunnars (@Kristjan_Ingi) July 13, 2014
Þetta skott, þetta skott. #hmruv
— Hanna Eiríksdóttir (@Hannaeir) July 13, 2014
Hárið á Palacio er svo skelfilegt að þetta sjónvarpsefni ætti að vera bannað innan 16 #hmruv
— Kristján Einar (@KristjanEinar) July 13, 2014
It's been a World Cup of controversial challenges pic.twitter.com/c7K5oRrHXd
— United Rant (@unitedrant) July 13, 2014
5 - Only Cafu has been awarded more yellow cards (6) than Javier Mascherano in the World Cup. Bully.
— OptaJean (@OptaJean) July 13, 2014
Looked tasty (via @KICKTV) pic.twitter.com/WKhp4NlCwk
— 101 Great Goals (@102greatgoals) July 13, 2014
Farðu bara heim til Modena að teikna almenningsgarða Rizzoli, þú veist ekkert... #hmruv #fotbolti #RizzoliOut
— Orri Kristjánsson (@orrikristjans) July 13, 2014
Neuer sér hann allan tímann og veit hvað hann er að gera, víti og ekkert annað #friðhelgimarkmannsins #hmruv #fotbolti #hm365
— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) July 13, 2014
Aldrei brot hjá Neuer, mitt mat. Er á undan í boltann.
— Gummi Ben (@GummiBen) July 13, 2014
Ferðamálaráð Ríó greinilega með sinn mann í myndstjórn #sólsetur #hesusmeðsólinaífanginu #hmruv
— Þórarinn Hjálmarsson (@thorarinnh) July 13, 2014
Bæði lið hafa komist nálægt því að skora í þokkalega fjörugum hálfleik. Inn hefur boltinn ekki farið nema þegar Higuain var dæmdur rangstæður.
Argentína hefur fengið á sig færri mörk á mótinu en í síðasta HM-leik gegn Þýskalandi #hmruv
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) July 13, 2014
Kramer liggur eftir að hafa fengið þungt högg frá Garay! Leikurinn er stöðvaður. Þetta var ekki þægilegt!
Koma svo Argentina fyrir öll gjaldeyrissjóðs löndin! #fotbolti #hmruv #hm365
— Hjálmar Örn Jóhannss (@hjammi) July 13, 2014
Tom Brady and Ashton Kutcher at the World Cup final pic.twitter.com/chnkbmN0Mb
— 101 Great Goals (@102greatgoals) July 13, 2014
Ekki amalegur félagsskapur yfir úrslitaleiknum. Á leið í partí á vegum þýska sendiráðsins. #hmruv #hmpunkturnet pic.twitter.com/6epHBEzqMU
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 13, 2014
Get on BBC1 and watch coverage of the #worldcupfinal with myself @garylineker Mr Shearer & Mr Hansen pic.twitter.com/zyRwwG7pDI
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) July 13, 2014
Of course Argentina is going to win it in Brazil!!
— Aron Jóhannsson (@aronjo20) July 13, 2014
Dressa gamla manninn upp. #gameday #hmruv #jörbyguðmundurjörundsson pic.twitter.com/YSfRrCDWfP
— Bergur Guðnason (@bergurgudna) July 13, 2014
Mesut Özil: Has completed more passes in the final third (144) than any other player at World Cup 2014 #ger
— Arsenal Central (@_ArsenalCentral) July 13, 2014
Þýska liðið klárar þetta fyrir Merkel. Ég get ekki beðið eftir Podolski að uppfæra instagram-ið sitt með fullt af myndum af Merkel og mjöð.
— Arnar Smárason (@smarason1) July 13, 2014
Angela Merkel verður að sjálfsögðu í VIPpinu á eftir! pic.twitter.com/8m8b1Fbfwn
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 13, 2014
Pele tippar á Þýskaland. Það þýðir að Argentína vinnur á eftir
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) July 13, 2014
Ég held að Þjóðverjarnir taki þetta 2-1 í venjulegum leiktíma. Þjóðverjarnir hafa sýnt það að þeir eru rosalega sterkir. Þeir hafa svo mikið af vopnum og síðan hafa þeir bullandi trú. Ég hef því trú á að þeir verði sterkari en Argentína. Argentína er með fullt af flottum leikmönnum, það er ekki bara Messi. Það er hinsvegar mikið traust sett á hann í sóknarleik liðsins, það er ekki nokkur spurning. Það kæmi mér ekki á óvart að það væri markvarslan sem myndi skilja liðin að.
Held að Þýskaland taki þetta en vona fyrir Messi að hann vinni þetta! #hmstofan #fotboltinet
— Hafþór Karlsson (@HaffiKarls) July 12, 2014
Árið 1986 vann Argentína sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkó. Fjórum árum síðar voru Þjóðverjar krýndir heimsmeistarar eftir sigur gegn Suður-Ameríkuliðinu. Nú mætast þessar þjóðir í þriðja sinn í úrslitum.
Besta Evrópulið mótsins mætir besta Suður-Ameríku liðinu. Argentínumenn þrá að vinna á heimagrundu erkifjendanna í Brasilíu.
Þetta er einnig leikurinn þar sem Lionel Messi getur innsiglað sæti sitt sem einn allra besti, ef ekki besti, leikmaður sögunnar. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði sínu og fjórum sinnum verið kjörinn besti leikmaður heims. Hann er nú einum leik frá því að feta í fótspor Diego Maradona með því að leiða Argentínu til sigurs á HM.
Messi hefur verið í aðalhlutverki hjá Argentínu á mótinu, skorað fjögur mörk til þessa og bjó til markið sem Angel Di Maria skoraði í 16-liða úrslitum gegn Sviss. Di Maria hefur verið að glíma við meiðsli og ekki talið líklegt að hann spili í kvöld.
Sergio Aguero er þó í líklegu byrjunarliði Argentínu eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og komið við sögu í leiknum gegn Hollandi í undanúrslitum.
Þjóðverjarnir eru fullir sjálfstrausts eftir 7-1 sigur gegn Brasilíu í undanúrslitum. Þýskaland er talið sigurstranglegra liðið í kvöld enda vinnusöm vél sem hefur enga augljósa veikleika. Breiddin í hópnum er gríðarleg.
Thomas Muller hefur verið að skila mörkum í fremstu víglínu, er kominn með fimm mörk á mótinu. Hann er einu marki á eftir James Rodriguez sem skorað hefur sex mörk. Þá hefur Muller aldrei tapað leik þegar hann spilar gegn Messi.
Joachim Löw mun líklega tefla fram sama liði og byrjaði gegn Brasilíu. Þýskaland getur orðið fyrsta þjóðin frá Evrópu sem fagnar sigri á HM í Suður-Ameríku.