City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þýskaland
1
0
Argentína
Mario Götze '113 1-0
13.07.2014  -  19:00
Maracana
Úrslitaleikur HM
Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía)
Byrjunarlið:
1. Manuel Neuer (m)
4. Benedikt Höwedes
5. Mats Hummels
7. Bastian Schweinsteiger
8. Mesut Özil
11. Miroslav Klose ('88)
13. Thomas Muller
16. Philipp Lahm (f)
18. Toni Kroos
20. Jerome Boateng
23. Christoph Kramer ('31)

Varamenn:
12. Ron-Robert Zieler (m)
22. Roman Weidenfeller (m)
2. Kevin Grosskreutz
3. Matthias Ginter
6. Sami Khedira
9. Andre Schurrle ('31)
10. Lukas Podolski
14. Julian Draxler
15. Erik Durm
17. Per Mertesacker
19. Mario Götze ('88)
21. Shkodran Mustafi

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bastian Schweinsteiger ('29)
Benedikt Höwedes ('33)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞÝSKALAND ER HEIMSMEISTARI 2014!
119. mín
Hætta við mark Argentínu en fyrirgjöf Muller fer í gegnum teiginn. Enginn þýskur leikmaður í teignum.
117. mín
Messi með skalla úr fínu færi en boltinn rétt yfir.

Stutt eftir! Titillinn er á leiðinni til Þýskalands
113. mín MARK!
Mario Götze (Þýskaland)
Stoðsending: Andre Schurrle
ÞVÍLÍK AFGREIÐSLA!!! GÖTZE AÐ SKORA MARKIÐ SEM KEMUR HEIMSMEISTARATITLINUM TIL ÞÝSKALANDS?
110. mín
Hárflétta hins þunnhærða Rodrigo Palacio hefur vakið mikla athygli á Twitter!









108. mín
Schweinsteiger blóðugur eftir að Aguero flengdi höndinni í handlit hans. Aguero stálheppinn að hanga inn á!
108. mín
Þjóðverjar reyna að bygga upp sókn en öflug vörn Argentínu hefur staðiðst öll áhlaup hingað til.
106. mín
Síðustu fimmtán mínútur HM 2014 farnar af stað.
105. mín
Hálfleikur í framlengingu!
105. mín
Afskaplega lítið að frétta í þessari framlengingu þessa stundina. Styttist í að fyrri hálfleik hennar ljúki.
97. mín
Hummels missir af háum bolta og Palacios sleppur í gegn. Neuer gerir sig hinsvegar stórann og Palacios nær einungis að vippa hátt yfir hann áður en varnarmenn Þýskalands koma til bjargar og hreinsa.
92. mín
VÁ! Þrumuskot Andre Shcurrle er vel varið af Romero! Argentínumenn bruna í kjölfarið fram. Mikil læti strax á 1. mínútu framlengingarinnar!
91. mín
Framlengingin komin af stað!
90. mín
Framlengt! Markalaust eftir 90 mínútur.
90. mín
Þjóðverjar í sókn undir lokin. Tæp mínúta eftir af uppbótartímanum.
88. mín
Inn:Mario Götze (Þýskaland) Út:Miroslav Klose (Þýskaland)
Klose á leiðinni út af HM leik af öllum líkindum í síðasta sinn á ferlinum. Okkur ber skylda til að klappa fyrir þessum mikla meistara.
86. mín
Inn:Fernando Gago (Argentína) Út:Enzo Perez (Argentína)
85. mín
Þjóðverjar lögðu Argentínu í úrslitaleik HM 1990 með marki á síðustu 10 mínútunum. Gerist það aftur í kvöld?
84. mín
Góð mynd af samstuði Neuer og Higuain. Dæmi nú hver fyrir sig.


81. mín
Toni Kroos í fínu færi sem hann hefði á góðum degi þrumað í netið! Greinilega ekki góður dagur í dag. Ekki fyrsta færið sem Kroos misnotar í kvöld.
80. mín
Darraðadans í teig Argentínumanna en Þjóðerjar ná ekki valdi á boltanum!
77. mín
Inn:Rodrigo Palacio (Argentína) Út:Gonzalo Higuain (Argentína)
Higuain nagar sig eflaust í handabökin með að hafa klúðrað færinu í fyrri hálfleik
76. mín
Javier Mascherano hefur verið frábær á þessu móti. Hann var rétt í þessu að stöðva Andre Schurrle og nældi svo í aukaspyrnu. Í þessu er hann bestur.
74. mín
Messi á ferðinni fyrir utan teig Þjóðverja en skot hans siglir framhjá markinu.
70. mín
HM verðlaunastyttan bíður utan vallarins. 20 mínútur eftir af leiknum og ekkert sem bendir til þess að það verði skorað á næstunni.
69. mín
Mascherano að nálgast vafasamt met


66. mín
Fimmaur


65. mín Gult spjald: Sergio Aguero (Argentína)
Argentínumenn fá tvö gul spjöld með skömmu millibili.
64. mín Gult spjald: Javier Mascherano (Argentína)
63. mín
Misjafnar skoðanir á dómara leiksins eftir þetta atvik með Neuer og Higuain.








58. mín
Menn farnir að verða pirraður á tíðum myndum af Jesú Krist, sem gnæfir yfir Río.


57. mín
Neuer að mínu mati stálheppinn! Kemur á blindu hliðina á Higuain en nær til boltans. Þeir lenda síðan saman harkalega og Higuain, sem liggur eftir, er dæmdur brotlegur.
55. mín
Ró kominn aftur yfir leikinn eftir frekar kröftuga byrjun Messi og félaga í síðari hálfleik.
47. mín
Argentína hefur síðari hálfleikinn af krafti!! Messi í góðu færi en skot hans skoppar hárfínt framhjá
46. mín
Þar með er síðari hálfleikur farinn af stað.
46. mín
Inn:Sergio Aguero (Argentína) Út:Ezequiel Lavezzi (Argentína)
Argentínumenn gera breytingu í hálfleik. Sergio 'Kun' Aguero er kominn inn á.
45. mín
Hálfleikur!

Bæði lið hafa komist nálægt því að skora í þokkalega fjörugum hálfleik. Inn hefur boltinn ekki farið nema þegar Higuain var dæmdur rangstæður.
45. mín
Benedikt Höwedes svoooo nálægt því að skora!!! Hann er algjörlega ódekkaður eftir hornspyrnu og nær skalla sem fer í stöngina! Í kjölfarið var flögguð rangstæða þar sem boltinn hrökk í Thomas Muller
45. mín
Fyrri hálfleikur að renna sitt skeið. Tveimur minútum bætt við.
43. mín
Toni Kroos í ágætu færi við vítateiginn en hann nær engum krafti í skotið sem Romero grípur auðveldlega.
41. mín
Ágætur dómari leiksins, Nicola Rizzoli, tekur nokkra leikmenn til sín og lætur þá róa sig. Mönnum eitthvað heitt i hamsi.
39. mín
Gríðarleg hætta við mark Þýskalands! Lionel Messi reynist Þjoðverjum erfiður. Hann slapp í gegn utarlega i teignum og náði að koma boltanum fyrir markið. Þar náði Jerome Boateng hinsvegar að bjarga á elleftu stundu
36. mín
Fast skot varamannsins Andre Schurrle er vel varið af Sergio Romero
35. mín
Messi á sprettinum og er kominn upp að teig Þjóðverja þegar Schweinsteiger nær að hreinsa á síðustu stundu!
34. mín
Skemmtileg staðreynd!


33. mín Gult spjald: Benedikt Höwedes (Þýskaland)
31. mín
Inn:Andre Schurrle (Þýskaland) Út:Christoph Kramer (Þýskaland)
Kramer virðist ekki vera með fulle femm þegar hann er studdur af velli. Hann verður að fara af velli eftir höfuðhöggið áðan.
29. mín Gult spjald: Bastian Schweinsteiger (Þýskaland)
29. mín
MARK DÆMT AF ARGENTÍNU!!!! Fyrirgjöf Lavezzi hafnar fyrir fótum Higuain sem setur boltann í netið. Hann var hinsvegar réttilega dæmdur rangstæður!
28. mín
Romero ver skalla Thomas Muller úr góðu færi. Muller var hinsvegar rangstæður
21. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ HIGUAIN!!!!! Var sloppinn einn í gegn eftir hrikalegan skalla Toni Kroos. Framherjinn skaut hinsvegar framhjá, einn á móti Neuer!
16. mín
Enn ekki komið almennilegt færi í leikinn. Liðin leika skiljanlega af varkárni.

Kramer liggur eftir að hafa fengið þungt högg frá Garay! Leikurinn er stöðvaður. Þetta var ekki þægilegt!
8. mín
Messi fór illa með Hummels þarna! Miðvörðurinn átti ekkert í hraðabreytingar Messi, sem hann hinsvegar ekki samherja og Þjóðverjar bægja hættunni fra.
6. mín
Örugglega fleiri sem hafa komist að þessari niðurstöðu fyrir leikinn!

4. mín
Ekkert varð úr spyrnu Kroos sem hafnaði i veggnum. Bara fimmm Þjóðverjar stóðu yfir boltanum!
3. mín
Þjoðverjar eiga aukaspyrnu á vænlegum stað eftir brot á Klose.
1. mín
Úrslitaleikur HM er hafinn! Góða skemmtun
Fyrir leik
Kramer að byrja sinn fyrsta keppnisleik með Þýska landsliðinu. Sviðið gæti bókstaflega ekki verið stærra. Djúpa laugin myndi einhver segja.
Fyrir leik
Leikurinn alveg að byrja! Búið að spila þjóðsöngvana og allt að verða klárt á Maracana.
Fyrir leik
Hjálmar vill sjá Argentínu sigra af góðri ástæðu.

Fyrir leik
Sami Khedira varð i kvöld fyrir mest svekkjandi meiðslum ferilsins. Hann er dottinn úr byrjunarliðinu eftir að hafa meiðst í upphitun. Christoph Kramer tekur sæti hans í liðinu.
Fyrir leik
Ashton Kutcher og Tom Brady mættir á Maracana. Ekki töluð vitleysan þar!


Fyrir leik
Auk þess að fá helstu atvik leiksins beint í æð í þessari textalýsingu verður vel fylgst með umræðunni á Twitter. Taktu þátt í henni undir myllumerkjunum #hmruv / #hm365 / fotbolti og hver veit nema þitt innlegg rati inn í lýsinguna.
Fyrir leik
Styttist í leik. Ég ætla að draga mig í hlé en Daníel Freyr Jónsson sér um að lýsa sjálfum leiknum í þessari textalýsingu.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið Þýskalands: Neuer; Lahm, Boateng, Hummels, Howedes; Khedira, Schweinsteger, Kross; Ozil, Klose, Muller.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Aron Jóhannsson spáir Argentínu sigri.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðni Bergsson að gera sig kláran í HM-stofuna.

Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunalið Argentínu var að detta í hús: Romero; Zabaleta, Demichelis, Garay, Rojo; Pérez, Mascherano, Biglia, Lavezzi; Higuaín, Messi.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
76% lesenda Fótbolta.net telja að Þýskaland standi uppi sem sigurvegari í úrslitaleik HM í kvöld. Þetta er niðurstaða könnunar sem verið hefur á forsíðunni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson spáir 2-1 sigri Þýskalands:
Ég held að Þjóðverjarnir taki þetta 2-1 í venjulegum leiktíma. Þjóðverjarnir hafa sýnt það að þeir eru rosalega sterkir. Þeir hafa svo mikið af vopnum og síðan hafa þeir bullandi trú. Ég hef því trú á að þeir verði sterkari en Argentína. Argentína er með fullt af flottum leikmönnum, það er ekki bara Messi. Það er hinsvegar mikið traust sett á hann í sóknarleik liðsins, það er ekki nokkur spurning. Það kæmi mér ekki á óvart að það væri markvarslan sem myndi skilja liðin að.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Andrés Pétursson fór á HM 1986 þegar Vestur-Þýskaland og Argentína léku til úrslita í Mexíkó. Andrés skrifaði pistil um heimsókn sína og birtist hann á Fótbolta.net í gær. Argentína vann 3-2 sigur í úrslitaleiknum þetta árið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Vonandi verður þessi leikur skemmtilegri en þegar Vestur-Þýskaland og Argentína léku til úrslita á Ítalíu 1990. Argentína ætlaði greinilega að reyna að koma leiknum í vítaspyrnukeppni en það tókst ekki. Argentínumaðurinn Pedro Monzón fékk rautt spjald og Roberto Sensini fékk dæmda á sig vítaspyrnu rétt fyrir leikslok og V-Þýskaland tryggði sér sigur undir stjórn Franz Beckenbauer.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Einu besta heimsmeistaramóti sögunnar lýkur í kvöld með úrslitaleik Þýskalands og Argentínu.

Árið 1986 vann Argentína sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkó. Fjórum árum síðar voru Þjóðverjar krýndir heimsmeistarar eftir sigur gegn Suður-Ameríkuliðinu. Nú mætast þessar þjóðir í þriðja sinn í úrslitum.

Besta Evrópulið mótsins mætir besta Suður-Ameríku liðinu. Argentínumenn þrá að vinna á heimagrundu erkifjendanna í Brasilíu.

Þetta er einnig leikurinn þar sem Lionel Messi getur innsiglað sæti sitt sem einn allra besti, ef ekki besti, leikmaður sögunnar. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði sínu og fjórum sinnum verið kjörinn besti leikmaður heims. Hann er nú einum leik frá því að feta í fótspor Diego Maradona með því að leiða Argentínu til sigurs á HM.

Messi hefur verið í aðalhlutverki hjá Argentínu á mótinu, skorað fjögur mörk til þessa og bjó til markið sem Angel Di Maria skoraði í 16-liða úrslitum gegn Sviss. Di Maria hefur verið að glíma við meiðsli og ekki talið líklegt að hann spili í kvöld.

Sergio Aguero er þó í líklegu byrjunarliði Argentínu eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og komið við sögu í leiknum gegn Hollandi í undanúrslitum.

Þjóðverjarnir eru fullir sjálfstrausts eftir 7-1 sigur gegn Brasilíu í undanúrslitum. Þýskaland er talið sigurstranglegra liðið í kvöld enda vinnusöm vél sem hefur enga augljósa veikleika. Breiddin í hópnum er gríðarleg.

Thomas Muller hefur verið að skila mörkum í fremstu víglínu, er kominn með fimm mörk á mótinu. Hann er einu marki á eftir James Rodriguez sem skorað hefur sex mörk. Þá hefur Muller aldrei tapað leik þegar hann spilar gegn Messi.

Joachim Löw mun líklega tefla fram sama liði og byrjaði gegn Brasilíu. Þýskaland getur orðið fyrsta þjóðin frá Evrópu sem fagnar sigri á HM í Suður-Ameríku.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Sergio Romero (m)
2. Ezequiel Garay
4. Pablo Zabaleta
8. Enzo Perez ('86)
9. Gonzalo Higuain ('77)
10. Lionel Messi (f)
11. Angel Di Maria
14. Javier Mascherano
15. Martin Demichelis
16. Marcos Rojo
22. Ezequiel Lavezzi ('46)

Varamenn:
12. Agustin Orion (m)
21. Mariano Andujar (m)
3. Hugo Campagnaro
5. Fernando Gago ('86)
11. Maxi Rodriguez
13. Max Meza
17. Federico Fernandez
18. Rodrigo Palacio ('77)
19. Sergio Aguero ('46)
19. Ricardo Alvarez
23. Jose Maria Basanta

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Javier Mascherano ('64)
Sergio Aguero ('65)

Rauð spjöld: