City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
1
4
KR
0-1 Aron Bjarki Jósepsson '27
0-2 Kjartan Henry Finnbogason '35
0-3 Almarr Ormarsson '38
Tonny Mawejje '40 1-3
1-4 Gary Martin '57
19.07.2014  -  16:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
3. Iain James Williamson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('60)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('70)
13. Arnar Sveinn Geirsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
6. Daði Bergsson ('60)
9. Patrick Pedersen ('45)
11. Sigurður Egill Lárusson ('70)
14. Gunnar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Haukur Páll Sigurðsson

Gul spjöld:
Mads Lennart Nielsen ('86)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl.

Hérna verður bein textalýsing frá STÓRleik Vals og KR á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

Fyrir leik
KR-ingar sitja í 3.sæti með 19 stig og verða hreinlega að landa sigri á erfiðum útivelli í dag ætli þeir sér að halda sér í toppbaráttu.

Valsarar verða einnig að sækja til sigurs hér í dag því Evrópusæti er í húfi, þeir eru í 6.sæti með 15 stig.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á gervigrasvellinum í Laugardal þann 4.maí og hafði Valur þá 1-2 sigur á stórveldinu.
Fyrir leik
Baldur Sigurðsson fyrirliði KR kvartaði undan kvöldsólinni í leik þessara liði í fyrri umferð. Hann þarf engar áhyggjur að hafa af því að blindast af einhverri sól hér í dag, því gula skrípið hefur ekki látið sjá sig hérna á suðurlandinu síðustu vikur.
Fyrir leik
Gaman verður að sjá nýju menn Vals spreyta sig, þá Tonny Mawejje, Daða Bergss og Billy. Þeir munu án nokkurs vafa styrkja þetta Valslið til muna !
Fyrir leik
Greinilegt að Rúnar Kristins ætlar líka að hrista upp í sínu liði, Balbi, Farid og Atli fá sér allir sæti á bekknum, inná fyrir þá koma Óskar Örn, Almar og Kjartan Henry, oft þekktur sem Kristján Henry. Sókndjarfar skiptingar.
Fyrir leik
Liðin eru í óða önn að hita upp vöðva líkamans fyrir komandi átök. Nokkrir stuðningsmenn mættir í stúkuna. Styttist í þetta.
Fyrir leik
Engan Gumma Hreiðarss er að sjá í upphitun markvarða KR. Sindri Snær sér því um að hita upp Stefán Loga. Spurning hvort Gummi sé enn að fagna Þýska heimsmeistaratitlinum.
Fyrir leik
5 mínútur í þetta, liðin komin inn í klefa og fá þar síðasta ,,peppið" frá þjálfurunum.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn.
1. mín
Leikurinn er hafinn
2. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Liðin að finna sig bara.
4. mín
KR ingar með fyrirgjöf sem Mads sér um að koma í burtu.
4. mín
Haukur Heiðar með flotta fyrirgjöf sem Fjalar misreiknaði all svaðalega, Emil fær mjög gott færi en Maggi Lú fórnar sér fyrir boltann. Horn.

Sem ekkert verður úr.
5. mín
Þarna var Fjalar stál heppinn, ætlaði að kýla boltann burt en slær eitt gott vindhögg í staðin, heppinn að það voru komnir menn fyrir aftan hann í cover.
6. mín
Einhver misskilningur inná miðju Valsara, Kolli og Kristinn Ingi ekki viss um hvor ætti að taka boltann og boltinn endar fyrir framan fætur Jónasar Guðna.
7. mín
Tonny reynir sendingu innfyrir á Kristinn Inga, sem virtist vera sloppinn, en Grétar skilur löppina eftir og kemur hættunni frá.
9. mín
Haukur Heiðar enn og aftur með góða fyrirgjöf sem skapar mikla hættu inn í Vals teignum, Fjalar nær ekki alveg til boltans en Gary er dæmdur brotlegur fyrir hindrun.
10. mín
Fjalar virkar hrikalega óstöðugur í byrjun leiks.
11. mín
Kjartan Henry stekkur upp í skallabolta gegn Bjarna Ólafi og Bjarni liggur eftir með höfuðmeiðsl. Sigðurður Egill er sendur að hita, við skulum vona að þetta sé ekki alvarlegt, sá ekki nægilega vel hvað gerðist.
12. mín
Bjarni er kominn utanvallar og fær aðhlynningu, þetta lítur ekki vel út.

Kjartan Henry er á sama tíma dæmdur rangstæður í KR sókn.
13. mín
Bjarni kominn inná. KR-ingar í þungri sókn. En Tonny skerst inn í leikinn og vinnur boltann vel, þvílíkur styrkur að fá þennan leikmann, hefur verið flottur það sem af er leik.
15. mín
Billy og Kristinn Freyr með gott samspil sem fer síðan upp kantinn þar sem Kristinn Ingi fær afbragðs færi en skotið slakt, varið í horn.
16. mín
Ekkert varð úr horninu, Stefán Logi greip hann.
17. mín
Billy með flottann sprett upp hægri kantinn, fær sendingu upp að endalínu og reynir að koma honum fyrir en Jónas Guðni sér til þess að það gerist ekki og gefur horn í staðinn.

Ekkert verður úr því.
19. mín
Klafs á vinstri kantinum, boltinn fer svo í horn sem Valur á.

Maggi Lú með frábæra spyrnu beint á hausinn á Kolbeini sem á afleitan skalla beint framhjá af fjærstönginni. Þarna hefði hann mátt gera betur.
22. mín
Kolbeinn stekkur upp í skallabolta nálægt Vals bekknum, og er hreinlega bara heppinn að skriðtækla ekki Magga Gylfa, þarna hefði hann getað meitt gamla manninn.
24. mín
Fyrirgjöf frá hægri frá Gary, á fjærstöng þar sem Emil skallar hann aftur fyrir á Kjartan Henry sem leggur hann út í teiginn á Baldur sem á slappt skot á markið. Fín sókn.
27. mín MARK!
Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
MAAAAAARK!!!

Sending fyrir frá hægri kantinum, beint á kollinn á Aroni Bjarka sem skallar hann sláin inn.
29. mín
Björn Zoega fyrrverandi forstjóri Landsspítalans er mættur niður á hliðarlínuna að hlúa að Bjarna Ólafi sem er orðinn bólginn undir hægra auga eftir samstuðið við Kjartan Henry áðan.
31. mín
KR á aukaspyrnu frá hægri kantinum, smá samstuð hjá Mads og Grétar sem tefur spyrnuna. Spyrnan kemur svo og hafnar beint í lófum Fjalars.
33. mín
Flott sending frá Arnari Svein frá vinstri kantinum beint á fjærstöngina, Kristinn Ingi var örlítið of seinn og boltinn fer afturfyrir endamörk.
33. mín
Gary með flottan sprett upp vinstri kantinn og kemur með fyrirgjöf sem fer undir Magga Lú og Mads ,,slæsar" boltann útaf í horn.

Valur kemst í sókn úr horninu en klaufaleg sending frá Mads verður til þess að boltinn endar hjá Stefáni Loga.
35. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Kjartan Henry, Kristján Henry. Kallið hann það sem þið viljið, hann tekur boltann niður, og eiginlega klippir boltann í netið af stuttu færi, beint í fjærhornið !!!
38. mín MARK!
Almarr Ormarsson (KR)
HVAÐ ER Í GANGI !!!!!

Almarr fylgir vel á eftir skoti Kjartan Henrys, 0-3 á Hlíðarenda !!!!!!
39. mín
Hægt að setja spurningamerki við Fjalar í 3.markinu, slær boltann í stórhættulegt svæði og fær það í bakið.
40. mín
KR-ingar leggja þennan leik frábærlega upp, bíða átekta og ráðast svo á Valsarana þegar færi gefst.
40. mín MARK!
Tonny Mawejje (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Í SÍNUM FYRSTA LEIK !!

Tonny Mawejje klobbar hér Stefán Loga með föstu skoti af stuttu færi eftir flotta sendingu Kristins Freys.
42. mín
Fyrirgjafirnar frá KR, bæði frá Guðmundi af vinstri kantinum og Hauki frá hægri kantinum eru að skapa gríðarlega mikla hættu í teig Valsmanna og eiga þeir erfitt með að kljást við þær.
44. mín
Arnar Sveinn með sendingu frá hægri inn á Kolbein en boltinn endar hjá Stefáni Loga.
45. mín
Hálfleikur.
45. mín
Fjörugur endir á flottum fyrri hálfleik, ég ætla ekkert að lofa neinum mörkum í seinni hálfleik uppí ermina á mér. Vonumst bara eftir jafn skemmtilegum seinni hálfleik.
45. mín
Leikurinn er hafinn !

Fyrir þá sem ekki skilja Kristján Henry grínið hjá Fótbolta.net geta smellt Hér og séð hvað Geir Ólafs telur vera atvik sumarsins.
45. mín
Inn:Patrick Pedersen (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
Sterkt að endurheimta þennan sterka dana.
49. mín
Seinni hálfleikur fer svipað af stað og sá fyrri, Valsarar sækja meira og KR bíður átekta, engin alvöru færi komið enn.
51. mín
Þarna vilja KR-ingar fá hendi en boltinn fer í hönd Kristins, þeir fá hins vegar bara horn, sem Valsarar hirða og sækja hratt..
53. mín
Hættuleg sókn hjá Val og Stefán Logi ver frábærlega frá Patrik en hann hefði ekki þurft þess því Patrik var rangstæður.
57. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Gary er að fara HAAAAAMFÖRUM !!!

Fylgir hér vel á eftir frábæru skoti frá Almari, sem Fjalar ver stórkostlega, en Bjarni Ólafur fylgir Gary ekki inn í teiginn og kláraði hann því boltann í autt markið af stuttu færi.
60. mín
Inn:Gunnar Þór Gunnarsson (KR) Út:Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
60. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Í sínum fyrsta leik fyrir Val.
63. mín
Daði Bergss kemur vel inn hjá Val, á góðan sprett upp vinstri kantinn og með sendingu út í teig á Tonny sem misreiknar boltann eitthvað og setur hann beint útaf.
65. mín
Fín sending frá hægri kanti frá Gary Martin inn á teiginn, en Fjalar grípur hann.
65. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
Maður leiksins, nema eitthvað stórfenglegt gerist.
67. mín
Emil með skot rétt fyrir utan teig, en langt framhjá því miður.
70. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
71. mín
Dauft yfir þessum leik núna.
73. mín
Klaufagangur í KR vörninni, slöpp sending frá Aroni Bjarka, sem Patrik kemst inní, en Stefán Logi ver frábærlega í horn.

Sem Kjartan Henry dúndrar í burtu af nærstönginni.
76. mín
Inn:Egill Jónsson (KR) Út:Haukur Heiðar Hauksson (KR)
3 og síðasta skipting KR.
79. mín
Frábær leikur hjá Stefáni Loga, grípur hér spyrnu frá Magga Lú sem kom utarlega í teiginn, var þarna frekur.
81. mín
Valsmenn alltaf að reyna að sækja, núna kom fín sending frá Tonny innfyrir, en Grétar skýldi boltanum frá Daða sem reyndi að elta.
83. mín
Flott fyrirgjöf frá Agli Jónss. En því miður grípur vindurinn hana og boltinn fer afturfyrir endamörk.
84. mín
Þessi seinni hálfleikur ekki verið uppá marga fiska, stuðningsmenn Vals farnir að tía sig heim.
85. mín
Kjartan Henry liggur hér eftir samstuð við Arnar og Bjarna. Haltrar útaf.
86. mín Gult spjald: Mads Lennart Nielsen (Valur)
Pirringsbrot. Brýtur á Kjartan Henry sem er við það að komast einn í gegn.

Aukaspyrna á stóóórhættulegum stað.
87. mín
Flott tilraun frá Gunnari sem Fjalar ver.
90. mín
Flott syrpa hjá Val.

Sem endar með broti hægra megin við teiginn á hættulegum stað, Patrik tekur spyrnuna..

Hátt yfir.
91. mín
Almarr klúðrar gráupplögðu færi, er of lengi að þessu og varnarmenn Vals mættir.
92. mín
Magnús Lúðvíksson með skelfilega aukaspyrnu sem Þorsteinn Már tekur á kassann og geysist upp, en hann Billy nær að hreinsa upp eftir hann.
Leik lokið!
Öruggur sigur KR.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson ('76)
7. Gary Martin ('65)
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Emil Atlason
11. Almarr Ormarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson ('60)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
5. Egill Jónsson ('76)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('65)
23. Atli Sigurjónsson
24. Abdel-Farid Zato-Arouna

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: