City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fram
4
3
Fylkir
0-1 Albert Brynjar Ingason '21
Aron Bjarnason '31 1-1
1-2 Andrew Sousa '38
Arnþór Ari Atlason '43 2-2
2-3 Ásgeir Örn Arnþórsson '54
Ósvald Jarl Traustason '57
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '63 3-3
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '81 4-3
04.10.2014  -  13:30
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
9. Haukur Baldvinsson
10. Orri Gunnarsson
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
13. Ósvald Jarl Traustason
15. Ingiberg Ólafur Jónsson ('37)
16. Aron Bjarnason ('88)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('90)

Varamenn:
12. Ragnar Olsen (m)
2. Hafþór Mar Aðalgeirsson
8. Einar Bjarni Ómarsson ('37)
11. Ásgeir Marteinsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('88)
33. Alexander Már Þorláksson ('90)

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Haukur Baldvinsson ('90)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('85)
Tryggvi Sveinn Bjarnason ('45)
Hafsteinn Briem ('23)

Rauð spjöld:
Ósvald Jarl Traustason ('57)
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og Fjölnis í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Fylkismenn eiga enn möguleika á að ræna fjórða sætinu og komast í Evrópu. Ef þeir vinna Fram, Víkingur tapar og Valur vinnur ekki sinn leik þá fær Fylkir Evrópusætið.

Það verður hlutskipti Fram eða Fjölnis að falla en Fjölnismenn hafa þar tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðina. Þeir hafa jafnframt mun betri markatölu en Fram og nægir því jafntefli við ÍBV. Fram verður að vinna Fylki og treysta á að Fjölnir tapi.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Staða Fram er ansi svört en allir fimm álitsgjafar Fótbolta.net spá Fram falli í dag!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Daði Guðmundsson, leikmaður Fram:
Menn í hópnum hafa fulla trú á því að við getum bjargað okkur. Við verðum bara að einbeita okkur að því að vinna okkar leik og spáum ekki of mikið í öðru. Þetta er algjörlega nýtt lið og það mátti alveg búast við því að það tæki tíma að mynda nýtt lið en það hefur tekið aðeins lengri tíma en við vonuðumst eftir. Sama hver niðurstaðan verður þá vinnum við úr því. En að sjálfsögðu ætlum við okkur að vera uppi. Þetta er langt frá því að vera búið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Haustið er svo sannarlega komið í bæinn og það er frekar kalt og vindur og rigning. En það er samt að miklu að keppa fyrir bæði lið eins og fram kemur hér að neðan og vonandi að bæði lið gíri sig upp í þetta fjör.
Fyrir leik
Viktor Bjarki Arnarsson er á bekknum hjá Fram og er Guðmundur Steinn því með fyrirliðabandið hjá Fram í dag. Daði Guðmundsson fer einnig á bekkinn. Ósvald Jarl og Arnþór Ari koma síðan inn í liðið í dag.
Fyrir leik
Hjá Fylki fer Ragnar Bragi á bekkinn og Ásgeir Örn kemur í hans stað. Það er þeirra eina breyting.
Fyrir leik
Framarar þekkja þessa baráttu eða réttara sagt klúbburinn þekkir þessa baráttu, að vera í fallbaráttu í síðustu umferð. En staðan er kannski dekkri núna en hún hefur verið kannski áður. Ekkert annað en sigur í dag dugar þeim og að treysta því að ÍBV sigri Fjölni. Spennan í leikmannahóp Fram hlýtur að vera gríðarleg.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa átt góða seinni umferð og komið sér í þá ótrúlegu stöðu að eiga möguleika á evrópusæti sem kemur mikið á óvart miðað við hvernig sumarið byrjaði hjá þeim.
Fyrir leik
Það styttist í að leikurinn hefjist eða um í kringum 5 mínútur. Gunnar Jarl sem hefur verið einn albesti dómari sumarsins mun dæma hér í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Björn Valdimarsson
1. mín
Leikurinn er hafinn. Áfram veginn!
3. mín
Það heyrist vel í stuðningsmönnum Fylkis en þeir sjást ekki héðan úr blaðamannastúkunni. Reyndar sjást engir stuðningsmenn því þeir væntanlega sitja mjög ofarlega i stúkunni.
6. mín
Aron Bjarnason í dauðafæri en skot hans lenti í stönginni. Þarna voru Fylkismenn heppnir
11. mín
Fram er að byrja þennan leik af krafti og eru betri það sem af er.
12. mín
Það er komin grenjandi rigning á Laugardalsvellinum og það eru tíðindi í Grafarvoginum því að Fjölnismenn eru komnir yfir og Fram er því fallið ef þetta verður niðurstaðan.
18. mín
Fylkismenn í dauðafæri en skot þeirra framhjá.
21. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Ásgeir Örn Arnþórsson
MAAAAARRRRKKKKKKKKKKK! Frábærlega spiluð sókn hjá Fylkismönnum. Komust 5 á móti þremur og Albert Brynjar fékk sendingu inn í teignum og skoraði. Vel gert...vel gert!
23. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (Fram)
26. mín
Eins og staðan er núna að þá eru Fylkismenn komnir í Evrópusæti og hver hefði trúað því!
31. mín MARK!
Aron Bjarnason (Fram)
MAAAARRRRKKKKKK!!!!! Aron Bjarnason skorar eftir laglega sókn, komst upp vinstri kantinn og inn í teiginn og setti boltann framhjá öllum og í fjærhornið. Vel gert.
33. mín
Ingiberg Ólafur liggur hér eftir eftir högg.
37. mín
Inn:Einar Bjarni Ómarsson (Fram) Út:Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Ingiberg er farinn af velli vegna meiðsla sem hann hlaut hér rétt áðan og Einar Bjarni er kominn inn á.
38. mín MARK!
Andrew Sousa (Fylkir)
MAAAARRRKKKKKKKKKKKKKKK!!!!!!!! Andrew Sousa skorar úr hornspyrnu!!!! Hörður Fannar sló til boltans en hitti hann ekki nógu vel og boltinn fór í slánna innanverða og inn.
43. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Fram)
Stoðsending: Orri Gunnarsson
MAAARRRRKKKKK!!! Þetta er svo sannarlega leikur sem hefur allt. Orri átti flotta sendingu á Arnþór Atla sem komst einn inn fyrir og kláraði færið virkilega vel.
45. mín
Fram enn og aftur í sókn og Arnþór Atli á ferðinni, sendi boltann í staðinn fyrir að skjóta innan úr teignum og ekkert varð úr færinu.
45. mín Gult spjald: Tryggvi Sveinn Bjarnason (Fram)
45. mín
Það er kominnn hálfleikur í þessum stórkostlega leik. Vonandi að fjörið haldi áfram í seinni hálfleik.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný. Ég spái fleiri mörkum.
47. mín
Fylkismenn fengu færi strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Sousa með sendingu inn í teig en Agnar Bragi náði ekki til boltans
50. mín
Skallaeinvígi og Agnar Bragi lá eftir. En stóð svo á fætur eftir aðhlynningu.
54. mín MARK!
Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrew Sousa
MAAAARRRKKKKK! Sousa með sendingu inn i teiginn á Ásgeir sem átti ekki í vandræðum með að setja boltann í netið.
57. mín Rautt spjald: Ósvald Jarl Traustason (Fram)
Ósvald Jarl fær beint rautt eftir að hafa straujað Gunnar Örn. Klárt rautt spjald. Þetta verður erfitt fyrir Fram!
60. mín
Ég held að það sé ljóst að Fram er fallið. Þeir eru manni færri og undir hér í þessum leik og Fjölnismenn komnir í 2 - 0 á móti ÍBV.
63. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram)
Stoðsending: Aron Bjarnason
MAAAAAAAARRRKKKKKKKKKKK! FRAMARAR ERU EKKI HÆTTIR! Þeir löbbuðu í gegnum vörn Fylkis og Aron Bjarnason átti sendingu á Guðmund Stein sem jafnaði metin!
67. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Gunnar Örn Jónsson (Fylkir)
70. mín
Dauða dauða dauða færi. Oddur Ingi fékk frábæra sendingu og var einn á móti Herði sem gerði hrikalega vel og varði skot Odds
79. mín
Leikurinn hefur dottið aðeins niður síðustu mínútur.
79. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
80. mín Gult spjald: Tómas Þorsteinsson (Fylkir)
81. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram)
MAAAAARRRRRKKKKK!!!!!!!!!Guðmundur Steinn kemur Fram yfir þrátt fyrir að vera manni færri!!! Jói Kalli tók aukaspyrnu og renndi boltanum á Guðmund Stein sem skaut boltanum og boltinn virtist fara undir Bjarna í markinu.
85. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
85. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Finnur Ólafsson (Fylkir)
87. mín
Þessi leikur fellur undir að vera besti leikur sumarsins sem sá sem þetta ritar hefur séð.
88. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) Út:Aron Bjarnason (Fram)
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn. Ekki miklu bætt við held ég.
90. mín
Jú það er 4 mínútum bætt við!
90. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram)
90. mín Gult spjald: Haukur Baldvinsson (Fram)
90. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Leik lokið!
Leiknum er lokið! Fram er fallið og kveðja deild þeirra bestu þetta árið. Viðtöl og umfjöllun koma inn á síðuna seinna í dag.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Finnur Ólafsson ('85)
6. Andrew Sousa
7. Gunnar Örn Jónsson ('67)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
25. Agnar Bragi Magnússon
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('79)

Varamenn:
32. Björn Hákon Sveinsson (m)
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('85)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('67)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('79)

Liðsstjórn:
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Albert Brynjar Ingason ('90)
Tómas Þorsteinsson ('80)

Rauð spjöld: