City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland U21
1
1
Danmörk U21
0-1 Nicolaj Thomsen '90
Ævar Ingi Jóhannesson '90 , víti 1-1
14.10.2014  -  16:15
Laugardalsvöllur
Umspil um sæti á EM
Dómari: Istvan Vad (Ungverjalandi)
Byrjunarlið:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
2. Adam Örn Arnarson
4. Orri Sigurður Ómarsson
5. Hjörtur Hermannsson
6. Guðmundur Þórarinsson
7. Andri Rafn Yeoman
8. Arnór Ingvi Traustason
11. Ævar Ingi Jóhannesson
18. Þorri Geir Rúnarsson

Varamenn:
30. Anton Ari Einarsson (m)
3. Sigurður Egill Lárusson
5. Ásgeir Eyþórsson
10. Aron Elís Þrándarson
16. Árni Vilhjálmsson
17. Aron Heiðdal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('52)
Ævar Ingi Jóhannesson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ég er með óbragð í kjaftinum!! Leiknum er lokið og Danir fara á EM á útivallarmörkum! Þetta er ÖMURLEGT!!! Þeir skoruðu á 90. mínútu eftir langt innkast, hversu súrt?? Vel gert hjá Íslandi að berjast áfram og ná að jafna en það var lítið og of seint! Auk þess afskaplega vafasamur dómur þegar mark Ólafs Karls var dæmt af! En Ísland fer ekki til Tékklands, því miður.
90. mín Mark úr víti!
Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland U21)
MAAARK!!! HÓLMBERT JAFNAR METIN ÚR VÍTASPYRNUNNI!! KOMA SVO STRÁKAR, ÞAÐ ER KANNSKI EIN MÍNÚTA TIL STEFNU!!
90. mín
VÍTASPYRNA!!! SVERRIR FELLUR Í TEIGNUM OG VÍTI DÆMT!!! FÁUM VIÐ AÐ SJÁ EITTHVAÐ ÓTRÚLEGT???????
90. mín MARK!
Nicolaj Thomsen (Danmörk U21)
MARK!! EN GRÁTLEGT!! DANIR ERU AÐ SENDA OKKUR ÚR KEPPNI Á 90. MÍNÚTU LEIKSINS!!!! Nicolaj Thomsen skallar boltann í netið eftir langt innkast, Cornelius "flickaði" boltanum á Thomsen sem kom knettinum í netið! Þetta er búið, við þurfum tvö mörk í uppbótartíma!

89. mín Gult spjald: Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland U21)
Gult á Hólmbert fyrir hendi.
86. mín
Gummi Tóta tekur aukaspyrnuna en hún fer hátt yfir. Hann hefur alls ekki verið nógu góður í föstum leikatriðum í kvöld!
85. mín
Þung sókn hjá Íslandi endar með aukaspyrnu á stórhættulegum stað!!! Koma svo strákar!!!!!!


83. mín
Ég trúi því ekki að það hafi verið dæmt brot!! Endursýningar virðast sýna að þetta var bara klaufalegt hjá markmanninum!! Orri Ómarsson kom með þvílíkt langan og háan bolta inn í teig og Ólafur skoraði!! Óþolandi ef þetta kostar okkur EM sætið! Þetta er svo stór ákvörðun!

82. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ CORNELIUS!!!!! Hann fær dauðafrían skalla en skallar rétt framhjá!!
81. mín
MAAARRRKKK EN ÞAÐ ER DÆMT AF!!! Dómarinn dæmdi fyrst mark þegar Ólafur Karl Finsen nær að skalla inn eftir langa spyrnu, því markvörðurinn missti boltann!!! ÞETTA VAR EKKI BROT!!
81. mín
Fyrsta horn Íslands kemur loksins! Herfileg spyrna hins vegar frá Guðmundi.
80. mín Gult spjald: Jores Okore (Danmörk U21)
Okore fær gult fyrir að toga niður einn af okkar mönnum.
79. mín
Frábær sprettur hjá Danny Amankwaa, en Ólafur Karl kemur með frábæra tæklingu!

77. mín
Maður er alveg með í maganum!! Danirnir eru mikið búnir að dansa við íslenska teiginn en þó verður að segjast, líkt og í fyrri leiknum eru okkar menn að gefa fá færi á sér!
76. mín
Var þetta hugsanlega víti??? Andreas Christensen togar Gumma niður í teignum en ekkert dæmt!
75. mín
Danir fá sína tíundu hornspyrnu en Lasse Christensen skallar rétt yfir!


68. mín
Lasse Christensen með þrumuskot fyrir utan teig en það fer yfir markið.
67. mín
Óhætt að segja að þetta sé orðið virkilega stressandi núna. Danir eru farnir að sækja stíft!


65. mín
Þvílíkt DAUÐAFÆRI hjá Dönum!!! Cornelius gríðarlega sterkur og kemur boltanum á Nicolaj Thomsen sem er kominn einn í gegn í dauðafæri, en hann skýtur rétt framhjá!
58. mín
Þorri Geir er fáránlega góður á miðjunni. Hann er að finna alveg magnaðar sendingar á milli dönsku mannanna og hefur alveg í þrígang brotið þá vel upp.
55. mín
Leikurinn er aðeins að opnast! Ísland er farið að spila boltanum betur sín á milli en það gæti hins vegar opnað svæði fyrir Danina. Lítur ágætlega út samt!
52. mín
Jonas Knudsen með stórhættulega aukaspyrnu inn í teiginn sem svífur yfir alla! Sem betur fær náði Vestergaard ekki að koma hausnum í boltann og hann sigldi framhjá.
52. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Ísland U21)
Andri Rafn fær fyrsta gula spjald Íslands fyrir að toga niður einn danskan í upphlaupi.
48. mín
Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað til hliðar við teiginn. Gummi Tóta rennir boltanum út á Arnór Ingva sem hittir boltann hroðalega illa og skýtur nánast í Laugardalslaugina.
46. mín
Brynjar Gauti í dauðafæri!! Orri Sigurður kom með langan bolta inn í teig en fyrsta snerting Brynjars sveik hann gersamlega!! Þarna áttum við að skora!
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný, strákarnir okkar byrja með boltann og sækja að Laugardalslaug.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés. Staðan er 0-0!! Koma svo strákar, 45 mínútur eftir! Þið viljið fara til Tékklands!
45. mín
DAUUUÐAFÆRI HJÁ DÖNUM ÞEGAR LÍTIÐ ER EFTIR!!! Ólafur Karl með misheppnaða hreinsun í teignum, beint á Cornelius, þegar Frederik var kominn út úr markinu! Cornelius skaut svo beint í Sverri Inga, boltinn barst til Yosusef Toutouh sem skaut rétt framhjá!!
44. mín
Íslendingar hafa aðeins náð að þyngja sóknarleikinn undir lokin. Munaði litlu þarna að Arnór Ingvi kæmist einn í gegn! Vonandi ná þeir að klára fyrri hálfleik án þess að fá á sig mark og sækja aðeins meira í seinni.
40. mín
Ótrúlega efnileg sókn hjá Íslandi!! Virkileg hætta skapaðist í teignum en á endanum lenti sending frá Guðmundi aðeins fyrir aftan Hólmbert og Danir náðu að bjarga.
39. mín
Lasse Christensen með skot en Frederik ver léttilega.
35. mín
Ágætis sókn hjá Íslandi! Gummi Tóta með skemmtilega hælspyrnu upp kantinn á Hjört, sem kemur þó ekki með nógu góða fyrirgjöf og Dani skallar boltann úr teignum. Þar mætti Gummi askvaðandi og þrumaði boltanum en yfir markið.
31. mín
Andreas Cornelius fær tiltal fyrir að hrinda Arnóri Ingva. Orðinn vel pirraður.
26. mín
Fyrstu 25 mínúturnar eru Danir með sjö horn gegn engu horni Íslendinga! Segir margt um leikinn. Maður getur ekki annað en verið ansi stressaður, sérstaklega í ljósi þess að Danir hafa átt 2-3 mjög góð færi.
23. mín
HVAR HEFUR FREDERIK SCHRAM EIGINLEGA VERIÐ?? Cornelius kemst einn á móti honum en Frederik er fljótur að hugsa og lokar á hann! Hrottaleg varnarmistök en frábærlega bjargað hjá markverðinum!
18. mín
Danir eru einfaldlega mun sterkari og þessar upphafsmínútur hafa virkað eins og lokamínúturnar í fyrri leiknum, þar sem þeir sóttu án afláts. Ísland ekki að koma boltanum yfir miðju.
16. mín
Þarna munaði aftur litlu!! Danir fá enn eina hornspyrnuna sína og boltinn berst á Jannik Vestergaard, en fyrirliðinn skýtur boltanum í Arnór Ingva og yfir! Hornspyrna Dana í kjölfarið en á endanum er hættunni bægt frá.
13. mín
STÓRKOSTLEG MARKVARSLA HJÁ FREDERIK SCHRAM!! Andreas Christensen með hörkuskalla eftir langt innkast, en ÞVÍLÍK MARKVARSLA! Frederik að stimpla sig inn!
7. mín
Þessi leikur er ekki ósvipaður fyrri leiknum til að byrja með. Danirnir algerlega einvaldir á boltanum en hafa enn ekkert skapað af viti. Þetta verður bara þolinmæðisverk hjá okkar mönnum, þeir mega ekki fá á sig mark.
1. mín
Andreas Cornelius brunar áfram og nær skoti á markið en Frederik Schram fer og grípur boltann.
1. mín
LEIKURINN ER HAFINN og Danir byrja með boltann!! Í gær vann A-landsliðið stórkostlegan sigur gegn Hollandi. Nú viljum við sjá U21 liðið vinna jafn frábæran sigur gegn sterku liði Dana! ÁFRAM ÍSLAND!!!!
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir inn á völl með ungverska dómarann Istvan Vad í fararbroddi og nú eru þjóðsöngvar spilaðir.
Fyrir leik
Þá er Jores Okore kominn inn í liðið, en hann var með A-landsliðinu í fyrri leiknum. Þessi varnarmaður Aston Villa er mjög öflugur.
Fyrir leik
Alexander Scholz er sem fyrr í byrjunarliði Dana. Hann er kominn aftur til Íslands, þar sem hann endurlífgaði fótboltaferil sinn með magnaðri frammistöðu fyrir Stjörnuna. Er nú fastamaður í liði Lokeren í Belgíu, og er klárlega óskabarn okkar Íslendinga.
Fyrir leik
Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik í Álaborg, þegar lokatölur urðu 0-0. Danir voru orðnir virkilega pirraðir á því að finna engar glufur, en spurning er hvort leikurinn í kvöld verði svipaður.
Fyrir leik
Frederik er að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir U21 landsliðið! Hann gæti ekki komið á stærri tíma. Frederik hefur alla tíð búið í Danmörku og er hálf danskur.

Hér má lesa áhugavert viðtal við hann:

Hefur aldrei búið á Íslandi en spilar fyrir Ísland
Fyrir leik
BREYTING á íslenska hópnum!!! Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson dregur sig úr hóp vegna meiðsla og Frederik Schram kemur inn í hans stað.
Fyrir leik
Íslenska liðið má sjá hér til hliðar, en Þorri Geir Rúnarsson byrjar. Þá kemur Hjörtur Hermannsson inn í liðið.
Fyrir leik
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á völlinn og styðja strákana okkar. Þetta er gríðarlega stór leikur og við munum öll eftir því hvað það var gaman þegar síðasta U21 landslið sló út Skotland og fór í lokakeppnina. Hvar eru þeir í dag? Jú, þeir voru að vinna Holland 2-0 í gærkvöldi.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik U21 landsliða Íslands og Danmerkur í undankeppni EM 2015. Þetta er seinni umspilsleikur liðanna um sæti í lokakeppninni í Tékklandi, en fyrri leikurinn endaði 0-0 í Álaborg á föstudag.
Byrjunarlið:
1. Jakob Jensen
2. Alexander Scholz
3. Jores Okore
4. Jannik Vestergaard
5. Jonas Knudsen
6. Andreas Christiansen
7. Danny Amankwaa
8. Lasse Christensen
9. Andreas Cornelius
11. Nicolaj Thomsen

Varamenn:
16. David Raagaard Jensen (m)
13. Riza Durmisi
14. Jens Jönsson
15. Jeppe Andersen
17. Fredrik Sörensen

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jores Okore ('80)

Rauð spjöld: