Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fim 05. júní 2014 12:30
Alexander Freyr Tamimi
Hefur aldrei búið á Íslandi en spilar fyrir Ísland
Frederik Schram er markvörður í íslenska U21 landsliðinu
Frederik Schram hefur alltaf búið í Danmörku en spilar með Íslandi.
Frederik Schram hefur alltaf búið í Danmörku en spilar með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Innakstur bannaður - Það fer ekkert framhjá Frederik frekar en þessu skilti.
Innakstur bannaður - Það fer ekkert framhjá Frederik frekar en þessu skilti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég nýt þess mjög mikið að spila með Íslandi. Ég elska fólkið á Íslandi og ég á stóra fjölskyldu á Íslandi og ég hef komið hingað mjög oft. Þannig að það er ekki eins og þetta sé mér alveg ókunnugt.
„Ég nýt þess mjög mikið að spila með Íslandi. Ég elska fólkið á Íslandi og ég á stóra fjölskyldu á Íslandi og ég hef komið hingað mjög oft. Þannig að það er ekki eins og þetta sé mér alveg ókunnugt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var að spila í neðri deild en ég spilaði marga leiki og fékk góða reynslu með því að spila. Það er mjög mikilvægt að fá leikreynsluna, því það telur meira sem maður gerir á vellinum frekar en á æfingum. Það hjálpaði mér mikið að fá svona marga leiki.
„Ég var að spila í neðri deild en ég spilaði marga leiki og fékk góða reynslu með því að spila. Það er mjög mikilvægt að fá leikreynsluna, því það telur meira sem maður gerir á vellinum frekar en á æfingum. Það hjálpaði mér mikið að fá svona marga leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þannig að ef ég væri svo heppinn að þurfa að velja og er að standa mig vel, þá mun ég klárlega velja Ísland því mér finnst mjög mikilvægt að sýna hollustu í fótbolta.
,,Þannig að ef ég væri svo heppinn að þurfa að velja og er að standa mig vel, þá mun ég klárlega velja Ísland því mér finnst mjög mikilvægt að sýna hollustu í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það gæti verið gott fyrir landsliðsferilinn með Íslandi. Ég gæti komið og lært tungumálið betur, og ég elska íslenskan fótbolta. Ég reyni að fylgjast með honum eins vel og ég get.
,,Það gæti verið gott fyrir landsliðsferilinn með Íslandi. Ég gæti komið og lært tungumálið betur, og ég elska íslenskan fótbolta. Ég reyni að fylgjast með honum eins vel og ég get.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í byrjun var þetta svolítið skrítið, þá voru þeir að velta því fyrir sér hvað í fjandanum ég væri að gera þarna.
„Í byrjun var þetta svolítið skrítið, þá voru þeir að velta því fyrir sér hvað í fjandanum ég væri að gera þarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik August Albrecht Schram er 19 ára gamall markvörður sem spilað hefur með yngri landsliðum Íslands og er hann búinn að vera í hóp U21 landsliðsins í undankeppni EM 2015.

Fæstir Íslendingar þekkja líklega til Frederiks, sem er fæddur og uppalinn í Danmörku og hefur aldrei spilað á Íslandi.

Fótbolti.net skrapp til Borgarness í gær og ræddi við Frederik á hóteli íslenska U21 landsliðsins sem mætir Svíþjóð í vináttuleik á Akranesi á morgun.

„Saga mín er svolítið skrítin. Ég fæddist í Danmörku og hef alist þar upp. Ég á íslenska móður og danskan föður, og ég er ennþá íslenskur ríkisborgari. En ég lærði í raun aldrei að tala íslensku,“ sagði Frederik við Fótbolta.net.

Allt sitt líf búið í Danmörku
Þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf og alast í raun upp sem Dani, þá var hann ekki gjaldgengur á sínum tíma til að spila með yngri landsliðum Danmerkur og leitaði hann því til Íslands.

„Þegar ég var 15 eða 16 ára, þá æfði ég í fyrsta skiptið með U17 landsliði Íslands og stóð mig vel, og eftir það hélt ég áfram að æfa hérna í Reykjavík með öllum hinum strákunum í 95 árgangnum. Svo hef ég spilað með þeim í U17, U19 og svo núna U21 liðinu. En ég hef aldrei búið á Íslandi,“ sagði Frederik.

„Ég held að þetta hafi gerst þegar það var verið að velja í danska landsliðið þegar ég var um það bil 16 ára gamall, og þá gat ég ekki spilað þar því ég er íslenskur. Þá fórum við að skoða þann möguleika á því að spila fyrir Ísland og hvort eitthvað svipað kerfi væri í gangi þar.“

„Góður vinur minn var í tengslum við starfsmann KSÍ og hann lét vita að það væri Íslendingur í Danmörku að spila fótbolta og spurði hvort þeir hefðu áhuga á því að skoða hann. Hann sagði: „Já endilega, sendið hann hingað.“ Þannig að ég fór þarna á mína fyrstu æfingu og ég hef haldið áfram síðan þá.“


Veltu því fyrir sér hvað í fjandanum hann væri að gera þarna
Frederik segist kunna mjög vel við að spila með íslenska hópnum. Strákarnir taka honum vel, þó hann viðurkenni að þetta hafi verið undarlegt í fyrstu skiptin.

„Ég nýt þess mjög mikið að spila með Íslandi. Ég elska fólkið á Íslandi og ég á stóra fjölskyldu á Íslandi og ég hef komið hingað mjög oft. Þannig að það er ekki eins og þetta sé mér alveg ókunnugt, en þetta eru mjög góðir strákar og liðið og hópurinn í heild sinni er mjög fínn,“ sagði Frederik.

„Í byrjun var þetta svolítið skrítið, þá voru þeir að velta því fyrir sér hvað í fjandanum ég væri að gera þarna, því ég var ekki beint Íslendingur eins og allir hinir, ég talaði ekki tungumálið. En núna er þetta mun betra.“

„Strákarnir reyna að tala íslensku við mig og ég er alltaf að læra ný íslensk orð. Það er mjög erfitt fyrir mig að læra nýtt tungumál, en ég hef komið hingað í mörg ár og ég er farinn að skilja mjög mikið. Ég held bara áfram að reyna að tala eins mikið og ég get.“

„En stundum er betra að gera hlutina á ensku, ef skilaboðin eru mikilvæg. En ég reyni að spjalla á íslensku, því ég held að besta leiðin til að læra tungumálið sé að tala eins mikið og maður getur.“


Ari Freyr duglegur að kenna honum íslensku
Frederik hefur flakkað svolítið á milli félaga í Danmörku. Hann er nú á mála hjá stórliðinu OB og segist hafa lært mikið þar, en hann öðlaðist einnig mikla reynslu í neðri deildunum þar í landi.

„Ég hef verið hjá mörgum klúbbum, en í augnablikinu er ég hjá OB í Óðinsvéum þar sem ég bý einn í minni eigin íbúð. Ég hef spilað með OB í ár núna og samningur minn rennur út í sumar, þannig að ég verð að finna mér nýtt félag í sumar,“ sagði Frederik við Fótbolta.net.

„Ég var að spila í neðri deild en ég spilaði marga leiki og fékk góða reynslu með því að spila. Það er mjög mikilvægt að fá leikreynsluna, því það telur meira sem maður gerir á vellinum frekar en á æfingum. Það hjálpaði mér mikið að fá svona marga leiki, því það skiptir í raun ekki miklu hvort það er mjög góður leikmaður eða lélegur sem skýtur á mig, ég þarf samt að verja sama boltann.“

Frederik setur takmarki hátt en stefnir nú á að finna sér nýtt félag.

„Auðvitað vil ég komast eins langt og ég get. Ég vil vera sá besti og það er alltaf markmið mitt að ná því. Í augnablikinu einbeiti eg mér bara að því að finna rétta félagið fyrir mig. OB hefur verið rétta félagið fyrir mig undanfarið ár því ég hef bætt mig mikið og fékk að vera í faglegu umhverfi sem þeir eru með hjá OB. Við sjáum bara hvað tíminn leiðir í ljós,“ segir Frederk, sem átti í góðu sambandi við Ara Frey Skúlason hjá OB.

„Ég hef talað mikið við Ara Frey. Hann er frábær náungi og hann reynir líka alltaf að kenna mér smá íslensku þegar við hittumst. Við reynum að tala íslensku til að hafa þetta smá persónulegt. Hann er reyndar byrjaður að tala fína dönsku, hann var náttúrulega í Svíþjóð og sænska og danska eru ekkert svo ólík tungumál.“

Opinn fyrir því að spila í Pepsi deildinni
Þá er Frederik opinn fyrir því að koma til Íslands og spila í Pepsi-deildinni. Hann hefur miklar mætur á íslenska boltanum og er einnig til í að kynnast landi og þjóð betur.

„Það gæti verið möguleiki. Það væri líka gott fyrir mig og gæti verið gott fyrir landsliðsferilinn með Íslandi. Ég gæti komið og lært tungumálið betur, og ég elska íslenskan fótbolta. Ég reyni að fylgjast með honum eins vel og ég get, þannig að það væri klárlega möguleiki að spila hérna,“ sagði Frederik.

Hann segir að sumir í Danmörku líti niður á íslenskan fótbolta en segir þó að margir séu að átta sig á því að það sé mikið í íslenska boltann spunnið.

„Núna eru margir danskir leikmenn að koma til Stjörnunnar til dæmis. Jeppe Hansen, sem var í OB, kom í sumar, og þeir sem vita eitthvað smá um íslenskan fótbolta vita að þetta er í raun góð deild. Mér þykir það líka, því ég hef horft á leiki í Pepsi-deildinni og mér finnst þetta vera mjög góð deild. En þegar þú talar við suma heimska Dani um leiki, þá neita þeir að trúa því að 300.000 manna þjóð sé með góða fótboltadeild, en þeir sem vita eitthvað í sinn haus vita að þetta er góð deild,“ sagði Frederik.

„Alexander Scholz hætti í fótbolta í ár og fór svo til Stjörnunnar og stóð sig mjög vel þar. Svo fór hann til Lokeren og hefur gert virkilega góða hluti þar, og er á leið í enn stærra félag. Svo maður sér hvað hlutirnir geta gerst hratt.“

Frederik segir að ef hann lendi í þeirri aðstöðu að geta valið á milli íslenska landsliðsins og þess danska, þá muni hann velja Ísland. Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið á Íslandi þrátt fyrir að hafa alltaf búið í Danmörku.

„Ég held að það yrði ekki erfitt val. Ég er frekar tryggur einstaklingur og ég hef fengið stórt tækifæri frá þjálfurum og fólki hjá KSÍ til að sýna hvað í mér býr. Þannig að ef ég væri svo heppinn að þurfa að velja og er að standa mig vel, þá mun ég klárlega velja Ísland því mér finnst mjög mikilvægt að sýna hollustu í fótbolta,“ sagði Frederik, sem vonast til að geta byrjað gegn Svíum á morgun eftir bekkjarsetu í undankeppninni.

„Ég vonast til að byrja, ég veit það ekki enn. Þetta er vináttuleikur og ég vil alltaf spila, því það er ekkert gaman að sitja á bekknum. Ég hef gert það í síðustu sex leikjum eða svo því Rúnar hefur staðið sig frábærlega, en ég vil alltaf sýna fólkinu hvað í mér býr. Þannig að ég vonast auðvitað til að fá einhverjar mínútur á morgun,“ sagði hinn geðþekki Frederik Schram við Fótbolta.net að lokum.
Athugasemdir
banner