ÍBV
0
2
Stjarnan
0-1
Jeppe Hansen
'12
0-2
Þorri Geir Rúnarsson
'63
10.05.2015 - 17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Kalt úti en fínt fótboltaveður og völlurinn flottur
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 848
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Kalt úti en fínt fótboltaveður og völlurinn flottur
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 848
Byrjunarlið:
Andri Ólafsson
Jonathan Glenn
Guðjón Orri Sigurjónsson
2. Tom Even Skogsrud
('76)
5. Jón Ingason
5. Avni Pepa
6. Gunnar Þorsteinsson
('65)
11. Víðir Þorvarðarson
15. Devon Már Griffin
('76)
20. Mees Junior Siers
22. Gauti Þorvarðarson
Varamenn:
1. Abel Dhaira (m)
4. Hafsteinn Briem
('76)
7. Aron Bjarnason
('65)
17. Bjarni Gunnarsson
21. Dominic Khori Adams
23. Benedikt Októ Bjarnason
('76)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Víðir Þorvarðarson ('54)
Tom Even Skogsrud ('70)
Andri Ólafsson ('73)
Gauti Þorvarðarson ('80)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þorvaldur Árnason flautar hér til leiksloka og Stjarnan fer með fyllilega verðskulaðan sigur af hólmi á arfaslöku liði ÍBV í dag.
Þorri Geir er búinn að vera stórkostlegur í þessum leik. #fotboltinet #skeidin
— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) May 10, 2015
88. mín
Gunnar Nielsen kemur út að kýla aukaspyrnu ÍBV burt en missir af boltanum. Hafsteinn Briem ætlar í skot en er ekki í nógu góðu jafnvægi þegar hann lætur vaða og skotið eftir því, yfir markið.
86. mín
Ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt mark og enn ótrúlegra að Andri hafi ekki fengið spjald miðað við framgöngu hans í þessu atviki!
86. mín
Gauti Þorvarðarson setur boltann í netið en tveir Stjörnumenn falla heldur auðveldlega í baráttunni við hann. Aukaspyrna er dæmd og Eyjamenn eru alls ekki sáttir. Gauti ákveður að kynda í Stjörnumönnum með að fagna fyrir framan þá. Andri Ólafsson varð alveg snarbrjálaður og tók mikinn þátt í kýtingunum sem urðu eftir þetta atvik.
83. mín
Upp úr hornspyrnunni er mikill atgangur í teig ÍBV sem endar með að hinn meiddi Gauti Þorvarðarson hreinsar nánast f línu með bakfallsspyrnu!
82. mín
Góð sókn hjá Stjörnunni sem endar með að Ólafur Karl skýtur í varnarmann og framhjá.
80. mín
Gult spjald: Gauti Þorvarðarson (ÍBV)
Gauti fer hérna í bókina eftir að hafa farið hátt með löppina í Hörð Árnason. Hann virðist hafa meiðst í leiðinni, liggur eftir og er að fá aðhlynningu. Hann neyðist samt til að halda leik áfram þar sem ÍBV eru búnir með allar skiptingar sínar.
76. mín
Inn:Hafsteinn Briem (ÍBV)
Út:Devon Már Griffin (ÍBV)
Þriðja og síðasta skipting ÍBV.
76. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (ÍBV)
Út:Tom Even Skogsrud (ÍBV)
Tom Even Skogsrud hefur lokið leik í dag. Tognun í aftanverðu læri sem hefur verið að plaga hann gerði vart við sig og inn á í hans stað kemur Benedikt Októ Bjarnason.
74. mín
Guðjón Orri þarf að hafa sig allan við þarna til að verja skot Arnars Má sem var á leiðinni í fjærhornið.
74. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (Stjarnan)
Út:Pablo Punyed (Stjarnan)
Fyrsta skipting Stjörnumanna til þessa.
73. mín
Gult spjald: Andri Ólafsson (ÍBV)
Fer aftan í Arnar Má og stöðvar sókn Stjörnumanna.
68. mín
Víðir Þorvarðarson kemst í gott skotfæri eftir sendingu frá Aroni Bjarnasyni en skotið ekki nógu gott og fer yfir markið. Ágætis tilraun engu að síður.
65. mín
Inn:Aron Bjarnason (ÍBV)
Út:Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
Gunnar hefur ekki átt góðan leik í dag og Aron Bjarnason kemur inn á í hans stað.
65. mín
Viðir Þorvarðarson fer niður rétt fyrir utan vítateig en fær ekkert fyrir sinn snúð.
63. mín
MARK!
Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Þorri Geir Rúnarsson skorar annað mark Stjörnunnar! Þorri Geir með skot sem fer í varnarmann ÍBV og Guðjón Orri sem er farinn niður á ekki möguleika í þennan!
60. mín
Enn ein misheppnuð sending Eyjamanna en þær eru orðnar nokkuð margar í dag. ÍBV hafa bara ekki verið nógu góðir í dag og ekkert bendir til þess að þeir geti komið til baka.
58. mín
Stjarnan fær nú aukaspyrnu á vallarhelmingi Eyjamanna. Arnar Már reynir fyrirgjöf sem virðist ætla að enda í fanginu á Guðjóni Orra en boltinn skoppar rétt fyrir framan hann og Guðjón Orri missir boltann til Pablo Punyed sem reynir þrumuskot en það er hátt yfir markið. Hann hefði getað gert mikið betur þarna.
57. mín
Hörður Árnason fer niður eftir baráttu við Gauta Þorvarðarson. Aukaspyrna Störnunni í vil.
56. mín
Brynjar Gauti heldur betur bjartsýnn en hann reynir skot af um 35 metra færi en það er framhjá.
54. mín
Gult spjald: Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Víðir er alltof seinn í tæklingu á Arnar Má og gult spjald og aukaspyrna réttilega dæmd.
51. mín
Boltinn er lagður út á Gunnar Þorsteinsson sem kiksar á boltanum. Stjarnan fer í sókn en skot rétt fyrir utan teig fer yfir markið.
45. mín
Hálfleikur
Þorvaldur Árnason flautar hér til hálfleiks. Stjarnan hefur haft mikla yfirburði í leiknum hingað til og fer með verðskuldaða forystu inn í hálfleikinn.
41. mín
Boltinn fór klárlega í höndina á Mees Siers þarna! Þorvaldur Árnason dæmir ekkert við litla hrifningu Stjörnumanna. ÍBV nær í kjölfarið góðri skyndisókn sem endar með fyrirgjöf sem fer aftur fyrir endamörk.
39. mín
ÍBV reynir að sækja hratt en boltinn fer í Þorvald Árnason dómara og boltinn er settur inn fyrir á Jeppe Hansen sem setur hann rétt framhjá.
33. mín
Stjarnan nær góðri skyndisókn sem endar með því að Halldór Orri kemur með lélega fyrigjöf sem Guðjón Orri handsamar auðveldlega.
32. mín
Jón Ingason tekur aukaspyrnu og Víðir Þorvarðarson kemst í boltann en skalli hans fer yfir markið. Fyrsta almenninlega færi Eyjamanna í leiknum.
29. mín
Halldór Orri kemst framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum á leið sinni inn í teiginn áður en hann lætur vaða. Devon Már er hinsvegar réttur maður á réttum stað og skallar hann upp í loftið áður en Guðjón Orri grípur boltann örugglega.
27. mín
Önnur góð sókn hjá Stjörnumönnum í þetta skiptið komst Jeppe upp kantinn og náði góðri fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Halldór Orri skaut viðstöðulaust en boltinn rétt yfir.
25. mín
Pablo Punyed labbar framhjá varnarmönnum IBV, kemst í dauðafæri en setur hann í varnarmann og framhjá. Þorri Geir Rúnarsson fær gott skotfæri upp úr hornspyrnunni en þrumar honum himinhátt yfir.
12. mín
MARK!
Jeppe Hansen (Stjarnan)
Stoðsending: Ólafur Karl Finsen
Stoðsending: Ólafur Karl Finsen
Jeppe Hansen skorar fyrsta mark leiksins! Ólafur Karl Finsen með góðan sprett upp völlinn áður en hann setti boltann inn fyrir vörn ÍBV. Jeppe var kominn í hlaupið og stingur Devon Má Griffin af, fer framhjá Guðjóni Orra í markinu og setur hann í mitt markið. 1-0!
8. mín
Halldór Orri Björnsson í hættulegu færi en skot hans er varið af Guðjóni Orra Sigurjónssyni.
6. mín
Brynjar Gauti Guðjónsson fær aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi eftir að Jonathan Glenn braut á honum. Brynjar Gauti snýr einmitt aftur á sinn gamla heimavöll í þessum leik en hann fór til Stjörnunnar frá ÍBV í sumar.
1. mín
ÍBV byrjar af krafti. Víðir Þorvarðarson með skot fyrir utan teig en það er vel framhjá
Fyrir leik
Leikmennirnir labba út á völl. ÍBV eru í sínum vanalega hvíta heimabúning og Stjarnan í sínum bláa.
Fyrir leik
Korter í leik, leikmenn beggja liða eru úti á velli að hita upp og Silfurskeiðin er mætt og byrjuð að syngja söngva sína.
Fyrir leik
Í byrjunarliði ÍBV eru sjö uppaldir Eyjamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson, Devon Már Griffin, Jón Ingason, Andri Ólafsson, Gunnar Þorsteinsson, Víðir Þorvarðarson og Gauti Þorvarðarson.
ÍBV gerir eina breytingu frá tapinu gegn Fjölni. Bjarni Gunnarsson fer á bekkinn og inn kemur Gauti Þorvarðarson.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar tefla fram óbreyttu liði.
ÍBV gerir eina breytingu frá tapinu gegn Fjölni. Bjarni Gunnarsson fer á bekkinn og inn kemur Gauti Þorvarðarson.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar tefla fram óbreyttu liði.
Liðið í eyjum - Gunni. Vörn: Heiðar, Danni, Brynjar, Höddi. Miðja: Þorri, Dóri, Pablo, Addi, Óli. Jeppe frammi pic.twitter.com/P7bWbkYBKY
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) May 10, 2015
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason dæmir leikinn en hann var ekki með flautu í fyrstu umferðinni. Jóhann Gunnar Guðmundsson kjötiðnaðarmaður og Steinar Berg Sævarsson eru aðstoðardómarar.
Fyrir leik
Egill Ploder Ottósson er spámaður umferðarinnar:
ÍBV byrjaði mótið ekki eins og þeir þorðu að vona. Stjarnan er hins vegar með of sterkt lið fyrir Eyjamenn og taka þennan leik 1-2. Jonathan Glenn skorar fyrir ÍBV. Ólafur Karl Finsen og Þorri Geir sjá um markaskorun fyrir Stjörnuna.
ÍBV byrjaði mótið ekki eins og þeir þorðu að vona. Stjarnan er hins vegar með of sterkt lið fyrir Eyjamenn og taka þennan leik 1-2. Jonathan Glenn skorar fyrir ÍBV. Ólafur Karl Finsen og Þorri Geir sjá um markaskorun fyrir Stjörnuna.
Fyrir leik
Guðmundur Steinarsson í útvarpsþætti Fótbolta.net:
Eyjamenn þurfa að sýna mun betri leik en gegn Fjölni til að eiga möguleika í þessum leik. Vonandi þeirra vegna eiga þeir eftir að nýta heimavöllinn en fyrirfram á þetta að vera þægilegur sigur Stjörnunnar.
Smelltu hér til að hlusta á yfirferð Gumma
Eyjamenn þurfa að sýna mun betri leik en gegn Fjölni til að eiga möguleika í þessum leik. Vonandi þeirra vegna eiga þeir eftir að nýta heimavöllinn en fyrirfram á þetta að vera þægilegur sigur Stjörnunnar.
Smelltu hér til að hlusta á yfirferð Gumma
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur. Framundan er leikur ÍBV og Stjörnunnar í 2. umferð Pepsi-deildarinnar. Stjarnan sótti þrjú stig á Skipaskaga í fyrstu umferð þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark leiksins. Eyjamenn voru ekki sannfærandi í sinni spilamennsku en þeir töpuðu 1-0 fyrir Fjölni í Grafarvogi.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Halldór Orri Björnsson
8. Pablo Punyed
('74)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
('90)
19. Jeppe Hansen
('77)
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
18. Jón Arnar Barðdal
('74)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
22. Þórhallur Kári Knútsson
27. Garðar Jóhannsson
('77)
Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: