City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
1
1
Breiðablik
0-1 Arnþór Ari Atlason '69
Bjarni Þór Viðarsson '90
Kassim Doumbia '94 1-1
21.06.2015  -  20:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Sólin skín, grasið lookar.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 2843
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('59)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('79)
45. Kristján Flóki Finnbogason ('59)

Varamenn:
11. Atli Guðnason ('59)
17. Atli Viðar Björnsson ('79)
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('59)
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('35)
Böðvar Böðvarsson ('65)
Jón Ragnar Jónsson ('81)

Rauð spjöld:
Bjarni Þór Viðarsson ('90)
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-1 jafntefli.

Eftir að Blikarnir komust yfir á þeirri herrans mínútu 69, þá jafnaði Kassim Doumbia á 94. mínútu með skalla. Dramatík, tvö mörk og rauð spjöld, allt í seinni hálfleik.

Viðtöl & skýrslan kemur hér inn síðar í kvöld.
95. mín
Markið frá Doumbia kom þegar klukkan var á 93:04.
94. mín
Einum færri hafa FH-ingar jafnað leikinn! Þvílík dramatík!
94. mín MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
Kassim Doumbia stangar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Böðvari Böðvarssyni.

Gunnleifur var í boltanum en sló boltann í þverslánna og inn.
93. mín
VÓ! Þvílík varsla frá Gunnleifi eftir skalla frá Davíði Þór af stuttu færi.
90. mín Rautt spjald: Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Bjarni fær rautt spjald fyrir brotið. Fór með takkana alltof ofarlega fyrir smekk dómarana og Gunnar Jarl lyftir rauðu spjaldi.
90. mín
Ussussss! Bjarni Þór gjörsamlega straujar Oliver Sigurjónsson og það verður allt vitlaust á vellinum.
88. mín
FH-ingarnir ekki verið líklegir síðustu mínútur.
86. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
84. mín
Áhorfendur í Krikanum í kvöld: 2843.
82. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Ellert hefur lítið sést í leiknum en lagði upp markið fyrir Arnþór Ara.
81. mín Gult spjald: Jón Ragnar Jónsson (FH)
79. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Atli Viðar á að reyna bjarga því sem bjarga getur.
79. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Fyrsta spjald Blika.
79. mín
Oliver Sigurjónsson sýnir að hann kann að sparka í boltann. Lætur vaða af löngu færi en skotið rétt framhjá marki FH. Þetta hefði orðið draumamark.
78. mín
Steven Lennon með fyrirgjöf sem bæði Atli Guðnason og Brynjar Ásgeir missa af. 12 mínútur eftir.
76. mín
Brynjar Ásgeir með skot vel fyrir utan teiginn en beint á Gunnleif í markinu sem grípur boltann.
76. mín

74. mín
Sókn FH þyngist og þyngist. Breiðablik verða að halda áfram að spila sinn leik ef ekki á illa að fara.
72. mín
Damir Muminovic ver á línu eftir hörkuskot frá Þórarni Inga innan teigs. Skotið framhjá Gunnleifi en Damir nær að vera fyrir. Vel gert hjá bæði Þórarni og Damir!
71. mín
Loksins fengum við mark og nú ættum við að fá meira líf þetta síðustu 20 mínútur leiksins.

Nú þurfa FH-ingar mark og jafnvel mörk!
69. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Stoðsending: Ellert Hreinsson
Blikar eru komnir yfir!!

Arnþór Ari fær sendingu frá Ellerti Hreinssyni innfyrir vörn FH. Arnþór Ari er undan Róberti í boltann og Arnþór skýtur yfir Róbert og boltinn í netið. Pétur Viðarsson reynir að elta boltann en nær ekki til boltans.
68. mín

67. mín
Ég er ekki frá því að seinni hálfleikurinn sé leiðinlegri en sá fyrri.
65. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Fyrir peysutog á miðjum velli.
64. mín
Arnþór Ari með skot utan teigs framhjá marki FH.
63. mín
Þórarinn Ingi fer upp vinstri kantinn og inn á miðjuna en er þar jarðaður af Elfari Frey. FH-ingar í stúkunni orðnir vel pirraðir og hrista hausinn yfir þessu hjá Þórarni. Þarna reyndi hann of mikið.
62. mín
Vel gert Guðjón Pétur! Staðin fyrir að taka fyrirgjöf finnur hann Arnþór Ara í fætur innan teigs en skot Arnþórs fer beint í varnarmann FH og þeir hreinsa frá.
59. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Er Serwy vonbrigði sumarsins hjá FH-ingum?
59. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Kristján Flóki hefur ekki sýnt mikið í þessum leik.
58. mín
Guðjón Pétur er orðinn vel pirraður. FH-ingar hafa náð að pirra hann, hann hefur tvisvar sinnum viljað fá víti í leiknum og vildi núna fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn, eftir að hlaupaleið hans hafi verið hindruð.

Gunnar Jarl er ekki á sama máli.
57. mín
Jæja....
51. mín
Jeremy Serwy með hornspyrnuna, Davíð Þór skallaði boltann inn í miðjan vítateiginn, þar sem Kassim Doumbia einn og óvaldaður en skallar yfir markið. Þarna hefði Doumbia getað komið FH-ingum auðveldlega yfir!
51. mín
Fh-ingar fá fyrstu hornspyrnu seinni hálfleiksins.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
FH-ingarnir eru komnir út á völl. Sömu leikmenn og byrjuðu leikinn.

Blikarnir mæta svo í kjölfarið, þeir sömu og byrjuðu.
45. mín

45. mín

45. mín

45. mín

45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.

Það hefur ekki margt, glatt augað hér í fyrri hálfleik. Vonum eftir betri seinni hálfleik frá báðum liðum. Hart barist og greinilegt að hvorugt liðið vill tapa þessum leik.
42. mín
Jón Ragnar hefur betur í baráttunni við Guðjón Pétur innan teigs. Guðjón vill aftur víti en ekkert dæmt. Held að Gunnar hafi gert rétt þarna.
40. mín
Arnþór Ari með skalla framhjá fjærstönginni eftir hornspyrnu Blika. Ekki langt frá í því þarna.
38. mín
Atli með frábæra fyrirgjöf sem endar á fjærstönginni hjá Guðjóni sem reynir skot með vinstri en Róbert Örn á ekki í erfiðleikum með að handsama boltann. Slakt skot frá Guðjóni.
37. mín

35. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Þórarinn Ingi nennti þessu rólegum heitum ekki lengi og henti í eina fjandi góða tæklingu á Arnóri Sveini og uppskar spjald í kjölfarið.
35. mín
Rólegt og seiðandi síðustu mínútur.
29. mín
Sérfræðingar vilja meina að Breiðablik hafi átt að fá víti, Jón Ragnar fór fullmikið í Guðjón Pétri og Benedikt Bóas hjá Mogganum öskrar ,,Þetta var víti," eftir að hafa séð þetta í endursýningu í OZ appinu.
27. mín
Atli Sigurjónsson með fyrirgjöf með hægri þar sem Guðjón Pétur kemur á hlaupinu en á einhvern ótrúlegan hátt fer boltinn fyrst í grasið og svo yfir markið.

Guðjón Pétur var í baráttunni við varnarmann FH-inga og hann vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð. Gunnar Jarl hristi bara hausinn.
25. mín
Damir Muminovic hefur ekkert átt neinn stjörnuleik í vörn Blika. Hefur reynt nokkrar háar og langar sendingar fram völlinn sem annað hvort hafa endað í innkasti eða hjá varnarmönnum FH.

Var svo stálheppinn fyrir 1-2 mínútum, þegar hann missti boltann frá sér eftir slaka móttöku en náði að hreinsa boltann frá á síðustu stundu, áður en Kristján Flóki náði til boltans.
25. mín
Jeremy Serwy með hornspyrnu sem Kassim skallar í átt að nærstönginni en þær slær Gulli boltann útúr teignum, Serwy fær boltann og lætur vaða en boltinn endar í innkasti.
24. mín
Úff!! FH sækir og boltinn berst inn í teiginn, þar er Bjarni Þór aleinn á fjærstönginni en hittir ekki boltann þegar hann kastar sér niður og reynir að ná til boltans og boltinn rennur framhjá.
23. mín
Það hefur lítið sést til Kristjáns Flóka og Steven Lennon fyrstu 20 mínútur leiksins. Damir og Elfar Freyr verið í itlum vandræðum með þá sóknarbræður FH-inga.
20. mín

20. mín

17. mín
Davíð Þór brýtur á Andra Yeoman, fær tiltal frá Gunnari Jarli en sleppur við spjaldið.
16. mín
Arnþór Ari gerir nánast allt rétt, fer framhjá 2-3 FH-ingum en er síðan í vandræðum með að átta sig á því hvað hann eigi að gera næst, endar með því að senda til hægri á Atla Sigurjónsson sem nær ekki til boltans og Blikar fá innkast.

Úr innkastinu fá Blikar síðan horn sem Róbert Örn grípur.
13. mín
Allt rosalega rólegt hér í Krikanum, FH-ingar hafa lítið haldið boltanum. Blikar sækja hratt en hafa ekki enn skapað meira en hornspyrnur.
12. mín
Ellert Hreinsson fer upp að endalínunni, reynir fyrirgjöf en Kassim Doumbia rennir sér fyrir boltann, önnu hornspyrna Blika.
11. mín
Ellert Hreinsson með laflausan skalla beint á Róbert eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri.
9. mín
Arnþór Ari með skalla framhjá markinu eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Pétri. Lítil hætta.
8. mín
Hjá FH er þetta nokkuð eftir bókinni, Böðvar í vinstri bakverði og Þórarinn Ingi á kantinum, Serwy á hægri kanti og þeir Kristján Flóki og Steven Lennon fremstir.
7. mín
Damir og Elfar Freyr eru í miðverðinum hjá Blikum. Guðjón Pétur á vinstri kanti og Atli á þeim hægri. Ellert Hreinsson á toppnum og Arnþór Ari fyrir aftan hann.
5. mín
Gunnar Jarl Jónsson er á flautunni, búinn að flauta fyrstu aukaspyrnu leiksins.
3. mín
Þarna var hætta á ferðum, Böðvar Böðvarsson var kominn upp að endalínunni, átti stórgóða fyrirgjöf sem Steven Lennon nær til, en nær ekki að stjórna boltanum almennilega og að lokum hreinsar Elfar Freyr frá.
2. mín
Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Atla Sigurjónssonar í deildinni hjá Breiðablik.

Hann byrjaði í bikar leiknum gegn KA á fimmtudaginn, sem fór ekki vel fyrir Blika. 0-1 tap eftir framlengdan leik.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er byrjuð. Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Góu. FH-ingar sækja í átt að Víðistaðatúninu.
Fyrir leik
Guðlaugur Valgeirsson, liðstjóri keilulandsliðsins er mættur í Krikann eftir ferð með keilulandsliðinu í Danmörku. Hann skartar rándýrum sólgleraugum í stúkunni í kvöld.
Fyrir leik
Derhúfur og sólgleraugu eru ansi vinsæl hér í stúkunni. Ég læt derhúfuna duga.
Fyrir leik
Leikurinn hefst eftir rúmar fimm mínútur. Leikmenn beggja liða eru farnir inn í búningsklefa, síðasti varamaður FH-inga til að yfirgefa völlinn er Brynjar Ásgeir Guðmundsson.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Kristján Flóki Finnbogason stendur sig í liði FH í kvöld, muna ekki alveg örugglega allir söguna hans og Breiðabliks?

Ef ekki þá minni ég ykkur á þetta.
Fyrir leik
Vallarþulur FH-inga, Friðrik Dór er að kynna lið gestanna.

,,Þetta hljómar eins og Frikki Dór," segir Vilhjálmur Rúnarsson frá 433 hér í fréttamannastúkunni.
Fyrir leik
Það er ágætlega vel mætt hér í kvöld og búið er að opna, gömlu góðu "mafíu-stúkuna".
Fyrir leik
Það er geðveikt veður til knattspyrnuiðkunar hér í Krikanum í kvöld.
Fyrir leik
Höskuldur Gunnlaugsson, einn heitasti leikmaður Pepsi-deildarinnar missir af leiknum í kvöld, vegna veikinda. Þvílík vonbrigði fyrir hann og Blikamenn heilt yfir.
Fyrir leik
Hjá Breiðablik er enginn Höskuldur Gunnlaugsson í leikmannahópnum. Atli Sigurjónsson kemur í byrjunarliðið í hans stað.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson stillir upp sama byrjunarliði hjá FH og í sigurleiknum gegn ÍBV í síðustu umferð.
Fyrir leik
Oliver Sigurjónsson miðjumaður Blika var í viðtali hjá .net í morgun, um leikinn í kvöld.

,,Mér finnst ekki ásættanlegt að gera jafntefli. Við förum í hvern einasta leik til að vinna. Það er klisjukennt að segja það, en svoleiðis er það bara. Markmið okkar er að vinna FH eins og að vinna hver önnur lið í deildinni. Ég yrði ekki sáttur með jafntefli, en ef það verður niðurstaðan þá tökum við það stig."
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson þjálfari FH var í viðtali við Fótbolta.net í morgun, um leikinn í kvöld.

,,Blikarnir hafa verið að spila mjög vel og eru ósigraðir í deildinni. Þetta verður góður leikur. Tvö góð knattspyrnulið."
Fyrir leik
Spámaður 9. umferðar á Fótbolti.net er Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Nordsjælland í Danmörku.

FH 2 - 1 Breiðablik (í kvöld 20:00)
Þetta verður jafn leikur. Blikarnir eru gríðarlega sóknarsinnaðir og gríðarlega skemmtilegir á að horfa. FH-ingarnir eru hinsvegar með gæðin til að refsa þeim og gera það í tvígang.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrikavelli.

Hér í kvöld eigast við tvö efstu lið Pepsi-deildarinnar, FH og Breiðablik.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Sigurjónsson ('86)
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('82)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
13. Sólon Breki Leifsson ('82)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('79)

Rauð spjöld: