Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. maí 2015 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Kristján Flóki myndi aldrei spila fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, framherji FH myndi aldrei spila fyrir Breiðablik. Þetta kemur fram í Hin hliðin hér á Fótbolta.net sem birtist í dag. Þar situr Kristján Flóki fyrir svörum.

Það sem vekur athygli í þessu svari hans er að hann var ekki langt frá því að ganga til liðs við Breiðablik í vetur. Breiðablik tilkynnti 17. mars að Kristján Flóki væri kominn í Breiðablik frá FC Kaupamannahöfn.

Þau félagsskipti gengu hinsvegar ekki gegn og áður en Blikar vissu af, þá var Kristján Flóki búinn að skrifa undir samning við uppeldisfélagið sitt, FH.

Sjá einnig:
Spilar Kristján Flóki með FH en ekki Breiðabliki í sumar?
Yfirlýsing frá Breiðabliki - Samkomulag við umboðsmanninn
Kristján Flóki Finnbogason í FH (Staðfest)
Kristján Flóki biðst afsökunar í yfirlýsingu

Athugasemdir
banner
banner
banner