City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
2
0
Breiðablik
Jonathan Glenn '72 1-0
Víðir Þorvarðarson '74 2-0
28.06.2015  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Sterk austanátt og nokkrir dropar
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 655
Maður leiksins: Jonathan Ricardo Glenn
Byrjunarlið:
Jonathan Glenn ('90)
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs
2. Tom Even Skogsrud
4. Hafsteinn Briem ('62)
5. Avni Pepa
7. Aron Bjarnason ('84)
11. Víðir Þorvarðarson
14. Jonathan Patrick Barden
17. Bjarni Gunnarsson
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
1. Abel Dhaira (m)
5. Jón Ingason ('62)
6. Gunnar Þorsteinsson ('84)
15. Devon Már Griffin
21. Dominic Khori Adams
22. Gauti Þorvarðarson ('90)
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mees Junior Siers ('18)
Hafsteinn Briem ('47)
Avni Pepa ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV vinnur frábæran 2-0 sigur á Breiðablik! Þetta er fyrsta tap Kópavogsliðsins á þessu tímabili og jafnframt fyrsta skipti sem Eyjamenn halda hreinu í sumar!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Avni Pepa (ÍBV)
90. mín
Inn:Gauti Þorvarðarson (ÍBV) Út:Jonathan Glenn (ÍBV)
Glenn maður leiksins í dag.
88. mín
Boltinn í slánna beint úr hornspyrnu Eyjamanna!

88. mín
ÍBV er að sigla þessu heim. Þetta er gríðarlega mikilvæg 3 stig fyrir Eyjamenn en ekki gott fyrir Blikana sem misstíga sig í toppbaráttunni.
87. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
87. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
86. mín
Hættulegt færi hjá Blikunum. Aukaspyrna sem endaði hjá Elfari Frey inni í teignum en hann þurfti að teygja sig í boltann og skotið ekki gott.
84. mín
Inn:Gunnar Þorsteinsson (ÍBV) Út:Aron Bjarnason (ÍBV)
83. mín
Blikar hreinsa frá.
82. mín
Góður sprettur frá kantmanni Eyjamanna og vinnur hornspyrnu.
78. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Fyrir að brúka kjaft.
77. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
77. mín
Þessi tvö mörk eru heldur betur búin að kveikja í stuðningsmönnum ÍBV sem hvetja núna sína menn óspart áfram.
76. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
Braut á Jóni Ingasyni.
74. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Stoðsending: Bjarni Gunnarsson
MAAAARK! Hvað er að gerast?! ÍBV skorar annað mark! Bjarni Gunnarsson komst upp vinstri kantinn og gaf góða sendingu fyrir sem rataði beint á kollinn á Víði Þorvarðarson sem skallaði þennan í netið! Korter til stefnu og staðan orðin 2-0!
72. mín MARK!
Jonathan Glenn (ÍBV)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
MARK! Jonathan Glenn er að skora fyrir Eyjamenn! Frábær sending frá Víði Þorvarðarsyni beint á Glenn sem var ekki rangstæður og hann átti ekki í neinum erfiðleikum með að klára þennan í fjærhornið! Staðan 1-0!
71. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu og heimta spjald á Damir sem braut á Glenn en Erlendur lætur aukaspyrnuna duga. Ekkert kemur út úr henni.
65. mín
Ellert Hreinsson í dauðafæri! Fékk tvo skot með stuttu millibili, það seinna fyrir nánast opið mark en Avni Pepa náði að henda sér fyrir það á síðustu stundu!
64. mín
Arnþór Ari fer framhjá Jóni Ingasyni og reynir skot en boltinn hafnar í hliðarnetinu.
62. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Hafsteinn Briem (ÍBV)
Hafsteinn Briem lenti í einhverju hnjaski og Jón Ingason kemur inn á völlinn en hann er einmitt sonur Inga Sig sem er með lið Eyjamanna í dag.
57. mín
ÍBV með frábæra sókn þar sem Eyjamaður var nálægt því að koma boltanum í netið en það hefði ekki talið þar sem rangstaða er dæmd.
51. mín
Víðir Þorvarðarson reynir skot af löngu færi en hittir ekki á rammann. Um að gera að reyna með vindinn í bakið.
51. mín
Hættulegt horn hjá ÍBV en boltinn sveif yfir Gulla í markinu og þarna vantaði bara Eyjamann til að pota boltanum í netið en enginn kom.
49. mín
Það eru 655 áhorfendur á Hásteinsvelli í dag, þ.á.m. um 100 Blikar.
47. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (ÍBV)
Brot á Arnþóri Ara. Spurning með spjald samt.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og nú eru Eyjamenn með vindinn í bakið og ætla að reyna að nýta sér það.
45. mín
Hálfleikur
Staðan markalaus í hálfleik. Bæði lið fengið ágætis færi og gætu verið búin að skora.
45. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Arnór fær spjald fyrir brot á Aroni Bjarnasyni.
39. mín
Guðjón Pétur Lýðsson fær frítt skot hérna og það boðar alltaf vont fyrir andstæðingana en Guðjón Orri slær þennan út í horn. Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
35. mín
Víðir tekur þessa spyrnu og þetta er frábær aukaspyrna! Gunnleifur þarf að taka á honum stóra sínum og nær að verja boltann út í stöng! Boltinn berst aftur út í teig en þá koma Blikar boltanum burt. Besta færi leiksins hingað til fellur hjá ÍBV.
35. mín
Erlendur dæmir aukaspyrnu á Damir eftir að hann fór í bakið á Glenn sem hoppaði upp í baráttu. Aukaspyrna rétt fyrir utan teig hjá Eyjamönnum. Hvað gera þeir?
34. mín
Mees er með fáránlega tæklingu á Breiðabliksmanni! Hoppar bara í tveggja fóta tæklingu á manninn en hittir hann sem betur fer ekki og sleppur í þetta sinn! Þetta var klárlega rautt spjald!
30. mín
Blikar fá aukaspyrnu af um 40 metra færi. Aftur freistar Óliver þess að vindurinn hjálpi sér en þessi bolti fór svona 20 metrum yfir markið.
29. mín
Arnþór Ari með góðan skalla í átt að marki en Guðjon Orri blakar honum burt! Frábær varsla hjá Guðjóni Orra í þetta sinn!
27. mín
Blikar eru búnir að vera mun meira með boltanum og komust í tvö ágætis færi en náðu ekki að skjóta áður en þétt vörn Vestmannaeyinga náði að komast í boltann og bægja hættunni frá.
23. mín
Glenn er í kapphlaupi við Damir um að ná til boltans. Glenn hefur betur en aðstoðardómarinn lyftir flagginu og Erlendur dæmir brot. Hefði getað orðið hættulegt færi.
20. mín
Óliver Sigurjónsson með skot langt utan af velli, var að vonast til að vindurinn myndi hjálpa til þarna en þá verður skotið í fyrsta lagi að vera á rammann. Langt framhjá.
18. mín Gult spjald: Mees Junior Siers (ÍBV)
Kunnugleg sjón þar sem Mees Junior Siers fær gult spjald fyrir vonda tæklingu. Verður í banni í næsta deildarleik gegn ÍA á Skaganum.
15. mín
Hættuleg sók hjá Blikum. Kristinn Jónsson komst upp kantinn og eftir smá barning nær að seta boltann út í teig þar sem Andri Rafn Yeoman nær skoti en það fer af Eyjamanni og Guðjón Orri á í engum erfiðleikum með þennan bolta.
11. mín
Leikurinn hefur verið frekar rólegur framan af og boltinn verið mikið í háloftunum sem er ekki gæfulegt fyrir leikinn þar sem mikill vindur geisar.
7. mín
Stórhættulega hornspyrna! ÍBV kemur með góðan bolta fyrir og Hafteinn Briem þrumar boltanum í þverslánna! Ellert Hreinsson hreinsar síðan boltann með bakfallsspyrnu.
3. mín
Leikmenn eiga í þónokkrum erfiðleikum með að halda boltanum í þessum vindi og er mikið um misheppnaðar sendingar í upphafi leiks.
1. mín
Leikur hafinn
ÍBV byrjar með boltann og sækir til austurs en mikill vindur blæs á mark ÍBV.
Fyrir leik
Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, er enn á meiðslalistanum en hann bregður sér í hlutverk aðstoðarþjálfara við hlið Inga í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Tryggvi ekki með Eyjaliðið
Ingi Sigurðsson stýrir ÍBV í dag. Upphaflega átti hann að stýra liðinu með Tryggva Guðmundssyni en Tryggvi er veikur samkvæmt fjömiðlafulltrúa ÍBV og er hann því ekki á skýrslu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvík, spáir 1-2:
Það var áfall fyrir Eyjamenn að missa þjálfarann út en það getur þó þjappað hópnum saman. ÍBV mun gefa Breiðabliki alvöru leik en Blikar eru bara með svo gott lið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Ein breyting er á liði ÍBV frá 1-1 jafnteflinu gegn Val í síðustu umferð. Ian Jeffs kemur inn fyrir Gunnar Þorsteinsson sem sest á bekkinn.

Breiðablik er með sama byrjunarlið og gerði 1-1 jafntefli gegn FH í síðustu umferð. Höskuldur Gunnlaugsson er enn veikur og er ekki með.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, er kominn í tímabundið frí og aðstoðarþjálfarinn Tryggvi Guðmundsson er veikur. Ingi Sigurðsson stjórnarmaður og fyrrum leikmaður stýrir liðinu í fjarveru Jóa og Andri Ólafsson, sem er meiddur, er aðstoðarþjálfari, Sjá fréttatilkynningu ÍBV sem gefin var út á miðvikudag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Breiðablik hefur ekki oft fagnað sigri í Vestmannaeyjum en liðið er á flottu skriði í Pepsi-deildinni, er í öðru sæti með 19 stig og getur skellt sér á toppinn í bili allavega. Illa hefur gengið hjá ÍBV sem er í ellefta sæti, fallsæti með 5 stig.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stuðningsmannasveit Blika, Kópacabana, fylgir liðinu til Vestmannaeyja en á Fotboltinet á Snapchat má fylgjast með ævintýrum þeirra!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks:
Mér lýst mjög vel á þennan leik og okkur hlakkar mikið til að fara til Eyja. Þeir eru búnir að vera að spila betur en stigin gefa til kynna í síðustu leikjum og við erum peppaðir fyrir leiknum. Þjálfarinn þeirra að hætta tímabundið og nýjir aðalþjálfarar koma inn. Tryggvi og Ingi munu hvetja þá áfram og þess vegna koma þeir pottþétt baráttuglaðir.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan leikdag. Hér verður bein textalýsing frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV mætir Breiðabliki. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og ættum við ekki að þurfa að hafa áhyggjur af dómgæslunni þar sem Erlendur Eríksson málarameistari er með flautuna.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Sigurjónsson ('87)
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('77)
30. Andri Rafn Yeoman ('87)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
15. Davíð Kristján Ólafsson ('87)
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('77)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('45)
Atli Sigurjónsson ('76)
Guðjón Pétur Lýðsson ('78)

Rauð spjöld: