Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   sun 28. júní 2015 08:00
Elvar Geir Magnússon
Ejub Purisevic spáir í leiki tíundu umferðar
Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga.
Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub spáir sigri Keflavíkur.
Ejub spáir sigri Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson reið ekki feitum hesti frá spámennsku sinni í níundu umferð Pepsi-deildarinnar og var aðeins með einn leik réttan. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvík, spáir í komandi umferð og er ákveðinn í að gera betur.

Fjórir leikir fara fram í tíundu umferðinni í dag og á morgun er einn leikur á dagskrá.

Sjáum hvað Ejub hefur að segja:

Fylkir 1 - 1 Víkingur (leik lokið) - Lokatölur 1-0
Víkingar unnu langþráðan sigur í síðustu umferð og Fylkir þarf á sigri að halda í kvöld. Ég held samt að þessi leikur endi með jafntefli, hvorugt liðið vill tapa.

ÍBV 1 - 2 Breiðablik (í dag 17)
Það var áfall fyrir Eyjamenn að missa þjálfarann út en það getur þó þjappað hópnum saman. ÍBV mun gefa Breiðabliki alvöru leik en Blikar eru bara með svo gott lið.

KR 2 - 0 Leiknir (í dag 19:15)
KR er með of mikil gæði til að Leiknir geti fengið eitthvað úr þessum leik. Þorsteinn Már Ragnarsson skorar annað markið.

Valur 2 - 1 ÍA (í dag 19:15)
ÍA vann síðasta leik og fer með fínt sjálfstraust inn í þennan leik en Valur hefur verið á flottu skriði og það kæmi mér á óvart ef liðið næði ekki sigri.

Fjölnir 1 - 3 FH (í dag 20)
Fjölnir hefur misst of sterka leikmenn út og Þórir Guðjónsson verður í banni. FH á töluvert inni og getur spilað betur, liðið á eftir að verða betra þegar líður á mótið. Þetta verður frekar þægilegur sigur FH.

Keflavík 2 - 1 Stjarnan (mánudag 19:15)
Keflavík verður að vinna leikinn... og Stjarnan reyndar líka. Þetta verður hörkuleikur en ég hallast að Keflavíkursigri. Keflavík er með mun betra lið en taflan sýnir.

Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner