Valur
4
2
ÍA
Andri Fannar Stefánsson
'21
1-0
Patrick Pedersen
'30
2-0
2-1
Jón Vilhelm Ákason
'37
Patrick Pedersen
'41
3-1
3-2
Arsenij Buinickij
'65
Kristinn Ingi Halldórsson
'82
4-2
28.06.2015 - 19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Flottur völlur og ágætis veður
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1123
Maður leiksins: Patrick Pedersen
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Flottur völlur og ágætis veður
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1123
Maður leiksins: Patrick Pedersen
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Thomas Guldborg Ghristensen
4. Einar Karl Ingvarsson
('66)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
('84)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
19. Baldvin Sturluson
('73)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson
Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson
('73)
6. Daði Bergsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
('84)
14. Gunnar Gunnarsson
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
16. Tómas Óli Garðarsson
('66)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('53)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('66)
Iain James Williamson ('75)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn Valssigur staðreynd gegn Skagamönnum sem neituðu að gefast upp.
Valur var töluvert betra liðið allan leikinn og hefðu getað unnið stærri sigur.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni, takk fyrir mig.
Valur var töluvert betra liðið allan leikinn og hefðu getað unnið stærri sigur.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni, takk fyrir mig.
90. mín
Óli Jó er byrjaður að faðma aðstoðarmenn sína og Valsmenn senda boltann á milli sín að vild.
Þessi sending frá Kristinni Frey...ókei... #fotboltinet
— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) June 28, 2015
90. mín
Skagamenn svo grátlega nálægt því að skora aftur. Andelkovic var í virkilega góðu skotfæri en Ingvar Kale varði virkilega vel, ágætt skot hans.
Rétt þar á undan björguðu Valsmenn nánast á línu.
Rétt þar á undan björguðu Valsmenn nánast á línu.
88. mín
Nei nei nei! Guðmundur Ársæll, svona gerir maður ekki.
Patrick Pedersen er kominn einn inn fyrir vörn Skagamanna og er einn gegn Páli Gísla. Hann er svo nokkuð augljóslega tekinn niður í tegnum og hefði því átt að vera vítaspyrna og rautt spjald.
Guðmundur Ársæll spjaldar Danann fyrir dýfu.
Patrick Pedersen er kominn einn inn fyrir vörn Skagamanna og er einn gegn Páli Gísla. Hann er svo nokkuð augljóslega tekinn niður í tegnum og hefði því átt að vera vítaspyrna og rautt spjald.
Guðmundur Ársæll spjaldar Danann fyrir dýfu.
87. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Jón Vilhelm búinn að vera besti maður Skagamanna í kvöld.
82. mín
MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
MAAAAAAAAAAAARK!!
Ef þú heitir Kristinn gefðu mér klapp!
Kristinn Freyr á gull af sendingu inn fyrir vörn Skagamanna þar sem Kristinn Ingi er á sprettinum. Hann klárar síðan fagmannlega framhjá Páli í markinu.
Utanfótar listaverk, þessi sending.
Ef þú heitir Kristinn gefðu mér klapp!
Kristinn Freyr á gull af sendingu inn fyrir vörn Skagamanna þar sem Kristinn Ingi er á sprettinum. Hann klárar síðan fagmannlega framhjá Páli í markinu.
Utanfótar listaverk, þessi sending.
80. mín
Buinickij reynir að klessa boltanum upp í vinkilinn rétt fyrir utan horn vítateigsins en skotið hans hittir ekki markið.
77. mín
Jón Vilhelm með frábæra tilraun!
Tekur aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi sem virðist vera á leiðinni upp í markhornið. Boltinn fer hins vegar hársbreidd yfir og var Ingvar Kale ekki nálægt þessum bolta.
Tekur aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi sem virðist vera á leiðinni upp í markhornið. Boltinn fer hins vegar hársbreidd yfir og var Ingvar Kale ekki nálægt þessum bolta.
75. mín
Williamson finnur Hauk Pál rétt utan teigs og með svæði til að skjóta. Skotið er hins vegar ekki merkilegt og fer töluvert yfir markið.
73. mín
Inn:Iain James Williamson (Valur)
Út:Baldvin Sturluson (Valur)
Andri Fannar fer þá í bakvörðinn og Williamson á miðjuna.
72. mín
Skagamenn halda áfram að sækja í sig veðrið og þurfti Ingvar Kale að koma út úr markinu til að grípa fyrirgjöf.
Valsmenn hafa ekkert sótt eftir að Skagamenn skoruðu annað markið sitt.
Valsmenn hafa ekkert sótt eftir að Skagamenn skoruðu annað markið sitt.
69. mín
Andelkovic með skot á lofti eftir sókn Skagamanna en skotið fer yfir.
Skagamenn líta nokkuð vel út eftir að hafa minnkað muninn.
Skagamenn líta nokkuð vel út eftir að hafa minnkað muninn.
65. mín
MARK!
Arsenij Buinickij (ÍA)
Stoðsending: Marko Andelkovic
Stoðsending: Marko Andelkovic
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!
Skagamenn neita að gefast upp! Eftir fallega sendingu frá Andelkovic kemst Buinickij einn gegn Ingvari og klárar mjög vel. Mjög vel spilað hjá Skagamönnum.
Skagamenn neita að gefast upp! Eftir fallega sendingu frá Andelkovic kemst Buinickij einn gegn Ingvari og klárar mjög vel. Mjög vel spilað hjá Skagamönnum.
Er Pepsi deildin bara eins og Carlsberg deildin fyrir Patrick Pedersen? #fotboltinet
— Davíð Már (@DavidMarKrist) June 28, 2015
63. mín
Patrick Pedersen er í fínni stöðu í vítateig Skagamanna og virðist vera togað aðeins í hann. Daninn fer niður og vill fá vítaspyrnu en fær ekki neitt. Það hefði verið hart að dæma víti þarna.
59. mín
Kristinn Ingi á sendingu á Kristinn Freyr sem er í mjög góðu skotfæri en skot hans fer í varnarmann. Þarna átti Kristinn Freyr að gera betur.
58. mín
Gult spjald: Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Lætur sig detta fyrir rétt utan teigs Valsmanna og metur Guðmundur Ársæll þetta svo að hann hafi dýft sér og fær hann því spjald.
56. mín
Kristinn Ingi skorar!
Einar Karl á skot sem Páll Gísli ver, Kristinn tekur frákastið en það er búið að dæma rangstæðu og því stendur þetta ekki.
Einar Karl á skot sem Páll Gísli ver, Kristinn tekur frákastið en það er búið að dæma rangstæðu og því stendur þetta ekki.
55. mín
Andelkovic tekur spyrnuna og reynir fyrirgjöf. Fyrirgjöfin er frekar góð en sóknarmenn ÍA rétt missa af henni og fer hún því afturfyrir.
53. mín
Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Skagamenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
52. mín
Skagamenn í fínu færi!
Marko Andelkovic fékk boltann nánast inn á markteig en í þröngu færi og Ingvar nær að sjá við honum og bjarga í horn.
Marko Andelkovic fékk boltann nánast inn á markteig en í þröngu færi og Ingvar nær að sjá við honum og bjarga í horn.
48. mín
Haukur Páll nær skalla að marki eftir aukaspyrnu Valsmanna en Skagamenn ná að bjarga á síðustu stundu.
Valsmenn byrja seinni hálfleikinn nokkuð vel.
Valsmenn byrja seinni hálfleikinn nokkuð vel.
46. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA)
Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Skagamenn gerðu breytingu í hálfleik. Sjáum hvort hún skili einhverju.
45. mín
Síðari hálfleikurinn er að hefjast. Skagamenn verða að taka sig á, ætli þeir sér að eiga séns á að fá eitthvað út úr leiknum og þá sérstaklega í vörninni.
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn með 3-1 forskot í hálfleik.
Forskotið er síst of stórt og hefði Valsliðið þess vegna getað skorað 5-6 mörk í þessum fyrri hálfleik.
Forskotið er síst of stórt og hefði Valsliðið þess vegna getað skorað 5-6 mörk í þessum fyrri hálfleik.
45. mín
Pedersen í fínu færi. Hann hefði auðveldlega getað verið kominn með þrjú í dag.
Hann fær boltann á markteig en nær ekki almennulegu skoti og boltinn fer yfir markið.
Hann fær boltann á markteig en nær ekki almennulegu skoti og boltinn fer yfir markið.
41. mín
MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Andri Fannar Stefánsson
Stoðsending: Andri Fannar Stefánsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!
Enn eitt markið í dag. Andri Fannar átti skot sem Páll Gísli varði en boltinn barst eftir það á Pedersen sem kláraði virkilega vel.
Annað mark Danans í dag.
Enn eitt markið í dag. Andri Fannar átti skot sem Páll Gísli varði en boltinn barst eftir það á Pedersen sem kláraði virkilega vel.
Annað mark Danans í dag.
39. mín
Valsmenn eru búnir að stjórna þessum leik frá byrjun og fengið hvert tækifærið á fætur öðru og ættu, ef allt væri eðlilegt, að vera með stærra forskot.
Skagamenn gefast hins vegar ekki upp og sýna karakter með þessu marki. Game on!
Skagamenn gefast hins vegar ekki upp og sýna karakter með þessu marki. Game on!
37. mín
MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!
Gestirnir eru komnir inn í leikinn, Jón Vilhelm klárar auðveldlega eftir frábæra sendingu frá Ásgeiri frá hægri. Hann þurfti bara að pota honum inn.
Miðvarðapar Valsmanna leit hins vegar rosalega illa út í þessu marki.
Gestirnir eru komnir inn í leikinn, Jón Vilhelm klárar auðveldlega eftir frábæra sendingu frá Ásgeiri frá hægri. Hann þurfti bara að pota honum inn.
Miðvarðapar Valsmanna leit hins vegar rosalega illa út í þessu marki.
35. mín
Kristinn Ingi í góðu færi eftir sendingu Pedersen en Arnór Snær nær að komast fyrir skotið hans og bjarga í horn. Enn og aftur eru Valsmenn að komast í færi eftir sendingar afturfyrir vörn gestanna.
34. mín
Valsmenn eru að komast alltof oft bakvið vörn Skagamanna en snöggir og góðir sóknarmenn þeirra nýta sér háa varnarlínu gestanna hvað eftir annað.
33. mín
Jón Vilhelm á fína tilraun, hann fer með boltann inn í teig Valsmanna áður en hann á hættulegt skot sem Ingvar nær að verja.
30. mín
MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!
Valsmenn eru að fara illa með Skagamenn. Kristinn Freyr á enn eina stungusendinguna inn fyrir vörn ÍA, í þetta skiptið á Patrick Pedersen. Hann er einn gegn Páli Gísla en Daninn tekur Kolbein Sigþórs á þetta, leikur á Pál og skorar í autt markið.
Frábærlega gert hjá Kristni og Patrick.
Valsmenn eru að fara illa með Skagamenn. Kristinn Freyr á enn eina stungusendinguna inn fyrir vörn ÍA, í þetta skiptið á Patrick Pedersen. Hann er einn gegn Páli Gísla en Daninn tekur Kolbein Sigþórs á þetta, leikur á Pál og skorar í autt markið.
Frábærlega gert hjá Kristni og Patrick.
28. mín
Patrick Pedersen á stungusendingu sem Kristinn Ingi og Kristinn Freyr geta náð, Kristinn Ingi fær boltann að lokum en hann er dæmdur rangstæður. Kristinn Freyr var líklega ekki rangur en þeir voru við það að sleppa tveir í gegn.
25. mín
Ólafur Valur nálægt því að skora glæsimark!
Hann á frábært skot utan teigs sem syngur í markvinklinum. Ingvar Kale átti ekki séns í þetta.
Hann á frábært skot utan teigs sem syngur í markvinklinum. Ingvar Kale átti ekki séns í þetta.
21. mín
MARK!
Andri Fannar Stefánsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
Stoðsending: Patrick Pedersen
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!!
Valsmenn leiða og það er sanngjarnt miðað við gang leiksins.
Patrick Pedersen gerir afar vel er hann fer upp völlinn og framhjá nokkrum varnarmönnum áður en hann á skot sem Páll Gísli ver, boltinn berst síðan á Andra Fannar sem beið við vítateigslínuna, skotið hjá Andra er ekki sérstakt en það fer undir Pál Gísla sem mun ekki vilja horfa á þetta atriði mikið oftar.
Valsmenn leiða og það er sanngjarnt miðað við gang leiksins.
Patrick Pedersen gerir afar vel er hann fer upp völlinn og framhjá nokkrum varnarmönnum áður en hann á skot sem Páll Gísli ver, boltinn berst síðan á Andra Fannar sem beið við vítateigslínuna, skotið hjá Andra er ekki sérstakt en það fer undir Pál Gísla sem mun ekki vilja horfa á þetta atriði mikið oftar.
20. mín
Marko Andelkovic á skot úr aukaspyrnu af um 25 metra færi sem fer yfir markið. Fyrsta markskot Skagamanna.
16. mín
Dauðafæri!
Pedersen átti flotta stungusendingu á Kristinn Inga sem tímasetti hlaupið sitt fullkomlega og þurfti bara að koma boltanum framhjá Páli Gísla en Kristinn lyftir boltanum framhjá markinu og var í raun ekki nálægt því að skora.
Pedersen átti flotta stungusendingu á Kristinn Inga sem tímasetti hlaupið sitt fullkomlega og þurfti bara að koma boltanum framhjá Páli Gísla en Kristinn lyftir boltanum framhjá markinu og var í raun ekki nálægt því að skora.
13. mín
Kristinn Freyr átti skemmtilega sendingu yfir vörn Skagamanna sem Páll Gísli náði til rétt á undan Kristni Inga.
11. mín
Andri Fannar Stefánsson hefur verið að spila í hægri bakverði í sumar en hann er á miðjunni í dag þar sem Baldvin Sturluson er í bakverðinum.
Andri er búinn að líta nokkuð vel út hingað til í leiknum en hann átti rétt í þessu fínan sprett upp völlinn sem endaði með fyrirgjöf á Patrick Pedersen sem átti skalla yfir markið. Fín sókn.
Andri er búinn að líta nokkuð vel út hingað til í leiknum en hann átti rétt í þessu fínan sprett upp völlinn sem endaði með fyrirgjöf á Patrick Pedersen sem átti skalla yfir markið. Fín sókn.
8. mín
Einhverjir menn á Twitter segja Árna Snæ, markmann Skagamanna vera í agabanni og því ekki með í kvöld. Við getum ekki staðfest það en við sjáum hvað Gulli hefur um það að segja á eftir.
6. mín
Valsmenn voru lengi í gang á móti ÍBV en það er annað á teningnum í dag því þeir hafa byrjað leikinn í kvöld nokkuð vel.
4. mín
Einar Karl Ingvarsson á tilraun eftir aðra hornspyrnu Valsmanna. Hann var í ágætis færi en hitti boltann ekki nógu vel og fór skotið hans framhjá markinu.
3. mín
Valsmenn byrja leikinn betur og eru að pressa Skagamenn. Þeir fengu rétt í þessu hornspyrnu sem varnarmenn gestanna rétt ná að koma í burtu.
1. mín
Kristinn Freyr lætur finna fyrir sér strax í upphafi. Hann braut á Ármanni Smára alveg í byrjun en skömmu síðar náði Darran Lough að koma í veg fyrir að hann kæmist í færi.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Liðin eru mætt á völlinn og það eru Valsmenn sem byrja með boltann og sækja í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Nú eru aðeins tíu mínútur í leik og allt að verða klárt. Stúkan virðist vel full Valsmegin. Skagamenn hafa síðan hálffyllt stúkuna gesta megin.
Nú er verið að kynna liðin til leiks og allt að fara að gerast.
Nú er verið að kynna liðin til leiks og allt að fara að gerast.
Fyrir leik
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna Þjálfaði Valsmenn árið 2010. Jón Vilhelm Ákason spilaði svo með Reykjavíkur liðinu árin 2010 og 2011. Ármann Smári Björnsson átti síðan nokkur góð ár með Valsmönnum fyrir ekki svo löngu.
Fyrir leik
Skagamenn hafa á sama tíma ekki tapað í deildinni síðan 31.maí.
Það verður eitthvað að láta undan í kvöld.
Það verður eitthvað að láta undan í kvöld.
Fyrir leik
Nú er rúmur mánuður síðan Valur tapaði síðast fótboltaleik en það var gegn Blikum 20.maí síðastliðinn.
Fyrir leik
Óli Jó og Garðar Örn Hinriksson, varadómari leiksins í kvöld, eru búnir að vera í hörkuspjalli við hliðarlínuna síðasta korterið eða svo. Greinilega miklir mátar.
Fyrir leik
Valsmenn byrjuðu að hita töluvert áður en Skagamenn byrjuðu en bæði lið eru nú á vellinum að koma sér í gírinn.
Matareitrun er ekki góð skemmtun.
— Sigurður E. Lárusson (@siggilar) June 28, 2015
Fyrir leik
Hjá Skagamönnum kemur Páll Gísli Jónsson í markið í staðin fyrir Árna Snæ Ólafsson. Marko Andelkovic og Arnór Snær Guðmundsson koma einnig inn í liðið í staðin fyrir Gylfa Veigar Gylfason og Albert Hafsteinsson.
Fyrir leik
Þjálfaranir gera sitthvorar þrjár breytingar á liðum sínum frá síðasta leik.
Einar Karl Ingvarsson, Baldvin Sturluson og Kristinn Freyr Sigurðsson koma inn hjá Valsmönnum í stað þeirra Iain Williamson, Daða Bergssonar og Sigurðar Egils Lárussonar sem er veikur.
Einar Karl Ingvarsson, Baldvin Sturluson og Kristinn Freyr Sigurðsson koma inn hjá Valsmönnum í stað þeirra Iain Williamson, Daða Bergssonar og Sigurðar Egils Lárussonar sem er veikur.
Fyrir leik
Óli Jó og Bjössi Hreiðars eru mættir rúmlega klukkutíma fyrir leik og skoða aðstæður.
Fyrir leik
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvík, spáir 2-1:
ÍA vann síðasta leik og fer með fínt sjálfstraust inn í þennan leik en Valur hefur verið á flottu skriði og það kæmi mér á óvart ef liðið næði ekki sigri.
ÍA vann síðasta leik og fer með fínt sjálfstraust inn í þennan leik en Valur hefur verið á flottu skriði og það kæmi mér á óvart ef liðið næði ekki sigri.
Fyrir leik
Valsmenn hafa verið með auglýsingaherferð fyrir þennan leik, fróðlegt að sjá hvað hún skilar mörgum áhorfendum á völlinn.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og ÍA. Skagamenn eru í 10. sæti deildarinnar eftir virkilega góðan sigur á Keflvíkingum í seinustu umferð og eru farnir að spila betur. Valsmenn hafa verið á flottri siglingu að undanförnu, eru í fimmta sæti og sigla þar lygnan sjó um miðja deild. Valur hefur ekki tapað síðan gegn Breiðabliki í fjórðu umferð.
Byrjunarlið:
Páll Gísli Jónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
('68)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Jón Vilhelm Ákason
('87)
13. Arsenij Buinickij
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('46)
23. Ásgeir Marteinsson
27. Darren Lough
31. Marko Andelkovic
Varamenn:
30. Marteinn Örn Halldórsson (m)
8. Hallur Flosason
('46)
19. Eggert Kári Karlsson
('87)
20. Gylfi Veigar Gylfason
Liðsstjórn:
Arnar Már Guðjónsson
Teitur Pétursson
Albert Hafsteinsson
Gul spjöld:
Jón Vilhelm Ákason ('58)
Rauð spjöld: