City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
1
2
Valur
Halldór Orri Björnsson '21 1-0
Hörður Árnason '27 , sjálfsmark 1-1
1-2 Kristinn Freyr Sigurðsson '77
10.07.2015  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Skýjað, smá vindur
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson ('83)
8. Halldór Orri Björnsson ('83)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
19. Jeppe Hansen ('83)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('83)
18. Jón Arnar Barðdal ('83)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson ('83)
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Vals. Skýrslan og viðtöl á leiðinni!
90. mín
Venjulegur leiktími er runninn út og Valsmenn virðast ætla að halda áfram þessu run-i sínu frá því 20. mai en þá töpuðu þeir síðast leik.
86. mín
Jón Arnar Barðdal kastaði sér fram í skalla en boltinn fór framhjá markinu. Hefði verið drauma innkoma!
85. mín
Rúnar Páll gerir þrefalda skiptingu og ekki veitir af.
83. mín
Inn:Atli Jóhannsson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
83. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Stjarnan) Út:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
83. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)

77. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
MAAARRRKKKK!!! Bjarni Ólafur átti stórgóða sendingu á Kristinn Frey sem var inn í teig Stjörnunnar og kláraði færi vel beint upp í marknetið. Vel gert!
74. mín
Patrick Pedersen er kominn inn í teig stjörnunnar en skaut boltanum í varnamann og út af.
73. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
72. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)

63. mín
Það er búið að vera lítið um marktækifæri núna það sem er af seinni hálfleik. Vil sjá meira frá þessum liðum!

49. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)

48. mín
Sigurður Egill með klúður ársins?! Boltinn rúllaði í gegnum teig Stjörnunnar og Sigurður Egill stóð fyrir framan opið markið, fékk boltann en setti hann yfir/framhjá markinu. Óskiljanlegt.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn..... hvernig fer þetta, setjið spá inn á twitter undir hashtaggið #fotboltinet
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og við fáum okkur kaffi og kruðerí.
45. mín
Það eru að minnnsta kosti 3 mínútur í viðbótartíma.
43. mín
Valsmenn hafa braggast og eru komnir inn í leikinn. Ég spái 2 - 3 mörkum í seinni hálfleik.
35. mín
Þrátt fyrir að það sé jafnt að þá eru Valsmenn varla búnir að mæta til leiks eins og sagt er. Stjörnumenn eru einfaldlega miklu betri.
29. mín
Valsmenn eru ekkert búnir að sýna í leiknum fyrstu 20 mínúturnar en eftir mark Stjörnunnar að þá lifnaði aðeins yfir þeim og fengu þeir tvær sóknir með skömmu millibili og endaði önnur þeirra með marki. Þetta verður fróðlegt það sem eftir er af leiknum en það er nóg eftir.
27. mín SJÁLFSMARK!
Hörður Árnason (Stjarnan)
MAAARKKKK! Bjarni Ólafur átti fyrirgjöf fyrir mark Stjörnunnar og fékk Hörður Árnason boltann í lærið og fór boltinn þaðann í markið.
25. mín
Ég held að mér sé óhætt að segja það að þetta mark frá Halldóri Orra sé eitt það fallegasta mark sem komið hefur í sumar. Þvílíkt vel gert.
21. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
MAAAARRRRKKKKKK!!!!!!!!!! VÁÁÁÁÁÁ!!! Þvílíkt mark hjá Halldóri Orra og þvílík fyrirgjöf frá Heiðari!

Halldór Orri fékk fyrirgjöfina og klippti boltann beint á markið og undir Kale.
17. mín
Haukur Páll stóð á fætur og kominn af stað á ný.
16. mín
Haukur Páll og Óli Kalli lentu í samstuði og liggur Haukur Páll eftir og heldur um magann á sér.
14. mín
Stjörnumenn eru miklu ákveðnari og hafa Valsmenn lítið sem ekkert komist áfram.
9. mín
Aukaspyrnan sem Óli Kalli tók var slök og fór beint í fangið á Kale.
8. mín
Haukur Páll með fullorðins tæklingu á Þorra og fá stjörnumenn aukaspyrnu af c.a. 20 metrum

5. mín
Kristinn Freyr lá eftir á vellinum, í vítateig sinna manna og fór svo út að hliðarlínu til að fá aðhlynningu. En virðist vera á leið aftur inná.
3. mín
Jeppinn með skot að marki sem fór í varnarmann og Stjörnumenn því með hornspyrnu sem ekkert varð úr.
1. mín
Leikur hafinn
Og þetta er byrjað! Valsmenn byrja með boltann og eru þeir í hvítum búningum í dag.
Fyrir leik
Það eru 4 mínútur í að Þorvaldur Árnason dómari flauti til leiks. Stuðningsmenn liðanna syngja og tralla í stúkunni og halda uppi stuðinu!
Fyrir leik
Valsmenn hafa verið að standa sig með prýði í sumar og hafa þeir ekki tapa leik í deildinni frá því 20. mai.

Fyrir leik
Veðurfarið í Garðabæ er hreint ágætt, skýjað (með von á rigningu stöku sinnum), sæmilega hlýtt og smá vindur.
Fyrir leik
Valsmenn gera tvær breytingar frá sigurleiknum í deildinni á móti ÍA. Ian Williamson og Sigurður Egill koma inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Stjarnan gerir tvær breytingar frá sigurleiknum við Keflavík. Gunnar Nielsen kemur í markið á ný og Daníel Laxdal kemur inn í staðinn fyrir Pablo Punyed sem er erlendis í landsliðsverkefni.
Ég vil minna ykkur á að nota hashtaggið #fotboltinet ef þið hafið eitthvað skemmtilegt að segja um leikinn. Valdar færslur birtast svo kannski hér á meðan textalýsingu stendur. Leikurinn hefst kl. 20:00.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ingvar Kale, markvörður Vals:
Við getum eitthvað byrjað að banka í Evrópusætin en mótið er ekki hálfnað og erfitt að segja hvernig málin munu þróast. Það væri gaman að taka þrjú stig. Við fáum svo þriggja daga frí úr boltanum og það væri gaman að fara með sigur inn í það. Mér finnst okkar sterkasta heild vera liðsheildin, það eru allir tilbúnir að bakka hvern annan upp. Ef einn gerir mistök eða á erfitt uppdráttar er bara næsti maður mættur undir hann.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar:
Okkar markmið númer eitt er að ná Evrópusætinu og sjá hverju það skilar okkur. Ef við vinnum Val erum við bara með tveimur stigum minna en á sama tíma í fyrra. Það fær menn kannski til að fá trú á þessu, það er hellingur eftir af mótinu. Valsarar hafa verið virkilega flottir undanfarið og spilað góðan fótbolta. Þeir hafa marga mjög góða leikmenn og þetta verður erfiður leikur en það er kominn tími á sigurleik á Samsung.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Í skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net spá flestir lesendur því að Valsmenn fagni sigri í kvöld en þeir hafa verið á flottu skriði í deildinni.

Stjarnan - Valur á föstudag. Hvernig fer?
48% Valur vinnur (463)
34% Stjarnan vinnur (327)
18% Jafntefli (183)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason er dómari í kvöld. Gylfi Már Sigurðsson og Björn Valdimarsson eru aðstoðardómarar og Leiknir Ágústsson er varadómari.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Íslandsmeistarar Stjörnunnar taka á móti Val í eina leik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Fyrsti leikur elleftu umferðar. Þrjú stig skilja liðin að þar sem Stjörnumenn hafa ekki staðið undir væntingum, eru í sjötta sæti, og þurfa sigur til að reyna að blanda sér í toppbaráttuna á meðan Valsarar geta skotið sér upp í 2. sæti með sigri.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Thomas Guldborg Ghristensen
3. Iain James Williamson ('72)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('72)
6. Daði Bergsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
14. Gunnar Gunnarsson
16. Tómas Óli Garðarsson
19. Baldvin Sturluson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Patrick Pedersen ('73)

Rauð spjöld: