ÍBV
1
1
KR
Sito
'41
1-0
1-1
Gunnar Þór Gunnarsson
'73
21.08.2015 - 18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Fínn hiti og blæs aðeins á annað markið
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 504
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Fínn hiti og blæs aðeins á annað markið
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 504
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
2. Tom Even Skogsrud
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason
5. Avni Pepa
9. Sito
('88)
11. Víðir Þorvarðarson
('81)
14. Jonathan Patrick Barden
19. Mario Brlecic
20. Mees Junior Siers
Varamenn:
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Aron Bjarnason
17. Bjarni Gunnarsson
('81)
17. Stefán Ragnar Guðlaugsson
23. Benedikt Októ Bjarnason
Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs
Gul spjöld:
Víðir Þorvarðarson ('67)
Mees Junior Siers ('72)
Sito ('84)
Jonathan Patrick Barden ('90)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 jafntefli er niðustaðan í Eyjum í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft er það nokkuð sanngjarn niðurstaða.
90. mín
Það er allt að sjóða upp úr! Almarr Ormarsson leggst á boltann eftir litla snertingu og þá byrja Ian og annar Eyjamaður að hamast á honum eins og brjálæðingar áður en leikmenn og dómari grípa inní.
88. mín
Inn:Ian David Jeffs (ÍBV)
Út:Sito (ÍBV)
Ian Jeffs kemur inn á við mikð lófatak stuðningsmanna ÍBV.
87. mín
Frábært færi hjá ÍBV! Bjarni Gunnarsson gerir vel í að halda boltanum, meðan hann bíður eftir hjálp, setur síðan boltann út á Mario sem fer illa með tvo KR-inga áður en hann skýtur en skotið hans er rétt framhjá. Virkilega nálægt því að taka forystuna í tvígang!
85. mín
Þarna fóru Eyjamenn illa að ráði sínu! Mario Brlecic keyrir upp völlinn þeir eru 4 á 2, Mario rennir boltanum út á Gunnar Heiðar en hann er of lengi að athafna sig og missir boltann.
82. mín
Stórhætta við mark Eyjamanna! Hafsteinn Briem rennur til og fellur við og boltinn er á leið til Gary Martin sem er ekki tilbúinn og rétt missir af boltanum.
81. mín
Eyjamenn heimta hér vítaspyrnu eftir að boltinn virtist fara í höndina á Skúla Jóni eftir hreinsun KR. Dómarinn dæmir ekkert.
76. mín
Gult spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Hólmbert fer beint í Jón Ingason og réttilega aukaspyrna dæmd og gult spjald.
73. mín
MARK!
Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
MAAAARK! Gunnar Þór jafnar fyrir KR. Hólmbert nær boltanum áður en hann er kominn út fyrir, rennir boltanum á Pálma sem kiksar á boltanum en sem betur fer fyrir hann var Gunnar Þór réttur maður á réttum stað og þreumaði knettinum í netið!
Án alls brekkugríns, hvað gerðist eiginlega fyrir Schoop? #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 21, 2015
60. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR)
Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Tvöföld skipting hjá KR.
54. mín
Þorsteinn Már reynir skot rétt fyrir utan teig en það er enginn kraftur i því og þessi bolti auðveldur viðureignar fyrir Abel.
Húsvíkingurinn hefur lagt þetta rétt upp. Schoop og Pálmi ósýnilegir! #fotboltinet
— Randver Pàlmi (@RandverPalmi) August 21, 2015
44. mín
Markið kemur á versta tíma fyrir KR, rétt fyrir hálfleik og það virðist sem Eyjamenn muna hafa forystuna þegar þeir ganga til búningsherbergja eftir örfáar mínútur.
41. mín
MARK!
Sito (ÍBV)
MAAAAARK! Grétar missir boltann, Sito fær boltann einn og óvaldaður inni í vítateig, fer framhjá Skúla Jón áður en hann setur boltann í fjærhornið framhjá Stefáni Loga!
39. mín
Gult spjald: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Víðir rýkur upp hægri kantinn og Grétar Sigfinnur brýtyr á honum. Bjarni er alveg brjálaður og er kominn vel út fyrir box-ið sitt.
37. mín
Þarna var hætta á ferðum. Schoop missir boltann á sínum vallarhelmingi en Grétar Sigfinnur er fljótur að vinna hann aftur.
33. mín
Inn:Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Út:Rasmus Christiansen (KR)
Rasmus Christiansen er staðinn upp og lítur út fyrir að vera í ágætu standi en hann getur þó ekki haldið leik áfram. Grétar Sigfinnur Sigurðarson kemur inn á í hans stað.
31. mín
Hörkuárekstur hérna! Rasmus og Víðir skella höfðum saman og Rasmus liggur eftir. Bjarni Guðjóns lætur sína skoðun í ljós á hliðarlínunni þrátt fyrir að Rasmus ætti frekar sök á þessu.
23. mín
Þorsteinn Már fellur við frekar litla snertingu á sínum eigin vallarhelmingi og domarinn dæmir aukaspyrnu við litla hrifningu heimamanna.
21. mín
Gary Martin fær boltann rétt fyrir utan teig og reynir að skrúfa boltann í fjærhornið en boltinn fer framhjá.
14. mín
Aukaspyrnan er góð og Tom Even Skogsrud kemst í boltann en uanfótarskot hans er framhjá og hann var auk þess rangstæður.
13. mín
Gunnar Heiðar fer niður eftir baráttu við varnarmann KR og dómarinn dæmir aukaspyrnu. Þetta er góður staður, rétt fyrir utan vítateigshornið.
11. mín
Mistök hjá Hafsteini Briem, Þorsteinn Már stelur boltanum af honum en Avni Pepa bjargar með stórkostlegum varnarleik, hendir sér fyrir skotið á síðustu stundu!
7. mín
Hörkuskot! Óskar Örn Hauksson fer inn á vinstri fótinn og þrumar boltanum í stöngina! Þaðan ná leikmenn ÍBV að hreinsa boltann frá.
4. mín
Ágætis sókn hjá KR. Hættuleg fyrirgjöf frá hægri en Abel kemur út og handsamar boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Eyjamenn sem byrja með boltann. KR sækir í átt að Herjólfsdal og eru með smá vind í bakið.
Varamannabekkurinn hjá Kr tilbúinn fyrir leikinn! #fotboltinet #IBVKR pic.twitter.com/cMBBfe2fME
— Þorsteinn Ívar (@SteiniIvar) August 21, 2015
Fyrir leik
KR mun leika með sorgarbönd í leiknum í dag til minningar um Ólaf Hannesson fyrrverandi landsliðsmann og leikmann KR. Ólafur var 88 ára þegar hann lést en hann lék 143 leiki fyrir KR og skoraði í þeim 64 mörk ásamt því að verða Íslandsmeistari með liðinu alls fimm sinnum á árunum 1948-1955.
Fyrir leik
Aðstæður í Eyjum i dag eru eins og best verður á kosið. Það er frekar hlýtt úti og smá gola. Völlurinn er að sjálfsögðu einnig í góðu standi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. ÍBV gerir eina breytingu frá 2-0 útisigri gegn Leikni í síðustu umferð. Tom Even Skogsrud kemur inn í liðið fyrir Aron Bjarnason sem sest á bekkinn.
KR gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Val í bikarúrslitaleiknum. Almarr Ormarsson og Hólmbert Friðjónsson fara á bekkinn en Þorsteinn Már Ragnarsson og Gary Martin koma inn.
KR gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Val í bikarúrslitaleiknum. Almarr Ormarsson og Hólmbert Friðjónsson fara á bekkinn en Þorsteinn Már Ragnarsson og Gary Martin koma inn.
Fyrir leik
Leikurinn átti að fara fram í gær fimmtudag en var færður aftur um sólarhring þar sem leikmenn KR komust ekki til Eyja. Sjá nánar.
Fyrir leik
Jónas Guðni Sævarsson, leikmaður KR:
Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því að fara til Eyja og mér lýst rosalega vel á þennan leik. Við megum ekki misstíga okkur. Ef við ætlum að berjast um þennan titil til lokadags þá þurfum við að taka öll þau stig sem eftir eru. FH og Breiðablik eru ekki að fara að misstíga sig svo glatt. Ef við ætlum að vera með þurfum við að taka alla leiki og leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þeim sjö sem eftir eru.
Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því að fara til Eyja og mér lýst rosalega vel á þennan leik. Við megum ekki misstíga okkur. Ef við ætlum að berjast um þennan titil til lokadags þá þurfum við að taka öll þau stig sem eftir eru. FH og Breiðablik eru ekki að fara að misstíga sig svo glatt. Ef við ætlum að vera með þurfum við að taka alla leiki og leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þeim sjö sem eftir eru.
Fyrir leik
Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið mætast í sumar. Þegar liðin léku á KR-vellinum í Pepsi-deildinni 25. maí vann KR 1-0 sigur þar sem Óskar Örn Hauksson skoraði. Liðin léku svo á sama velli í undanúrslitum bikarsins í lok júlí. Þar rúllaði KR yfir Eyjamenn og vann 4-1 sigur.
Fyrir leik
Sextándu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur með leikjum í kvöld. KR verður að vinna til að halda sér í titilbaráttunni, liðið verður þremur stigum frá toppliði FH með sigri. ÍBV er í fallsæti með 14 stig en kemst upp úr fallsætinu tapi liðið ekki í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
('33)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Gary Martin
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
('60)
8. Jónas Guðni Sævarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Jacob Toppel Schoop
('60)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
('33)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
9. Hólmbert Aron Friðjónsson
('60)
11. Almarr Ormarsson
('60)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
19. Sören Frederiksen
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('39)
Hólmbert Aron Friðjónsson ('76)
Gunnar Þór Gunnarsson ('78)
Almarr Ormarsson ('80)
Rauð spjöld: