Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   fim 20. ágúst 2015 16:54
Hafliði Breiðfjörð
ÍBV - KR frestað: KR-ingar gátu ekki lent í Eyjum
Spilað 18:00 á morgun
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Ekkert verður úr því að viðureign ÍBV og KR fari fram í kvöld en leikurinn átti að hefjast 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

KR-ingar flugu af stað í leikinn en vél með 8 leikmenn gat ekki lent í Vestmannaeyjum svo henni var snúið við og því getur leikurinn ekki farið í gang.

Leikurinn átti að vera í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18:00 og fulltrúar stöðvarinnar voru mættir til eyja til að senda út leikinn sem og dómarar og restin af leikmönnum KR.

Búið er að setja nýjan leiktíma klukkan 18:00 á morgun á Hásteinsvelli en það staðfesti Guðlaugur Gunnarsson starfsmaður KSÍ við Fótbolta.net.



Athugasemdir
banner
banner
banner