City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
2
1
Fjölnir
Atli Guðnason '50 1-0
1-1 Kennie Chopart '69
Emil Pálsson '80 2-1
26.09.2015  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Rok og rigning en sól í hjörtum
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Emil Pálsson
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('68)
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon ('83)
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('77)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('77)
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('83)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('68)

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BÚIÐ!!! FH ÍSLANDSMEISTARAR!!! TIL HAMINGJU FH VEL AÐ ÞESSU KOMNIR, VIÐTÖL OG SKÝRSLA Á LEIÐINNI.
91. mín
4 mínútum bætt við. Mikill darraðadans í teig FH inga. Þeir fá aukaspyrnu og taka mikinn tíma í þetta. Þetta er komið held ég.
90. mín
Hryllilega illa útfærð aukaspyrna, en Illugi rennir honum alltof stutt á Þóri sem ætlaði að taka eina Riise spyrnu.
88. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Fyrsta spjald leiksins. Braut á Þóri sem tók léttan Messi sprett.
88. mín
Ekkert að gerast, þetta virðist vera í höfn hjá FH.
83. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
82. mín
DAUÐAFÆRI! Þórir í dauðafæri en skýtur honum beint á Róbert sem heldur boltanum vel! Þetta er rosalegur leikur
80. mín
Inn:Mark Charles Magee (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
80. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Emil Páls skoraði þetta mark!
79. mín
Guðmundur Karl bjargar á línu!!!!!!! Skot frá Pétri Viðars eftir horn, VAÁÁÁÁ!!
78. mín
Horn sem FH fær.
77. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Hann skorar alltaf þessi.
76. mín
Fjölnir eru að beita skyndisóknum. Gætu alveg skorað, komið panikk hjá FH.
75. mín
FH að þyngja pressuna, þetta endar bara á einn veg.......
74. mín
1798 á vellinum!
73. mín
Davíð með þrumuskalla!!!! Rétt framhjá eftir sendingu frá Bödda. SHIT sú spennan!!
72. mín
Steinar er óhræddur og slær boltann í horn.
72. mín
FH fá ódýrustu aukaspyrnu sumarsins úti á kanti, Löppin ætlar að senda þennan fyrir markið.
69. mín MARK!
Kennie Chopart (Fjölnir)
HVAÐ ERU RÓBERT OG PÉTUR AÐ GERA? Róbert kemur út í sendingu frá Ragnari Le inn í teiginn en Pétur skallar hann beint fyrir lappirnar á Kennie sem skorar í autt markið. Samskiptin engin þarna á milli? Taugarnar að fara með FH?
68. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Út:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Bjarni gat ekki haldið leik áfram eftir höggið.
68. mín
Bjarni Þór liggur eftir samstuð við Neftali. Sjúkraþjálfarar FH eru að hlúa að honum, virðist þjáður. Er þó staðinn upp.
65. mín
Inn:Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir) Út:Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Gæsahúð, hér standa allir upp og klappa fyrir Óla.
65. mín
Inn:Ragnar Leósson (Fjölnir) Út:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
64. mín
Emil Pálsson með þrumu skot hátt yfir, það besta sem hefur gerst í ca 10 mín.
60. mín
FH fær hornspyrnu, Serwy tekur hornið Steinar fer út en grípur í tómt. Boltinn fer þó í burtu á endanum.
59. mín
Dauft þessa stundina, annað en kaffið hérna í Krikanum sem er rótsterkt!
57. mín
Lennon með skemmtilega tilraun þegar hann reynir að chippa yfir Steinar í markinu en Steinar sér við honum.
54. mín
Aron Sig með máttlausa tilraun langt langt langt langt framhjá!
53. mín
Beint í vegginn frá Ramos!
53. mín
Hinn íslenski Ramos hlýtur að taka þetta.
52. mín
Það er komið líf í þetta, Fjölnir fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
50. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
Boltinn hrökk af Lennon til Atla Guðna sem klárar vel undir Steinar í markinu. AG#11 skilar alltaf sínu. Eins og þruma úr heiðskýru.
48. mín
Hornspyrna sem Fjölnir fá eftir vel útfærða skyndisókn.
47. mín
Rólegt eins og er í Krikanum, ég óska eftir mörkum.
46. mín
Leikur hafinn
BYRJAÐ!
45. mín
Hálfleikur
Dominos pizza í hálfleik hjá FH-ingum fyrir blaðamenn. VEISLA.... Skink og pepp.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við.
43. mín
Jonatan Neftali Diez Gonzales gerir vel í að henda sér fyrir skot frá Emma Páls. Það koma mörk. Lofa.
42. mín
Hornið er tekið og Steinar fer í úthlaup, lendir á mannamúr og það er dæmt. Ekki alltaf dæma á svona dómarar ef þið eruð að lesa.
41. mín
Hornspyrna sem FH fær, Bersveinn vill fá dæmt brot en Erlendur dæmir horn. Rétt.
40. mín
Hendrickx ákveður að renna sér á eftir boltanum sem er á leiðinni útaf. En hann endar undir sjúkrabílnum sem er á staðnum, hann liggur ennþá, nei hann er staðinn upp og fær lófaklapp.
38. mín
Horn sem Fjölnir fær eftir flottan sprett hjá Þóri sem kom svo með fyrirgjöf sem Löppin skallar afturfyrir endamörk. FH verjast horninu vel en boltinn berst út úr teignum á Hans Viktor sem er með gott skot en rétt yfir.
36. mín
FH með flotta sókn sem endar á fyrirgjöf frá Atla Guðna sem Steinar grípur mjög vel.
34. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Bergsveinn bjargar á línu skoti frá Lennon boltinn datt fyrir hann í teignum. VÁ!
33. mín
Aukaspyrna sem FH eiga á stór stór hættulegum stað! Hendrickx og Davíð standa yfir boltanum.
32. mín
Erlendur reynir að leyfa hagnaðnum að ganga en dæmir svo á Bergsvein fyrir peysutog á Lennon, vel gert Erlendur.
31. mín
Máttlaus tilraun að marki FH frá Kennie en Róbert er rólegur og leyfir boltanum að sigla yfir markið.
28. mín
Þórir með A-klassa touch! Skoðum þetta í pepsi mörkunum takk.
27. mín
Leikurinn og vindurinn að róast.
25. mín
Lennon virðist hafa stigið á Bergsvein. En Erlendur virðist ekki ætla að spjalda, dæmir bara aukaspyrnu.
23. mín
Aron Sig með skot!! Sem Róbert heldur ekki en enginn mættur á frákastið og Róbert nær því, Fjölnir að vakna.
22. mín
FH ingar brjálðir þegar Steven Lennon er sloppinn í gegn eftir að hafa augljóslega brotið á Viðari Ara.
20. mín
Doumbia með glæfralega sendingu aftur á Róbert sem sparkar honum mjög illa í burtu.
19. mín
Fjölnir fá hornspyrnu! Ólafur Páll tekur hana, en Bjarni Þór kemur boltanum í burtu.
18. mín
DOUMBIA með skalla framhjá úr góðu færi!
17. mín
FH stjórna öllu þessa stundina og fá nú hornspyrnu.
13. mín
Emil Páls allof seinn í tæklingu á Aron Sig. Þetta átti að vera gult en Erlendur sleppir honum.
12. mín
Löppin með eitraða sendingu á Lennon sem að afgreiðir óvenjulega og það framhjá. FH líklegri.
10. mín
Darraðadans í teig Fjölnis sem endar á því að Aron Sig dúndrar honum í burtu.
9. mín
Ólafur Páll á hér þrjár skelfilegar sendingar í röð. Kemur.
8. mín
Davíð Þór yfirspenntur eins og venjulega á mótmælir flestu.
6. mín
VÁÁ fyrirgjöf sem endar næstum því í marki frá Hendrickx. Steinar slær hann yfir. Hornspyrna sem kemur inní, Steinar slær hann út, beint á Atla Guðna sem skýtur á markið og Óli Palli bjargar á línu! VÁÁÁÁ!!
5. mín
Álitleg sókn hjá FH, Bjarni Þór gefur konfekt sendingu á Atla Guðna sem kemur boltanum aldrei þessu vant ekki á Steven Lennon.
4. mín
Jónas Ýmir formannsframbjóðandi KSÍ stjórnar hér fjöldasöng. "Það er aðeins einn Heimir Guðjóns". Stemning í stúkunni. Erlendur er búinn að blása tvisvar í flautuna í dag.
3. mín
Þreifingar og augljóst stress í byrjun.
2. mín
Byrjar á léttri innkasta hrinu á vallarhelmingi FH.
1. mín
Fjölnismenn sækja undan vindi.
1. mín
Leikur hafinn
BYRJAÐ!
Fyrir leik
Ólafur Páll fær höfðinglegar móttökur og faðmar nánst hvern einasta mann.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn, áhorfendur standa á fætur og klappa. Friðrik Dór les liðin, þvílík stemning!
Fyrir leik
Það er einn kominn í stúkuna sem er ekki yfirbyggð og það er enginn annar en Jón Rúnar. Stressið maður. Stressið.
Fyrir leik
Allt klárt í Krikanum! Veislan fer að byrja!! KOMA SVO
Fyrir leik
Friðrik Dór fer yfir að knattsspyrna sé leikur án fordóma. Í síðasta skiiiipti á þessu tímabili.
Fyrir leik
Í öðrum fréttum er þetta helst: liðin eru farin inn í klefa.
Fyrir leik
Jón Rúnar spókar sig um á vellinum ekkert smá flottur í tauinu og hann er að fara að taka á móti titli í dag, það er það eina sem hann er að hugsa um.
Fyrir leik
Bæði lið byrjuð að hita upp undir einu því harðasta rappi sem að ég hef heyrt. S/O á Friðrik Dór fyrir þetta lag. En mér sýndist hann vera við DJ borðið þegar ég labbaði inn.
Fyrir leik
Fyrstur út í upphitun er Steinar Örn markvörður Fjölnis. Til hamingju með það, í verðlaun er krullujárn fyrir örvhenta. Kennie Knak fylgir honum fast á eftir.
Fyrir leik
Fyrir þá sem að vita ekkert hvað þeir eiga af sér að gera þá er um að gera að stilla inn á X-ið 97,7 og hlusta á Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt sem skiptir máli.
Fyrir leik
Aðstoðarþjálfarar beggja liða eru búnir að stilla upp keilum fyrir sín lið. Ekki virðist vera að lægja en við bindum miklar vonir við það að hér verði skemmtilegur fótboltaleikur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár óbreytt lið hjá báðum liðum. En Mark Charles Magee er kominn á bekkinn hjá Fjölni.
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson - Dómari
Frosti Viðar Gunnarsson - Aðstoðardómari 1
Leiknir Ágústsson - Aðstoðardómari 2

Þetta er tríóið okkar í dag. Þeim verður kalt.
Fyrir leik
Fjölmiðlafulltrúi FH hættir ekki að bera í okkur góðgæti hérna í blaðamannastúkunni.
Fyrir leik
Hér sést regnbogi! Þvílíkt sjónarspil, einnig er hér líklega ein dýrasta vallarklukka landsins. Allt til alls í krikanum.
Fyrir leik
Ekki er búist við stórtækum breytingum hjá FH en þó veit maður aldrei hvað Heimir Guðjóns gerir, Steinar mun svo að öllum líkindum standa á milli stanganna hjá Fjölni.
Fyrir leik
Hér ómar í hátalarakerfinu "Þessi fallegi dagur" með Bubba. Lagið gæti varla átt verr við þennan daginn, enda er hífandi rok og smá úði. Ekki kjör aðstæður fyrir fótbolta. En svona er þetta.
Fyrir leik
Fer bikar á loft í dag?
Hér verður bein textalýsing frá leik FH og Fjölnis í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Fjölnir á enn möguleika á að ná í Evrópusæti en ljóst er að FH verður Íslandsmeistari með sigri. Ef Blikar misstíga sig gegn ÍBV þarf FH ekki einu sinni stig til að bikarinn sé kominn í hús.

Málarameistarinn Erlendur Eiríksson dæmir leikinn. Gunnar Már Guðmundsson er í banni hjá Fjölni. Kristján Flóki Finn­boga­son, sóknarmaður FH, tekur einnig út bann í dag þar sem hann hefur fengið fjórar áminningar.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH:
Fjölnismenn hafa komið mér á óvart í allt sumar. Þeir byrjuðu mjög vel en lentu svo í basli þegar þeir misstu einn besta varnarmanninn sinn og svo auðvitað Emma (Emil Pálsson) sem var frábær fyrir þá og hefur verið frábær fyrir okkur síðan. Þeir hafa nú náð að stoppa vel í þau göt. Þeir koma örugglega brjálaðir til leiks. Þetta er pottþétt í fyrsta skipti í sögu Fjölnis sem þeir eiga einhvern möguleika á Evrópusæti.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason ('65)
Steinar Örn Gunnarsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Viðar Ari Jónsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson ('80)
13. Kennie Chopart
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
26. Jonatan Neftali Diez Gonzales
28. Hans Viktor Guðmundsson (f) ('65)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
3. Illugi Þór Gunnarsson ('65)
6. Atli Már Þorbergsson
7. Birnir Snær Ingason
10. Ægir Jarl Jónasson
18. Mark Charles Magee ('80)
22. Ragnar Leósson ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: