Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 25. september 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Davíð Þór: Væri eitthvað að mér ef ég myndi kvarta
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eftir titlaleysi síðustu tvö ár getur FH tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á morgun þegar liðið leikur gegn Fjölni í Kaplakrikanum í næstsíðustu umferð deildarinnar. Með sigri er liðið öruggt með toppsætið og ef Blikar misstíga sig gegn ÍBV þarf FH ekki einu sinni stig.

„Við vorum hundfúlir með að hafa ekki náð að sigla þessu heim gegn Blikunum. Við ætlum okkur að sjálfsögðu þrjú stig á morgun og ef það tekst hefur það í för með sér að við vinnum titilinn," segir Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður og fyrirliði FH.

„Fjölnismenn hafa komið mér á óvart í allt sumar. Þeir byrjuðu mjög vel en lentu svo í basli þegar þeir misstu einn besta varnarmanninn sinn og svo auðvitað Emma (Emil Pálsson) sem var frábær fyrir þá og hefur verið frábær fyrir okkur síðan. Þeir hafa nú náð að stoppa vel í þau göt."

„Þeir koma örugglega brjálaðir til leiks. Þetta er pottþétt í fyrsta skipti í sögu Fjölnis sem þeir eiga einhvern möguleika á Evrópusæti."

Taflan lýgur ekki og það mótmælir því enginn að FH hefur verið besta lið deildarinnar í sumar.

„Við erum sáttir, við erum búnir að vera „solid". Eina sem við getum sett út á er að mér finnst við hafa fengið aðeins of mikið af mörkum á okkur. Það er bara allt liðið sem hefur ekki varist eins vel og það hefði viljað getað gert en það væri eitthvað að mér ef ég væri að kvarta yfir tímabilinu eins og staðan er núna," segir Davíð.

Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki eins og best verður á kosið.

„Ég trúi ekki að þó það verði nokkrir metrar á sekúndu að það hafi þau áhrif að það verði einhverjir heima. Það er þak á aðalstúkunni og hún hlýtur að vera vel full. Annars verð ég vonsvikinn," segir Davíð.

laugardagur 26. september
14:00 Leiknir R.-KR (Leiknisvöllur)
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)
14:00 ÍA-Valur (Norðurálsvöllurinn)
14:00 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner