City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Leiknir R.
0
2
KR
0-1 Óskar Örn Hauksson '56
0-2 Gary Martin '63
Eiríkur Ingi Magnússon '79
26.09.2015  -  14:00
Leiknisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson ('67)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
8. Sindri Björnsson
11. Brynjar Hlöðversson ('83)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson
30. Charley Roussel Fomen

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Atli Arnarson
9. Kolbeinn Kárason ('67)
10. Sævar Atli Magnússon
26. Daði Bergsson ('83)

Liðsstjórn:
Óttar Bjarni Guðmundsson

Gul spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('45)
Eiríkur Ingi Magnússon ('45)

Rauð spjöld:
Eiríkur Ingi Magnússon ('79)
Leik lokið!
Leiknismenn eru fallnir! Viðtöl og umfjöllun á leiðinni. KR tryggja sér 3. sætið hér í dag.
90. mín
Balbi í DAUÐAFÆRI en Eyjó ver vel.
90. mín
Óskar Örn með skot framhjá.
90. mín
Schoop sendir Gary í gegn en Gary er rangstæður.
90. mín
Óskar Örn með frábæran sprett og sendir fyrir og skallar Gary en Gestur Ingi ver á línu!
90. mín
Sex! Uppbótartíminn eru sex mínútur.
89. mín
Óli Hrannar með skot beint á Sindra.
86. mín
Schoop með fínt skot en framhjá markinu.
85. mín
Kiddi Magg fær boltann inn í teig en missir hann klaufalega frá sér. Þarna hefði hann getað skorað þriðja markið en allt kom fyrir ekki.
84. mín
Kristján Páll með skot utan af velli sem fór vel yfir.

83. mín
Inn:Daði Bergsson (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
79. mín Rautt spjald: Eiríkur Ingi Magnússon (Leiknir R.)
Eiríkur brýtur á Óskari og fær sitt annað gula spjald og rautt. Hárréttur dómur.
77. mín
Hilmar Árni spyrnir fyrir og Óli Hrannar fær hann í punginn og út af...
77. mín
Leiknir fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Óbein.
76. mín
Leiknismenn eru að pressa talsvert þessa stundina.
75. mín
Eiríkur með þrusu og ver Sindri í horn!
74. mín
Ekki kemur til þess að Sindri þarf að fara út af og er leikurinn hafinn á ný.
72. mín
Þetta hlaut að enda með einhverju og endaði á því að Sindri meiddist. Hlúð er að honum hérna. KR eru búnir með skiptingar og eru getgátur um hver færi í markið ef Sindri þarf að hætta leik.
71. mín
Hilmar Árni fær annað horn, og svo annað. Spyrnurnar frá honum góðar og vesen hjá KR.
70. mín
Hætta eftir horn og talsvert klafs í teig KR-inga en heimamenn ná ekki að skora. Fá hér annað horn!
69. mín
Hilmar Árni í dauðafæri! Hleypur með boltanum á vítateigslínunni og er í góðu skotfæri en þrumar framhjá markinu.
67. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Síðasta halmstráið???
67. mín
Inn:Kristinn Jóhannes Magnússon (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Kiddi Magg kemur inn og Skúli Jón tekur við bandinu.
66. mín
KR með góða sókn en Halldór Kristinn varðist vel gegn Schoop.
63. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Löng sending fram og hlaupa þeir Eyjólfur og Gestur saman! Gary tekur boltann og rennir honum í autt markið. 0-2 er staðan og er hún slæm fyrir Leikni.
57. mín
Inn:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR) Út:Almarr Ormarsson (KR)
Almarr meiddist í aðdraganda marksins eftir að Elvar Páll tæklaði og rann lengi á blautu grasinu.
56. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
KR er komið yfir!!! Ekki var það fallegt en mark var það. Gary með fyrirgjöf frá hægri og eru Óskar og miðverðir Leiknis í pakkanum með Eyjó og lekur boltinn í markið. 0-1!
55. mín
Binni Hlö með skot lengst utan af velli og minnti áhorfendur á af hverju hann spilar sem djúpur á miðjunni.
54. mín
Almar skorar!!! Frábær sending frá Schoop!!! En markið dæmt af vegna rangstöðu.
53. mín
Eiríkur með fyrirgjöf inn í pakkann og munaði litlu að Óli Hrannar kæmist í boltann.
52. mín
Leiknismenn með góðan sprett og gaf Elvar Páll á Óla Hrannar. Fyrirliðinn var lengi með boltann en gaf svo á Kristján Pál sem vippaði yfir markið.
49. mín
Óli Hrannar rann á Sindra og voru KR-ingar frekar æstir. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu án þess að spjalda.
48. mín
KR að setja pressu á heimamenn.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið. Engar breytingar á liðunum en Pálmi var aðeins farinn að haltra í fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Daufum fyrri hálfleik lokið. Leiknir er fallið eins og staðan er í leikjum dagsins.
45. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Tók einn fyrir liðið.
45. mín
Leiknismenn með fína sókn og eiga tvö skot í varnarmenn.
45. mín
Sören með fyrirgjöf og kýlir Eyjó hann yfir markið. Virkaði ótraustur þarna. En ekkert kom úr horninu.
45. mín Gult spjald: Eiríkur Ingi Magnússon (Leiknir R.)
Tæklar Óskar úti á velli.

42. mín
Óskar Örn með þrumuskot framhjá markinu!
41. mín
Bóas var orðinn einmana enda næstum eini stuðningsmaður KR hér í dag. Leiknisljónin buðu hann velkominn og er þessi nýja stuðningssveit að syngja saman Allir sem einn. Líf og fjör!
41. mín
Óli Hrannar með tíma fyrir utan en hleður strax í slakt skot framhjá.
38. mín
Schoop með skot fram hjá markinu.
38. mín
Elvar Páll brýtur heimskulega af sér og KR fær aukaspyrnu.
37. mín
Hilmar Árni tók Jónas Guðna í kennslustund, geystist upp völlinn og skaut að marki en Sindri varði auðveldlega þar sem skotið var laust. Skemmtileg tilþrif engu að síður.
35. mín
KR vilja víti en Jóhann Gunnar var búinn að flagga. Þess má til gamans geta að Jóhann er mikill áhugamaður um Sushi og japanska menningu.
34. mín
Jónas Guðni með skot sem fór af varnarmanni í hendur Eyjó. Skotið var laust.
33. mín
Liðin spretta fram og til baka. Almarr virkaði hættulegur t.a.m.
31. mín
Inn:Gary Martin (KR) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Grundfirðingurinn meiddist hér áðan og þarf frá að hverfa.
30. mín
Hætta upp við mark Leiknis! Jakob með fyrirgjöf og skallar Pálmi en boltinn varinn, flakkar svo um teiginn án þess að fara í netið og Leiknismenn hreinsa.
29. mín
Eyjólfur er búinn að sparka milljón sinnum út af. Vindurinn stríðinn hér í dag.
29. mín
KR skorar mark sem er dæmt af vegna rangstöðu.
26. mín
Ekkert kom upp úr þessu.
25. mín
KR-ingar ósáttir með dómarann núna. Óli Hrannar var brotlegur en Leiknir vann boltann, brunuðu fram og fá auka á hættulegum stað.
22. mín
Grétar Sigfinnur með skalla eftir sendingu frá Pálma en í lúkurnar á Eyjólfi.
21. mín
Gestur hleypur Þorstein Má klaufalega niður og KR fær auka á fínum stað.
19. mín
Leiknismenn í sókn sem endar með misheppnaðir sendingu.
17. mín
Óskar Örn með skot sem Eyjólfur ver í horn.
15. mín
Sindri Björns í góðu skotfæri eftir sprett Hilmars Árna en skotið hátt yfir. Þarna hefði Sindri átt að gera betur.
14. mín
Pálmi með skot fyrir utan sem fór nokkuð hátt yfir markið.
12. mín
Fomen í góðu færi til að gefa fyrir en fyrirgjöfin ekki sú besta og fámennt inni í teig.

11. mín
Gunnar Þór með nokkuð laust skot sem fór í gegnum allan pakkann og aftur fyrir.
10. mín
Almarr í fínu skotfæri en Fomen bjargaði í horn.
10. mín
Gunnar Þór með fyrirgjöf sem gestur skallar frá.
7. mín
Það lægði aðeins og þá heyrðist svona líka vel í lúðrasveit Leiknisljónanna.
6. mín
Liðin þreifa fyrir sér án þess að skapa hættuleg færi. KR byrja betur.
3. mín
Stungusending inn á Óla Hrannar sem var ekki að ná til boltans en engu að síður var hann kjötaður í grasið af Grétari.
2. mín
Sören leikur í bakverði hjá KR í dag.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Guðmundur Marinó spáir: "Þetta fer 3-1 fyrir Leikni. KR minnkar í 2-1 og Leiknir skorar í lokin."
Fyrir leik
Elvis farinn að hljóma í Breiðholtinu!!!
Fyrir leik
Aron Bjarki sest á bekkinn með kaffi í hönd.
Fyrir leik
Friðgeir Bergsteins er mættur. #friðgeirsvaktin
Fyrir leik
Hólmbert horfir skælbrosandi upp í blaðamannastúkuna og hristir hausinn yfir veðrinu.
Fyrir leik
Mikill dynkur heyrðist hér í stúkunni og fóru menn að óttast að blaðamannagámar hæfust á loft en allt kom fyrir ekki og var þetta hátalari á pallinum fyrir ofan okkur sem datt hressilega.
Fyrir leik
Það er einn áhorfandi mættur í stúkuna og hann heitir Bóas og heldur með KR.
Fyrir leik
Sævar Atli Magnússon situr á bekknum hjá Leikni í dag en hann er fæddur 16. júní árið 2000. Til gamans má geta að þá var ég á 15. ári að horfa á EM í fótbolta.
Fyrir leik
Oscar Clausen, vallarþulur hér á Gettó ground, mætti hér galvaskur með kaffi í hönd og svaraði mér um spá með þessum orðum: "Þetta eru bæði mín lið svo ég má halda með þeim sem ég vil. Þannig að ég segi 3-0."
Fyrir leik
Þegar ég mætti voru einu sem voru utandyra grjótharðir boltastrákar og Gísli Þorkels, sem ræddi heimsmálin við okkur blaðamenn.
Fyrir leik
Bekkurinn hjá KR er gríðarlega sterkur í dag vekur athygli að bæði Hólmbert og Gary sitja á tréverkinu.
Fyrir leik
Leiknir stilla upp í 4-3-3: Eyjó í marki, vörnin er frá hægri: Eiríkur, Gestur, Halldór Kristinn, Fomen.
Miðja: Sindri og Binni Hlö.
Framan þá: Kristján Páll, Hilmar Árni og Elvar Páll.
Framherji: Óli Hrannar, fyrirliði.
Fyrir leik
Leiknisljónin verða á Spachat á dag og hvetjum við unnendur að fylgjast með: Leiknisljonin
Fyrir leik
Fellur Leiknir í dag?
Hér verður bein textalýsing frá leik Leiknis og KR í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leiknir er í erfiðri stöðu, fjórum stigum frá öruggu sæti, og þarf því að ná hagstæðum úrslitum í lokaleikjunum ásamt því að þurfa að treysta á að önnur úrslit falli liðinu í hag.

KR-ingar hafa verið kaldir eftir að þeir töpuðu bikarúrslitaleiknum. Í síðasta leik tapaði liðið 0-3 fyrir Stjörnunni og er komin pressa á þjálfarana. Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, verður ekki með í dag þar sem hann fékk rautt gegn Stjörnunni.

Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis:
Það er alltaf hægt að ná góðum úrslitum í fótbolta og þessi leikur er engin undantekning. Við höfum sýnt mjög góða frammistöðu í mörgum leikjum í deildinni og fyrri leikurinn er einn af þeim. KR hefur að skipa frábæru liði og það verður mjög krefjandi og skemmtilegt að fá þá í heimsókn upp í Breiðholt.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
13. Sindri Snær Jensson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('67)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('31)
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Almarr Ormarsson ('57)
19. Sören Frederiksen
20. Jacob Toppel Schoop
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
12. Jakob Eggertsson (m)
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('57)
7. Gary Martin ('31)
9. Hólmbert Aron Friðjónsson
16. Kristinn Jóhannes Magnússon ('67)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: