Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 25. september 2015 16:50
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri: Nýr leikur með nýtt líf
Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis.
Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Óttar Bjarni verði leikfær.
Óvíst er hvort Óttar Bjarni verði leikfær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er möguleiki að ná markmiðinu okkar og við höldum áfram þeirri vinnu að ná því," segir Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis. Breiðhyltingar fá KR í heimsókn í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar á morgun.

Leiknir er í erfiðri stöðu, fjórum stigum frá öruggu sæti, og þarf því að ná hagstæðum úrslitum í lokaleikjunum ásamt því að þurfa að treysta á að önnur úrslit falli liðinu í hag. Leiknir tapaði á sannfærandi hátt fyrir Fylki í síðasta leik.

„Við höldum áfram að róa. Þetta er búin að vera hörð og skemmtileg barátta þar sem af er tímabili og hún heldur áfram á laugardaginn gegn KR. Við kláruðum að gera upp Fylkisleikinn daginn eftir leik og hann er búinn. Á morgun er nýr leikur með nýtt líf og við hlökkum til að mæta í hann og spila fyrir framan snillingana í Leiknisljónunum."

Leiknir tapaði naumlega 1-0 gegn KR í fyrri umferðinni þar sem markmannsmistök réðu úrslitum:

„Það er alltaf hægt að ná góðum úrslitum í fótbolta og þessi leikur er engin undantekning. Við höfum sýnt mjög góða frammistöðu í mörgum leikjum í deildinni og fyrri leikurinn er einn af þeim. KR hefur að skipa frábæru liði og það verður mjög krefjandi og skemmtilegt að fá þá í heimsókn upp í Breiðholt,"

Óvíst hvort Óttar Bjarni spili
Miðvörðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson fór meiddur af velli gegn Fylki og er tæpur fyrir þennan leik á morgun.

„Fannar Þór (Arnarsson) er meiddur og verður ekki með í leiknum. Atli Arnarson er byrjaður aftur að æfa og er betri með hverjum deginum. Þátttaka Óttars Bjarna er enn óljós en hann er að jafna sig eftir samstuð sem hann lenti í gegn Fylki. Aðrir leikmenn eru tilbúnir í slaginn," segir Davíð.

Veðurspáin er ekki eins og best verður á kosið en það hefur væntanlega ekki áhrif á Leiknisljónin?

„Leiknisljónin eru besti stuðningsmannahópur á Íslandi. Þau hafa svo sannarlega sýnt það í sumar þrátt fyrir góða samkeppni frá öðrum stuðningsmannahópum. Það hefur verið frábært að mæta í alla leiki með þeim. Þetta er síðasti heimaleikur okkar í ár og við munum sem fyrr mæta saman og gef allt í leikinn til að ná góðum úrslitum. Það þarf miklu meira en vont veður til að stoppa þau en ég held reyndar að það sé ekkert sem stoppi hungruð Leiknisljónin. Þau halda alltaf áfram eins og Leiknisliðið."

laugardagur 26. september
14:00 Leiknir R.-KR (Leiknisvöllur)
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)
14:00 ÍA-Valur (Norðurálsvöllurinn)
14:00 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner