City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
1
0
Víkingur R.
Atli Sigurjónsson '15 1-0
Viktor Bjarki Arnarsson '38
13.05.2016  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 1376
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('50)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason ('84)
10. Atli Sigurjónsson
17. Jonathan Glenn
23. Daniel Bamberg ('61)
26. Alfons Sampsted
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('61)
11. Gísli Eyjólfsson ('84)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('50)
22. Ellert Hreinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('36)
Atli Sigurjónsson ('45)
Jonathan Glenn ('45)
Daniel Bamberg ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik með sinn annan sigur í röð!

Víkingar ennþá með eitt stig.

Viðtöl og umfjöllun á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Höskuldur leggur boltann á Glenn sem nær fínu skoti af stuttu færi en Róbert kemur með eina af markvörslum sumarsins! Vá.
90. mín
Vitleysa í mér. Hann harkar þetta bara víst af sér og er kominn inná. Harka!
90. mín
Víkingar verða tveim færri í uppbótartímanum sem er fjórar mínútur. Arnþór getur bara ekki meira.
88. mín
Arnþór Ingi liggur aftur eftir. Hann virðist hreinlega vera búinn.

Halldór Smári var eitthvað að kveinka sér líka. Ekki sérlega glæsilegt ástand á Víkingunum eins og er. Manni færri, búnir með skiptingarnar og menn að meiðast.
85. mín
Hornspyrna frá Blikum sem Róbert missir fyrir fætur Glenn. Glenn er hins vegar of seinn að átta sig og nær ekki að nýta sér það.
84. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Arnþór ekki búinn að vera áberandi í seinni hálfleik.
80. mín
Víkingarnir svo nálægt því að jafna!

Gulli fer í úthlaup en hann missir af boltanum og Halldór Smári er í færi, hann nær fínu skoti en Gulli er staðinn upp og ver virkilega vel.
79. mín
Blikarnir eru komnir hrikalega aftarlega, gæti endað illa.
77. mín
Arnþór liggur eftir eitthvað meiddur. Mögulega bara krampi en skiptingar Víkinga eru búnar.
76. mín
Eitthvað kæruleysi komið hjá Blikum. Þeir eru að hleypa Víkingunum í leikinn.
73. mín
Höskuldur kemur sér í færi, nær skoti en Lowing gerir vel í að koma sér fyrir skotið og bjarga í horn.
70. mín
Tufa strax búinn að koma sér í færi. Fær boltann við vítapunktinn og tekur skot á lofti en það fer yfir.
68. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Tufa er að koma til baka eftir meiðsli.
68. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Efiður leikur fyrir Erling að koma inn í.
61. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Daniel Bamberg (Breiðablik)
Margir klóra sér í höfðinu yfir að Höskuldur hafi ekki byrjað leikinn. Hann er orðinn snoðaður og fínn.
58. mín
Átta gul spjöld komin í þetta. Þar á meðan tvö á Viktor Bjarka.
58. mín Gult spjald: Igor Taskovic (Víkingur R.)
Togaði aðeins í Arnþór Ara sem var að komast í fína stöðu hægra megin.
56. mín Gult spjald: Daniel Bamberg (Breiðablik)
Brýtur á Alex Frey á miðjum vellinum. Enn eitt spjaldið í dag.
55. mín
Svakalega rólegar fyrstu mínútur í seinni hálfleik. Blikar sáttir við að vera yfir á meðan Víkingar eru varkárir, manni færri.
50. mín
Fyrsta tækifæri seinni hálfleiks er Blika. Arnþór skallar boltann á Atla sem hittir boltann ekki nógu vel og rúllar hann framhjá.
50. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Elfar eitthvað meiddur.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Sjáum hvað Víkingar geta gert, manni færri og marki undir.
45. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Viktor Jónsson (Víkingur R.)
Milos þarf að endurskipuleggja sitt lið.
45. mín
Hálfleikur
Aldeilis sem þessi leikur fór í ruglið undir lok fyrri hálfleiks. Viktor Bjarki fékk tvö gul, nánast á sömu mínútunni og eftir það fylgdu fleiri eftir. Blikar eru hins vegar marki yfir og manni fleiri.
45. mín Gult spjald: Jonathan Glenn (Breiðablik)
Atli fékk spjald fyrir einhver læti sem áttu sér stað eftir þetta. Glenn fær spjaldið fyrir að fara með sólann í Robba.
45. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
45. mín
Jonathan Glenn og Róbert Örn eltast við sama bolta. Róbert er aðeins á undan og fer Glenn líka í þetta með lappirnar og liggur Róbert eftir meiddur.

43. mín
Gary Martin prjónar sig í gegnum alla vörn Blika áður en hann á skot rétt framhjá. Víkingarnir gefast ekki upp.


40. mín
Atli á skot rétt utan teigs sem fer mjög fínt framhjá.
40. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Víkingarnir eru að tapa sér. Alex Freyr fær gult fyrir frekari mótmæli. Þvílíkt fjall fyrir Víkinga að klífa núna.
38. mín Rautt spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
HVAÐ ER Í GANGI!?!?

Viktor Bjarki fær tvö gul spjöld á 20 sekúndum eða svo. Nýkominn með gult fyrir tuð og hann hamrar Glenn niður. Greinilega búinn að missa hausinn og var að biðja um að láta reka sig útaf.
37. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Gary Martin fer niður í teignum eftir viðskipti við Damir. Hann vill víti en fær ekki. Englendingurinn er brjálaður með þessa ákvörðun og leikmenn Víkings hópast að Valdimar. Viktor Bjarki gengur lengst allra í mómælunum og hann fær gult spjald.
36. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Fær spjald fyrir að sparka niður nafna sinn í Víkingsliðinu.
33. mín
Aðeins búið að róast yfir þessu hérna og lítið að gerast þessa stundina.
25. mín
Arnór Sveinn á fyrirgjöf á Atla sem nær skoti á nærstöng en Róbert er vel vakandi og er snöggur niður.
24. mín
Alan Lowing og Jonathan Glenn fóru upp í skallabolta og þeir lentu illa í hvorum öðrum og liggja báðir eftir.
20. mín
Elfar tekur sig til og tekur skot af rúmlega 20 metrum sem er á leiðinni í bláhornið en Róbert ver vel. Frábær tilraun hjá miðverðinum.
18. mín
Hvernig hafa Víkingar ekki jafnað!? Eftir hornspyrnu Víkinga fær Erlingur frábært færi, aleinn á markteig en hann fer boltann í hælana á sér. Arnþór hefði líka getað náð skoti þarna í góðri stöðu en hann hitti ekki boltann.

Víkingar fá aðra hornspyrnu sem endar með skalla Gary Martin beint á Gunnleif.
15. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Þetta hefur verið á leiðinni. Eftir ágæta byrjun hjá Víkingum voru Blikar búnir að taka öll völd. Andri Rafn á fyrirgjöf sem Atli stangar í netið af stuttu færi á fjærstöng.
14. mín
4-1-4-1 hjá Blikum. Damir og Elfar í miðvörðum. Arnór Sveinn og Alfons í bakvörðum. Oliver fyrir framan vörnina. Andri Rafn og Arnþór Ari á miðjunni með Bamberg og Atla Sigurjónsson á köntunum á meðan Jonathan Glenn spilar fremstur.
12. mín
Blikar eru að komast meira í leikinn. Eftir fallega sókn á Arnþór Ari skot eftir sendingu frá Andra Rafni.
12. mín
Bamberg á fyrirgjöf á Glenn sem tekur boltann á kassann og tekur skot sem Róbert ver. Mjög vel gert hjá Glenn.
8. mín
Arnþór Ari tekur skot eftir sendingu frá Arnóri Sveini en það er beint á Róbert.

Víkingar sækja svo hinum megin. Gary Martin fær langa sendingu á sig áður en hann hælar boltann á Viktor Jónsson en Elfar Freyr var mættur að stöðva hann.
7. mín
Víkingar fara betur af stað í Kópavogi. Leikurinn hefur að mestu farið fram á vallarhelming Blika.
4. mín
Erlingur gerir vel, ver upp vinstri kantinn áður en hann sendir á Gary Martin sem er skotfæri. Hann hittir boltann illa og fer hann laust í fangið á Gulla.
2. mín
Gary Martin fyrir niður í teignum eftir samskipti við Arnþór Ara. Hann biður um víti en það var ekkert að þessu.
1. mín
Virðist vera 4-4-2 hjá Víkingum með Gary og Viktor saman frammi. Erlingur og Alex Freyr á köntunum. Viktor Bjarki og Arnór ingi á miðjunni á meðan Dofri og Ívar Örn í bakvörðunum. Alan Lowing og Taskovic í miðvörðunum.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn og allt að fara af stað. Blikarnir syngja afmælissönginn fyrir Damir.
Fyrir leik
Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks á afmæli í dag. Við óskum honum til hamingju með daginn.

Fyrir leik
20 mínútur í leik og eitthvað af fólki búið að koma sér fyrir í stúkunni. Leikmenn hita upp á vellinum á meðan.
Fyrir leik
Brynjar Ingi Erluson, frá Mogganum segir 2-1 fyrir Blikum.

Tómas Þór hjá Vísi segir 3-1 fyrir Breiðablik.

Ekki mikil trú á Víkingum í kvöld.
Fyrir leik
Víkingur gerir eina breytingu á sínu liði. Erlingur Agnarsson kemur inn og Stefán Þór Pálsson dettur úr liðinu en hann er veikur.
Fyrir leik
Blikar gera tvær breytingar á liðinu sem vann Fylki í síðustu umferð. Elfar Freyr Helgason og Jonathan Glenn koma í liðið. Guðmundur Atli Magnússon og Guðmundur Friðriksson detta úr liðinu.
Fyrir leik
Gunnar Sigurðsson, hraðfréttamaður með meiru spáir hundleiðinlegum leik.

"Já .. nei það er ekkert í kortum nema dúndrandi jafntefli. Steindautt X."
Fyrir leik
Fótbolti.net spjallaði einnig við Arnar Grétarsson, þjálfara Breiðabliks.

"Víkingar hafa verið að spila virkilega vel þó þeir séu aðeins með eitt stig. Það er alltaf meiri pressa að ná fyrsta sigrinum eftir því sem maður fer lengra inn í mót. Að sama skapi viljum við taka þátt í að vera í efri endanum og á von á hörkuleik."
Fyrir leik
"Blikar eru með lið sem hefur spilað lengi saman, þeir þekkjast mjög vel og spila ákveðinn fótbolta. Þeir spila svipaðan bolta og þegar Óli Kristjáns var með þá en með breyttum áherslum. Þetta er vel skólað lið sem er erfitt að eiga við," sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings fyrir leikinn.
Fyrir leik
Þetta er síðasti leikurinn í 3. umferð. Breiðablik er með þrjú stig eftir tap gegn Víkingi Ó. og sigur á Fylki. Víkingur er aftur á móti með eitt stig eftir jafntefli gegn KR og tap á móti Stjörnunni.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur, hér verður leikur Breiðabliks og Víkings í beinni textalýsingu.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Erlingur Agnarsson ('68)
7. Alex Freyr Hilmarsson ('68)
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Viktor Jónsson ('45)
10. Gary Martin
11. Dofri Snorrason
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing

Varamenn:
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('45)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Runólfsson
15. Andri Rúnar Bjarnason ('68)
19. Stefán Bjarni Hjaltested
25. Vladimir Tufegdzic ('68)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('37)
Alex Freyr Hilmarsson ('40)
Igor Taskovic ('58)

Rauð spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('38)