Þriðju umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti Víkingi Reykjavík klukkan 20 á Kópavogsvelli. Blikar eru með þrjú stig en Víkingar eitt.
„Við erum að fara að mæta sterkum andstæðingum, það er alltaf erfitt að spila á móti Breiðabliki," segir Milos Milojevic, þjálfari Víkinga.
„Blikar eru með lið sem hefur spilað lengi saman, þeir þekkjast mjög vel og spila ákveðinn fótbolta. Þeir spila svipaðan bolta og þegar Óli Kristjáns var með þá en með breyttum áherslum. Þetta er vel skólað lið sem er erfitt að eiga við."
Milos segir að það sé ekkert stress í hópnum þó fyrsti sigurinn sé ekki kominn.
„Auðvitað vildum við vera komnir með fleiri stig en miðað við frammistöðuna voru það kannski fimmtán mínútur þar sem við vorum ekki á okkar plani. Spilamennskan hefur verið fín og það er ekkert stress komið."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir