Svartfjallaland
2
1
Ísland
Stevan Jovetic
'56
1-0
1-1
Alfreð Finnbogason
'79
Stevan Jovetic
'88
2-1
29.02.2012 - 17:00
Pod Goricom
Vináttulandsleikur
Pod Goricom
Vináttulandsleikur
Byrjunarlið:
1. Mladen Bozovic
4. Milan Jovanovic
7. Simon Vukevic
('46)
10. Stevan Jovetic
('90)
14. Dejan Damajanovic
('64)
17. Elisad Zverotic
('83)
18. Nikola Drincic
19. Vladimir Bozovic
('77)
20. Miodrag Dzudovic
21. Stefan Savic
22. Marko Cetrovic
('46)
Varamenn:
6. Dragan Buskovic
('90)
9. Mirko Vucinic
('46)
11. Fatos Beciraj
('46)
12. Vladan Giljen
13. Mitar Novakovic
('83)
15. Vladan Adzic
16. Luka Pejovic
('77)
23. Andrija Delibasic
('64)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð. Hér verður bein textalýsing frá leik Svartfellinga og Íslendinga, vináttulandsleik í fótbolta sem hefst klukkan 17:00. Hann Smári Jökull lýsir leiknum í beinni en þangað til hann hefst mun ég rýna í hinar ýmsu staðreyndir tengdar leiknum.
Það má segja að þetta sé fyrsti alvöru landsleikur Lars Lagerback með Ísland en Svíinn síkáti fær þarna að stýra Íslandi í fyrsta sinn á alþjóðlegum leikdegi. Aron Einar Gunnarsson er ekki í byrjunarliðinu í dag þar sem hann á við smávægileg meiðsli að stríða eftir að hafa spilað 120 mínútur gegn Liverpool á sunnudag.
Byrjunarlið Íslands í dag:
Stefán Logi (m)
Grétar - Sölvi (f) - Ragnar - Bjarni Ól
Rúrik - Eggert - Kári - Emil
Gylfi - Birkir
Sölvi Geir Ottesen er fyrirliði Íslands en hann og Ragnar Sigurðsson eru saman í miðverðinum hjá FC Kaupmannahöfn. Þeir þekkja hvern annan út og inn.
Grétar Rafn Steinsson er farinn að gefa kost á sér á ný og þeir Kári Árnason og Emil Hallfreðsson sem voru ekki inn í myndinni hjá Ólafi Jóhannessyni eru báðir komnir inn í liðið. Emil spilar þó á vinstri kanti en margir vildu sjá hann á miðjunni í dag en þar spilar hann fyrir Verona á Ítalíu.
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason eru í fremstu víglínu. Þeir eru kannski ekki vanir því að vera allra fremstu menn en spennandi verður að sjá hvernig þeir ná saman í þessum leik.
Það má segja að þetta sé fyrsti alvöru landsleikur Lars Lagerback með Ísland en Svíinn síkáti fær þarna að stýra Íslandi í fyrsta sinn á alþjóðlegum leikdegi. Aron Einar Gunnarsson er ekki í byrjunarliðinu í dag þar sem hann á við smávægileg meiðsli að stríða eftir að hafa spilað 120 mínútur gegn Liverpool á sunnudag.
Byrjunarlið Íslands í dag:
Stefán Logi (m)
Grétar - Sölvi (f) - Ragnar - Bjarni Ól
Rúrik - Eggert - Kári - Emil
Gylfi - Birkir
Sölvi Geir Ottesen er fyrirliði Íslands en hann og Ragnar Sigurðsson eru saman í miðverðinum hjá FC Kaupmannahöfn. Þeir þekkja hvern annan út og inn.
Grétar Rafn Steinsson er farinn að gefa kost á sér á ný og þeir Kári Árnason og Emil Hallfreðsson sem voru ekki inn í myndinni hjá Ólafi Jóhannessyni eru báðir komnir inn í liðið. Emil spilar þó á vinstri kanti en margir vildu sjá hann á miðjunni í dag en þar spilar hann fyrir Verona á Ítalíu.
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason eru í fremstu víglínu. Þeir eru kannski ekki vanir því að vera allra fremstu menn en spennandi verður að sjá hvernig þeir ná saman í þessum leik.
Hörður Snævar Jónsson:
Er Lars Lagerback fullur? Bjarni Olafur frekar en Hjortur Logi!! #whatajoke
Er Lars Lagerback fullur? Bjarni Olafur frekar en Hjortur Logi!! #whatajoke
Fyrir leik
,,Við erum með breytt lið. Við erum með mikið af nýjum leikmönnum sem hafa ekki spilað marga landsleiki sem eru að taka skrefið í að verða alvöru landsliðsmenn en ekki einhverjir æfingaleikja landsliðsmenn. Það er gaman að taka þátt í því.´´ - Grétar Rafn Steinsson.
,,Ég kann alveg að spila þar og ef það verður þannig þá leysi ég það eins vel og ég get. Maður er alt muligt man, maður getur leyst nokkrar stöður og það er ekki verra. Ef ég verð á vinstri kantinum þá leysi ég það, það er ekkert mál,´´ - Emil Hallfreðsson sem er á vinstri kantinum í dag.
,,Ég kann alveg að spila þar og ef það verður þannig þá leysi ég það eins vel og ég get. Maður er alt muligt man, maður getur leyst nokkrar stöður og það er ekki verra. Ef ég verð á vinstri kantinum þá leysi ég það, það er ekkert mál,´´ - Emil Hallfreðsson sem er á vinstri kantinum í dag.
Fyrir leik
Þessi tvö lið hafa ekki mæst áður svo ekki er hægt að rifja upp fyrri viðureignir. Leikið er í borginni Podgorica á velli sem tekur 12 þúsund áhorfendur.
Með því að smella hér má lesa um helstu leikmenn Svartfellinga. Þess má geta að Svartfjallaland er í 51. sæti á hinum fræga styrkleikalista FIFA.
Með því að smella hér má lesa um helstu leikmenn Svartfellinga. Þess má geta að Svartfjallaland er í 51. sæti á hinum fræga styrkleikalista FIFA.
Fyrir leik
Ómögulega hefur gengið að finna byrjunarlið Svartfjallalands á veraldarvefnum. Það er sem betur fer aukaatriði þegar við höfum það íslenska klárt.
Fyrir leik
Þá hefjum við þessa lýsingu á leik Íslands og Svartfjallalandi sem fram fer í Svartfjallalandi. Byrjunarlið Íslands sjáið þið hér til hliðar og lið heimamanna birtist hér innan skamms
Fyrir leik
Áhugavert verður að sjá Ísland í þessum fyrsta leik Lars Lagerbäck á alþjóðlegum landsleikjadegi þar sem hann getur stillt upp sínu sterkasta liði. Þó vantar Kolbein Sigþórsson sem er meiddur. Þjóðsöngur Íslands er spilaður í þessum skrifuðu orðum og því fer hver að verða síðastur að koma sér í stellingar
Fyrir leik
Þess má geta að sænska sjónvarpsstöðin TV10 sýnir þessum öðrum leik Lars Lagerbäck það mikinn áhuga að hann er sýndur í beinni útsendingu hér í Svíþjóð þar sem ég er staddur. Svíarnir ætla greinilega að fylgja sínum gamla landsliðsþjálfara vel eftir. Ísland og Svíþjóð mætast einmitt í æfingaleik í lok maí.
1. mín
Leikurinn er hafinn og eru það Svartfellingar sem byrja með boltann og Kári Árnason er fljótur að fá sig dæmda aukaspyrnu.
4. mín
Fyrsta skot leiksins eiga Svartfellingar en það er hættulaust, hátt yfir markið frá vítateigslínu.
6. mín
Hætta við mark Svartfellinga. Rúrik tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi heimamanna, sendi góðan bolta fyrir markið og þar var Birkir Bjarnason nálægt því að komast í boltann sem skoppaði framhjá markinu.
10. mín
Svartfellingar fengu gott skotfæri rétt í þessu eftir sofandihátt hjá varnarmönnnum Íslands. Hann fékk að dóla sér með boltann í teignum og náði svo skoti á markið sem Stefán Logi varði vel í teiginn. Boltanum var svo hreinsað burt en litlu munaði að Svartfellingar næðu frákastinu á markteig.
13. mín
Íslendingar eru duglegir að pressa á leikmenn Svartfellinga um leið og þeir ætla eitthvað að færa sig framar á völlinn. Birkir Bjarnason hefur verið sérlega duglegur í hlaupunum þarna frammi.
16. mín
Ísland fékk hornspyrnu eftir sprett Rúriks upp hægri kantinn. Ekkert varð hins vegar úr spyrnunni en þær ættu að vera sterkt vopn þar sem Gylfi Sigurðsson er frábær spyrnumaður.
Emil Hallfreðsson reyndi stuttu seinna skot af löngu færi sem fór ekki svo langt framhjá.
Emil Hallfreðsson reyndi stuttu seinna skot af löngu færi sem fór ekki svo langt framhjá.
19. mín
Kári Árnason og Eggert Gunnþór Jónsson berjast eins og ljón inni á miðjunni hjá íslenska liðinu enda báðir gríðarlega harðir í horn að taka. Svo er spurning hvort Svartfellingar viti af því að Aron Einar Gunnarsson situr á bekknum, tilbúinn að koma inn. Þeir geta varla verið spenntir fyrir hans innkomu
23. mín
Ísland hefur byrjað þennan leik ágætlega og eru síst lakari aðilinn í leiknum. Rétt áðan skapaðist hætta eftir aukaspyrnu frá Gylfa utan af kanti, en boltinn var aðeins of hár fyrir Sölva Geir sem var í góðri stöðu á markteig.
Hilmar Sigurjónsson
Það er eitthvað svo rangt við að horfa á Ísland v Svartfjallaland á sænskri stöð #hvarerhöddimagg #sænskterbestasætið #fotbolti
Það er eitthvað svo rangt við að horfa á Ísland v Svartfjallaland á sænskri stöð #hvarerhöddimagg #sænskterbestasætið #fotbolti
27. mín
Stevan Jovetic leikmaður Fiorentina er líklega stærsta stjarnan í liði heimamanna en hann hefur verið funheitur í Serie A á þessu tímabili og um leið orðaður við stórlið í Evrópu. Þá er Mirko Vucinic á bekknum en hann er á mála hjá Juventus.
32. mín
Rúmur hálftími liðinn af leiknum en ekkert dauðafæri komið enn. Bæði lið hafa þó skapað sér hálffæri og Lagerbäck hlýtur að vera nokkuð sáttur með leik Íslands hingað til í leiknum.
34. mín
Áðurnefndur Jovetic komst hér að teignum eftir að Íslendingar töpuðu boltanum á miðjunni. Hann reyndi utanfótarsendingu fyrir markið en Stefán Logi greip boltann örugglega.
Örskömmu síðar átti Zverotic svo nokkuð hættulegt skot úr teignum sem Stefán Logi varði.
Örskömmu síðar átti Zverotic svo nokkuð hættulegt skot úr teignum sem Stefán Logi varði.
36. mín
Þarna munaði litlu!! Birkir Bjarnason skallaði að marki eftir góða aukaspyrnu Gylfa Sigurðssonar. Boltinn fór yfir markvörð Svartfellinga og hársbreidd framhjá markinu. Klárlega hættulegasta færi leiksins.
39. mín
Sænsku þulirnir hrósa íslensku vörninni sem hefur verið traust hingað til í leiknum. Það er mikill kostur að miðverðirnir, þeir Ragnar og Sölvi, spila saman í FCK og þekkja því vel hvorn annan.
42. mín
Svartfellingar eru ekkert að stressa sig í vörninni og komu sér í töluverð vandræði rétt í þessu eftir sendingu frá markmanninum. Íslendingar pressuðu vel og munaði litlu í tvígang að Birkir og Emil næðu boltanum við vítateiginn.
43. mín
Dauðafæri!! Aftur er Birkir nálægt því að skora. Emil á skot fyrir utan vítateig, boltinn fer í varnarmann og upp í loftið þar sem Birkir nær honum og reynir að vippa í nærhornið frá markteig. Aftur fór boltinn rétt framhjá.
45. mín
Þá flautar dómarinn til hálfleiks. Íslendingar geta verið meira en sáttir við þennan fyrri hálfleik. Liðið hefur í tvígang verið nálægt því að skora og ekki lent í neinum alvöru vandræðum með sóknarmenn Svartfellinga. Nú er að sjá hvort gerðar verða einhverjar breytingar á liðinu í hálfleik.
46. mín
Lars Lagerbäck var í viðtali hjá TV10 sem tekið var eftir landsleikinn gegn Japan. Talaði hann um að eftir 2 mánuði í starfi væri hann enn jafn spenntur og hann var þegar hann samdi og sagði að sér litist virkilega vel á verkefnið.
Hann talaði um að það væru nokkuð margir ungir leikmenn á leið inn í A-landsliðið og nefndi í því samhengi árangur U-21 landsliðsins sem komst í úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrra.
Lagerbäck sagði jafnframt að það sem vantað í íslenska liðiði væru framherjar sem skoruðu mörg mörk, en bætti við að hann ætlaði sér að prófa leikmenn og gefa tækifæri í þeirri stöðu.
Hann talaði um að það væru nokkuð margir ungir leikmenn á leið inn í A-landsliðið og nefndi í því samhengi árangur U-21 landsliðsins sem komst í úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrra.
Lagerbäck sagði jafnframt að það sem vantað í íslenska liðiði væru framherjar sem skoruðu mörg mörk, en bætti við að hann ætlaði sér að prófa leikmenn og gefa tækifæri í þeirri stöðu.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað og ekki var tilkynnt um að einhverjar skiptingar hefðu verið gerðar í hálfleik, en ég sé nú að Jóhann Berg Guðmundsson er kominn inn og sömuleiðis Mirko Vucinic í liði Svartfellinga.
Strax í upphafi fengu hálfleiksins Svartfellingar svo dauðafæri og áttu skot í þverslá og yfir markið.
Strax í upphafi fengu hálfleiksins Svartfellingar svo dauðafæri og áttu skot í þverslá og yfir markið.
49. mín
Birkir Bjarnason átti hörkuskot frá vítateig sem markvörður heimamanna átti í töluverðum vandræðum með að verja. Birkir án efa verið hættulegasti leikmaður Íslands í leiknum.
51. mín
Svartfellingar eru komnir með tvo nýja leikmenn hér í seinni hálfleik, en engar upplýsingar hafa birst um hvaða leikmenn það voru sem fóru út í þeirra stað.
53. mín
Rúrik Gíslason átti gott skot af töluvert löngu framhjá sem fór rétt framhjá. Markvörðurinn sá sig allavega knúinn að skutla sér á eftir boltanum.
Matti Matt á fótbolti.net
Gaman að sjá baráttuna í Íslenska liðinu. Eitthvað sem manni finnst hafa vantað oft á tíðum, sérstaklega í vináttuleikum. #fótbolti
Gaman að sjá baráttuna í Íslenska liðinu. Eitthvað sem manni finnst hafa vantað oft á tíðum, sérstaklega í vináttuleikum. #fótbolti
56. mín
MARK!
Stevan Jovetic (Svartfjallaland)
Mark! Svartfellingar eru komnir yfir með skallamarki frá Stevan Jovetic. Bozovic átti góða sendingu frá vinstri kanti og Bjarni Ólafur Eiríksson klikkaði illa í dekkingunni og Jovetic skallaði auðveldlega í markið framhjá Stefáni Loga.
59. mín
Íslendingar virðast eitthvað hafa verið slegnir út af laginu eftir markið. Eggert Jónsson missti boltann í eigin vítateig eftir að hafa verið alltof lengi að senda hann frá sér. Svartfellingar fengu í kjölfarið hornspyrnu sem ekkert varð úr.
60. mín
Inn:Hjörtur Logi Valgarðsson (Ísland)
Út:Bjarni Ólafur Eiríksson (Ísland)
Tvær bakvarðaskiptingar hjá íslenska liðinu. Bjarni Ólafur og Grétar Rafn fara af velli og í þeirra stað koma þeir Hjörtur Logi Valgðarsson og Birkir Már Sævarsson
62. mín
Gylfi átti aukaspyrnu af um 30 metra færi sem markvörðurinn varði auðveldlega. Átti satt best að segja von á betri spyrnu frá Gylfa sem oft hefur sýnt hversu öflugur spyrnumaður hann er.
64. mín
Inn:Andrija Delibasic (Svartfjallaland)
Út:Dejan Damajanovic (Svartfjallaland)
Skipting hjá heimamönnum.
66. mín
Inn:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Út:Kári Árnason (f) (Ísland)
Aron Einar, sem spilaði 120 mínútur í úrslitum enska deildarbikarsins um helgina, kemur hér inn á miðjuna fyrir Kára.
68. mín
Íslenska liðið hefur ekki spilað jafn vel þessar fyrstu 23 mínútur í seinni hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri. Svartfellingar hafa verið mun meira með boltann og skapað hættu. Heimamenn hafa átt nokkrar skrautlegar tæklingar og Rúrik Gíslason var straujaður niður rétt áðan þar sem liturinn á spjaldinu hefði vel getað verið rauður í staðinn fyrir gulur.
70. mín
Mirko Vucinic kom inn í hálfleik og hefur verið áberandi í leik heimamanna. Hann átti skot rétt í þessu sem fór rétt framhjá marki Íslands.
72. mín
Það er ágætis stemmning á áhorfendapöllunum og heimamenn láta töluvert í sér heyra. Spurning hvort einhverjir Íslendingar séu á pöllunum?
73. mín
Það gengur lítið upp sóknarlega hjá Íslendingum þessa stundina. Mikið af slökum sendingum og í síðustu sókn tapaði Aron boltanum og Svartfellingar komust í skyndisókn og áttu skot rétt yfir markið utarlega úr teignum.
74. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Alfreð Finnbogason fær hér korter til að sýna sig fyrir Lagerbäck. Útaf fór Birkir Bjarnason sem hefur átt góðan leik í íslenska liðinu.
77. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Út:Sölvi Geir Ottesen (Ísland)
Fyrirliðinn Sölvi fer af velli og inn kemur Indriði Sigurðsson sem er leikjahæsti leikmaðurinn í íslenska hópnum í þetta skiptið.
79. mín
MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
MAAAAAAAARK! Alfreð Finnbogason nýtir svo sannarlega þessar mínútur sem hann fær. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn Svartfellinga, tók boltann með sér og lék á einn varnarmann áður en hann setti boltann í fjærhornið. Vel gert hjá Alfreð!
81. mín
Dauða, dauða, DAUÐAfæri hjá íslenska liðinu. Gylfi komst inn í sendingu til markvarðarins og var með boltann við markteigshornið. Hann sendi boltann út á Alfreð sem átti skot í þverslána, þaðan barst boltinn til Jóhanns Berg sem átt skot yfir markið. Þarna hefðum við átt að skora!
84. mín
Nú er spurning hvort strákarnir setji smá kraft í sóknarleikinn og reyni að tryggja sér sigurinn. Þetta er allavega gott tækifæri til að ganga í augun á Lars Lagerbäck með því að setja sigurmarkið hér í dag.
86. mín
Fínt færi hjá heimamönnum. Íslendingar voru komnir með marga menn fram á völlinn þegar Aron Einar átti slæma sendingu á miðjunni. Vucinic komst upp að endamörkum og átti sendingu fyrir sem sóknarmaður heimamanna afgreiddi yfir markið frá markteig.
88. mín
MARK!
Stevan Jovetic (Svartfjallaland)
Mark! Svartfellingar eru komnir í 2-1 með glæsilegu marki frá Stevan Jovetic. Hann vann návígi gegn Eggerti Gunnþóri, lék upp að vítateignum þar sem enginn Íslendingur mætti honum og náði góðu skoti á markið sem endaði í horninu fjær.
90. mín
Inn:Dragan Buskovic (Svartfjallaland)
Út:Stevan Jovetic (Svartfjallaland)
Þá er Jovetic kallaður af velli og er vel fagnað af áhorfendum. Hann hefur gert bæði mörk heimamanna og sýnt hversu sterkur leikmaður hann er.
92. mín
Gott færi hjá heimamönnum, skot frá vítateig en Íslendingar komast fyrir skotið og boltinn fer í horn. Nú eru heimamenn einungis að bíða eftir að leikurinn verði flautaður af og tefja eins og þeir geta.
93. mín
Leik lokið með 2-1 sigri Svartfellinga. Lars Lagerbäck hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands og er varla sáttur með þá niðurstöðu.
94. mín
Ef við lítum aðeins yfir leikinn var fyrri hálfleikurinn frekar jafn. Íslendingar sköpuðu sér þó hættulegri færi og spiluðu nokkuð vel í hálfleiknum. Birkir Bjarnason var líflegur í sókninni og varnarleikurinn virkaði traustur.
Í þeim seinni komu hins vegar Svartfellingar sterkari til leiks. Þeir komust yfir á 56.mínútur þegar Bjarni Ólafur klikkaði í dekkingunni og eftir það gekk Íslendingum illa að halda boltanum innan sinna raða.
Liðið óx þó ásmegin og á 79.mínútu skoraði Alfreð Finnbogason sem var nýkominn inn sem varamaður og stuttu seinna átti hann skot í þverslá úr algjöru dauðafæri.
Stevan Jovetic skoraði hins vegar sitt annað mark á 88.mínútu og tryggði Svartfellingum 2-1 sigur.
Í þeim seinni komu hins vegar Svartfellingar sterkari til leiks. Þeir komust yfir á 56.mínútur þegar Bjarni Ólafur klikkaði í dekkingunni og eftir það gekk Íslendingum illa að halda boltanum innan sinna raða.
Liðið óx þó ásmegin og á 79.mínútu skoraði Alfreð Finnbogason sem var nýkominn inn sem varamaður og stuttu seinna átti hann skot í þverslá úr algjöru dauðafæri.
Stevan Jovetic skoraði hins vegar sitt annað mark á 88.mínútu og tryggði Svartfellingum 2-1 sigur.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
('77)
6. Grétar Rafn Steinsson (f)
('60)
6. Ragnar Sigurðsson
8. Eggert Gunnþór Jónsson
8. Birkir Bjarnason
('74)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
13. Bjarni Ólafur Eiríksson
('60)
14. Kári Árnason (f)
('66)
19. Rúrik Gíslason
20. Emil Hallfreðsson
('46)
Varamenn:
22. Haraldur Björnsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
('60)
11. Alfreð Finnbogason
('74)
15. Hjörtur Logi Valgarðsson
('60)
17. Aron Einar Gunnarsson
('66)
21. Arnór Ingvi Traustason
('77)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: