Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 28. febrúar 2012 14:31
Elvar Geir Magnússon
Krefjandi verkefni fyrir vörn Íslands á morgun
Hinn hárprúði Stefan Jovetic spilar fyrir Fiorentina.
Hinn hárprúði Stefan Jovetic spilar fyrir Fiorentina.
Mynd: Getty Images
Nokkrir þekktir leikmenn leika með landsliði Svartfjallalands sem á morgun mætir Íslandi í vináttulandsleik ytra. Þeirra þekktustu leikmenn eru sóknarmenn svo ljóst er að erfitt verkefni bíður íslensku varnarinnar.

Fyrstan ber að nefna Stefan Jovetic, 22 ára framherja, sem leikið hefur stórt hlutverk hjá Fiorentina undanfarin ár. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Chelsea en þessi leikmaður er gríðarlega skapandi og hefur skorað 7 mörk í 19 landsleikjum.

Jovetic getur spilað í holunni margfrægu og hefur oft verið líkt við Roberto Baggio.

Mirko Vucinic er 28 ára sóknarmaður sem spilar með Juventus. Hann kom til félagsins frá Roma 2011 þar sem hann skoraði 46 mörk í 146 leikjum. Hann hefur skorað 11 mörk í 24 landsleikjum.

Svo er það Andrija Delibasic, fyrrum leikmaður Real Mallorca, sem nú fyrir Rayo Vallecano. Hann er reynslumikill sóknarmaður sem spilað hefur 14 landsleiki og skorað 2 mörk.

Leikur Svartfjallalands og Íslands á morgun verður klukkan 17:00.
Athugasemdir
banner