Portúgal
2
4
Spánn
0-1
Andres Iniesta
'120
, víti
Pepe
'120
, víti
1-1
1-2
Gerard Pique
'120
, víti
Nani
'120
, víti
2-2
2-3
Sergio Ramos
'120
, víti
2-4
Cesc Fabregas
'120
, víti
27.06.2012 - 18:45
Donbass Arena í Donetsk
Undanúrslit EM
Aðstæður: Léttskýjað, 24 gráðu hiti
Dómari: Cuneyt Cakir (Tyrkland)
Donbass Arena í Donetsk
Undanúrslit EM
Aðstæður: Léttskýjað, 24 gráðu hiti
Dómari: Cuneyt Cakir (Tyrkland)
Byrjunarlið:
1. Rui Patricio (m)
3. Bruno Alves
4. Pepe
4. Miguel Veloso
('106)
7. Cristiano Ronaldo
8. Joao Moutinho
9. Hugo Almeida
('81)
15. Fabio Coentrao
16. Raul Meireles
('113)
17. Nani
47. Joao Pereira
Varamenn:
16. Nelson Oliveira
('81)
18. Varela
('113)
30. Custodio
('106)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Fabio Coentrao ('45)
Pepe ('62)
Joao Pereira ('64)
Bruno Alves ('86)
Miguel Veloso ('90)
Rauð spjöld:
120. mín
Jæja, segjum þessari textalýsingu lokið. Viðbrögð eftir leikinn, einkunnagjöf og fleira á leiðinni hingað inn á Fótbolta.net.
Guðmundur Magnússon, leikmaður Víkings Ó.:
Heyrðu sleppum því að láta einn besta knattspyrnumann í heimi taka spyrnu.. Flottur Bento! #fáviti
Heyrðu sleppum því að láta einn besta knattspyrnumann í heimi taka spyrnu.. Flottur Bento! #fáviti
120. mín
Þannig fór um sjóferð þá. Það ræðst á morgun hvort Þýskaland eða Ítalía mun mæta Spáni í sjálfum úrslitaleiknum.
Cristiano Ronaldo átti greinilega að vera fimmti spyrnumaður Portúgals en hann fékk ekki að fara á punktinn. Úrslitin voru ráðin áður en það kom að honum.
Cristiano Ronaldo átti greinilega að vera fimmti spyrnumaður Portúgals en hann fékk ekki að fara á punktinn. Úrslitin voru ráðin áður en það kom að honum.
120. mín
PORTÚGAL BRENNIR AF! - Bruno Alves skaut í slánna! Spánverjar yfir 3-2 eftir fjórar umferðir.
120. mín
Mark úr víti!
Sergio Ramos (Spánn)
Varnarjaxlinn svellkaldur, vippaði boltanum glæsilega.
120. mín
Mark úr víti!
Pepe (Portúgal)
Casillas í réttu horni en Pepe jafnar með fínni spyrnu.
120. mín
Mark úr víti!
Andres Iniesta (Spánn)
Þar fór boltinn í netið! Sendi Patricio í rangt horn.
120. mín
PORTÚGAL BRENNIR AF! - Casillas varði frá Moutinho. Markverðirnir í aðalhlutverki.
120. mín
Liðin ráða ráðum sínum. Það verður athyglisvert að fylgjast með markvörðunum tveimur. Casillas hefur allavega mikið forskot á Patricio þegar kemur að reynslu. 137 landsleikir gegn 16!
113. mín
Skoðum smá tölfræði:
Portúgal - Spánn
10 Marktilraunir 11
2 Skot á mark 5
43% Með boltann 57%
Portúgal - Spánn
10 Marktilraunir 11
2 Skot á mark 5
43% Með boltann 57%
109. mín
,,Það stefnir allt í vítakeppni en ef einhverjir eru að fara að skora þá sýnist mér að það verði Spánverjar,'' - Bjarni Guðjónsson.
106. mín
Inn:Custodio (Portúgal)
Út:Miguel Veloso (Portúgal)
Leikmaður Braga í Portúgal að koma inn. Seinni hálfleikur í framlengingu hafinn.
105. mín
Hálfleikur í framlengingu - Rétt fyrir flautið átti Ramos ágætis tilraun úr aukaspyrnu en skot hans yfir mark Portúgals.
104. mín
DAUÐAFÆRI! Iniesta í hörkufæri eftir góðan undirbúning frá Pedro en glæsilega varið frá Patricio. Þarna hélt ég að Spánn væri að taka forystuna.
98. mín
Markverðirnir tveir fá ekki yfirvinnukaup í kvöld nema þetta fari í vítaspyrnukeppni. Komið eitt skot á sjálft markið og það var hættulítið.
95. mín
Spánverjar hafa ekki náð sínu fræga flæði á miðsvæðinu eins og þeir helst vildu. Tíðindalaus framlenging enn sem komið er.
Valur Gunnarsson, framhaldsskólakennari:
Ég segi að Spánn verði fyrsta liðið til að spila úr vítunum sínum ef þetta fer í vítakeppni. #boringboring #skjótaámarkiðtakk
Ég segi að Spánn verði fyrsta liðið til að spila úr vítunum sínum ef þetta fer í vítakeppni. #boringboring #skjótaámarkiðtakk
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið Markalaust. Seinni hálfleikur ekki eins fjörugur og sá fyrri. Nú fáum við hefðbundna framlengingu 2x15 mínútur. Ef enn verður jafnt þá munu úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni.
90. mín
Gult spjald: Miguel Veloso (Portúgal)
Áminntur fyrir að vera aðeins of seinn í tæklingu.
90. mín
Stórhættuleg skyndisókn!! Þarna átti Portúgal að gera betur, komu á þeysispretti fram völlinn og boltanum rennt á Cristiano Ronaldo. Hans skot hinsvegar alveg hörmulegt. Þremur mínútum bætt við.
87. mín
Inn:Pedro (Spánn)
Út:Xavi (Spánn)
Síðasta skipting Spánar. Iniesta færist núna aftar á miðjuna.
86. mín
Gult spjald: Bruno Alves (Portúgal)
Eini varnarmaður Portúgals sem átti eftir að fá spjald. Það eru komnar ágætis líkur á því að við fáum rautt spjald í þennan leik!
84. mín
Cristiano Ronaldo með aukaspyrnu af 25 metra færi en náði ekki að hitta markið. Yfir fór boltinn. Ekki nægilega góð spyrna.
84. mín
Gult spjald: Alvaro Arbeloa (Spánn)
Fékk boltann í hendurnar eftir aukaspyrnu frá Ronaldo.
81. mín
Inn:Nelson Oliveira (Portúgal)
Út:Hugo Almeida (Portúgal)
Oliveira hefur komið inn sem varamaður í öllum leikjum Portúgals í keppninni. Tvítugur leikmaður sem spilar með Benfica.
78. mín
Framlengingarfnykurinn orðinn ansi sterkur í Donetsk. Hinn íhaldssami Paulo Bento, þjálfari Portúgals, hefur enn ekki gert skiptingu.
76. mín
Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, hefur sagt upp. Þessar fréttir voru að berast í hús.
Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður:
Er ég eini sem hef ekkert sérstaklega gaman að þessari tikitaka taktik? Portúgal klárar þetta..!
Er ég eini sem hef ekkert sérstaklega gaman að þessari tikitaka taktik? Portúgal klárar þetta..!
73. mín
Ronaldo með aukaspyrnu af nokkuð löngu færi. Fáir þó betri en hann í þessum flokki. Bylmingsskot sem flaug yfir markið.
68. mín
Xavi með skot sem fór beint á Rui Patricio. Sóknaruppbygging Portúgala gengur erfiðlega núna og veltir Bjarni Guðjónsson, lýsandi á RÚV, því fyrir sér hvort þeir séu að þreytast.
Garðar Gunnar Ásgeirsson, sparkspekingur:
Varnarleikur Portúgala er frábær! Mega samt ekki sofna à verðinum!
Varnarleikur Portúgala er frábær! Mega samt ekki sofna à verðinum!
64. mín
Gult spjald: Joao Pereira (Portúgal)
Þrír af fjórum varnarmönnum Portýgals komnir með spjald.
62. mín
Gult spjald: Pepe (Portúgal)
Pepe er vanur því að fá spjöld. Fór harkalega í andstæðing sinn í skallaeinvígi.
61. mín
Inn:Jesus Navas (Spánn)
Út:David Silva (Spánn)
Önnur skipting Spánverja. Silva náði sér ekki á strik.
60. mín
Gult spjald: Sergio Busquets (Spánn)
Cristiano Ronaldo féll í teignum en ekkert dæmt. Busquets heimtaði áminningu á Ronaldo fyrir leikaraskap en fór bara sjálfur í svörtu bókina fyrir vikið.
58. mín
Hugo Almeida fékk mikinn tíma og lét vaða af nokkuð löngu færi. Hefði betur mátt leita til vængmannana í þessari stöðu. Seinni hálfleikur fer fremur rólega af stað.
54. mín
Inn:Cesc Fabregas (Spánn)
Út:Alvaro Negredo (Spánn)
Þetta kemur ekki á óvart. Negredo gat lítið sem ekkert.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Það er sæti í úrslitum í húfi. Engar skiptingar gerðar í hálfleiknum.
45. mín
Negredo ekkert látið að sér kveða í spænska liðinu. Líklegt að Torres sé í markvissri upphitun þessa stundina.
Portúgal verið betra liðið. Spurningin er sú hvort liðið nái að halda þessu tempói sínu lengi?
Portúgal verið betra liðið. Spurningin er sú hvort liðið nái að halda þessu tempói sínu lengi?
40. mín
Gult spjald: Gerard Pique (Spánn)
Stöðvaði hraða sókn Portúgals með því að stíga fyrir hlaupaleið Ronaldo.
Andri Ólafsson, fréttamaður á Stöð 2:
Íslenski fáninn á vellinum í Donetsk. Veit Twitter hver það er sem er á vellinum? #forvitinn
Íslenski fáninn á vellinum í Donetsk. Veit Twitter hver það er sem er á vellinum? #forvitinn
32. mín
Cristiano Ronaldo með flotta tilraun! Á skot sem sigldi rétt framhjá markinu. Flottur fótboltaleikur þó fyrsta markið sé enn ekki komið.
30. mín
Andres Iniesta með mjög gott skot rétt yfir. Þarna var mikil hætta við portúgalska markið.
Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflavíkur:
Portúgal verða sprungnir á því á 60. ef þeir halda þessu áfram. Spánn er bara að þreyta þá.
Portúgal verða sprungnir á því á 60. ef þeir halda þessu áfram. Spánn er bara að þreyta þá.
25. mín
Miðjumenn Portúgala verið óhemju vinnusamir. Spánverjar hafa verið lakara liðið á vellinum þó þeir hafi fengið besta færið.
18. mín
Ronaldo verið líflegur og látið til sín taka hér í upphafi leiks. Hann og Coentrao að ná vel saman.
Anna María Ævarsdóttir, körfuboltakona:
spanverjar bara i reit, fin upphitun fyrir urslitin #HM
spanverjar bara i reit, fin upphitun fyrir urslitin #HM
11. mín
Hörkuskot frá Alvaro Arbeloa rétt yfir! Góð sókn Spánverja og Andres Iniesta á mestan heiðurinn af henni. Þess má geta að Iniesta á andlitið á ís-auglýsingum á Spáni.
Kristján Óli Sigurðsson:
Það er mun minni munur á getu por og esp en var a milli che og barca i cl í vor
Það er mun minni munur á getu por og esp en var a milli che og barca i cl í vor
6. mín
Verður fróðlegt að sjá hvernig Hugo Almeida finnur sig í fremstu víglínu. Er stór og sterkur og hægt að spila háum boltum á hann. Er ekki eins frár á fæti og Helder Postiga.
Almeida er 28 ára og leikur fyrir Besiktas. Hann á 15 landsliðsmörk í 44 leikjum að baki.
Almeida er 28 ára og leikur fyrir Besiktas. Hann á 15 landsliðsmörk í 44 leikjum að baki.
2. mín
Portúgal byrjar af krafti. Átti hættulega hornspyrnu sem Iker Casillas sló afturfyrir. Ekkert varð úr horni tvö.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Spánn byrjaði með boltann. Dómari kvöldsins er frá Tyrklandi, er 35 ára gamall.
Kristján Atli Ragnarsson:
Fyrirliðar beggja lið spila með Real. Besti maður vallarins spilar með Barca. #Xavi
Fyrirliðar beggja lið spila með Real. Besti maður vallarins spilar með Barca. #Xavi
Fyrir leik
Verið er að leika þjóðsöngvana. Þá er kannski við hæfi að kynnast markverði portúgalska liðsins en hann gæti haft mikið að gera í kvöld.
Rui Patrício heitir maðurinn og er 24 ára en það telst ekki hár aldur hjá landsliðsmarkverði. Hann hefur allan sinn feril leikið fyrir Sporting Lissabon og er í kvöld að leika sextánda A-landsleik. Hann á fjölda leikja að baki fyrir yngri landslið þjóðarinnar svo hann hefur ferðast víða.
Rui Patrício heitir maðurinn og er 24 ára en það telst ekki hár aldur hjá landsliðsmarkverði. Hann hefur allan sinn feril leikið fyrir Sporting Lissabon og er í kvöld að leika sextánda A-landsleik. Hann á fjölda leikja að baki fyrir yngri landslið þjóðarinnar svo hann hefur ferðast víða.
Magnús Sigurbjörnsson, veðmálasérfræðingur:
Hægt er að veðja á hvort Cristiano Ronaldo fari að gráta á meðan leik stendur í kvöld. Stuðullinn 6! #fótbolti
Hægt er að veðja á hvort Cristiano Ronaldo fari að gráta á meðan leik stendur í kvöld. Stuðullinn 6! #fótbolti
Fyrir leik
Paulo Bento, þjálfari Portúgals, er gríðarlega vanafastur og vill helst ekki gera neinar breytingar á byrjunarliðinu nema nauðsyn sé. Það gæti því verið ástæða þess að Portúgal hefur verið vaxandi í keppninni.
Atli Fannar Bjarkason, fjölmiðlamaður:
Þetta er ár vondu kallanna. Balotelli, Drogba, Lebron og nú Ronaldo. Portúgal 2 - Spánn 1. #badboys #whatchagonnado
Þetta er ár vondu kallanna. Balotelli, Drogba, Lebron og nú Ronaldo. Portúgal 2 - Spánn 1. #badboys #whatchagonnado
Fyrir leik
Leikmennirnir sem Spánverjar þurfa helst að óttast eru væntanlega vængmennirnir Nani og Cristiano Ronaldo. Margir hafa talað um að portúgalska liðið standi og falli með Ronaldo en hann segist þó ekki finna fyrir pressunni.
Fyrir leik
Ég spjallaði við Tryggva Guðmundsson og Hjört Hjartarson í hádeginu og fékk þá til að spá í spilin fyrir undanúrslitin.
Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Tryggva
Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Hjört
Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Tryggva
Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Hjört
Fyrir leik
Ekkert sem kemur á óvart varðandi byrjunarliðið hjá Portúgal. Hugo Almeida kemur í stað Helder Postiga. Spánverjar eru með Álvaro Negredo, sóknarmann Sevilla, í fremstu víglínu. Fernando Torres byrjar ekki.
Fyrir leik
Portúgal hefur aðeins tvívegis tapað fyrir Spáni á síðustu 54 árum. En þess má geta að allir sex sigurleikir Portúgals gegn Spáni hafa komið í Portúgal!
Fyrir leik
Heims- og Evrópumeistarar Spánar mæta Portúgal í fyrri undanúrslitaleik Evrópumótsins. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér. Þýskaland og Ítalía munu svo etja kappi annað kvöld.
Paulo Bento, þjálfari Portúgals, getur ekki stillt fram óbreytti liði fimmta leikinn í röð þar sem Helder Postiga er meiddur. Hugo Almeida, sóknarmaður Benfica, kemur væntanlega inn í hans stað.
Spánverjum hefur ekki gengið nægilega vel gegn Portúgal í gegnum tíðina og spennandi að sjá hvað Cristiano Ronaldo og félagar gera í kvöld.
Paulo Bento, þjálfari Portúgals, getur ekki stillt fram óbreytti liði fimmta leikinn í röð þar sem Helder Postiga er meiddur. Hugo Almeida, sóknarmaður Benfica, kemur væntanlega inn í hans stað.
Spánverjum hefur ekki gengið nægilega vel gegn Portúgal í gegnum tíðina og spennandi að sjá hvað Cristiano Ronaldo og félagar gera í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Iker Casillas (m)
3. Gerard Pique
6. Andres Iniesta
8. Xavi
('87)
11. Alvaro Negredo
('54)
14. Xabi Alonso
15. Sergio Ramos
16. Sergio Busquets
17. Alvaro Arbeloa
18. Jordi Alba
21. David Silva
('61)
Varamenn:
7. Pedro
('87)
10. Cesc Fabregas
('54)
22. Jesus Navas
('61)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Gerard Pique ('40)
Sergio Busquets ('60)
Alvaro Arbeloa ('84)
Xabi Alonso ('113)
Rauð spjöld: