Ísland
2
0
Færeyjar
Kolbeinn Sigþórsson
'30
1-0
Kolbeinn Sigþórsson
'90
2-0
15.08.2012 - 19:45
Laugardalsvöllur
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Skýjað, 13 stiga hiti
Dómari: Laurent Kopriwa (Lúx)
Áhorfendur: 7.256
Maður leiksins: Kolbeinn Sigþórsson
Laugardalsvöllur
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Skýjað, 13 stiga hiti
Dómari: Laurent Kopriwa (Lúx)
Áhorfendur: 7.256
Maður leiksins: Kolbeinn Sigþórsson
Byrjunarlið:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
('69)
6. Ragnar Sigurðsson
('46)
7. Jóhann Berg Guðmundsson
('69)
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
13. Bjarni Ólafur Eiríksson
('69)
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson
('46)
19. Rúrik Gíslason
('81)
Varamenn:
6. Grétar Rafn Steinsson (f)
('69)
8. Eggert Gunnþór Jónsson
('46)
11. Alfreð Finnbogason
13. Jóhann Laxdal
21. Arnór Ingvi Traustason
('46)
22. Eiður Smári Guðjohnsen
('69)
23. Ari Freyr Skúlason
('69)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('26)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Framundan er vináttulandsleikur Íslands og Færeyja! Það er glimrandi fín stemning fyrir þessum leik enda um að ræða síðasta leik Íslands fyrir undankeppni EM. Auk þess er þetta fyrsti landsleikur Íslands á Laugardalsvelli undir stjórn Lars Lagerback.
Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands, hefur verið endurvakin og er að hita upp á Ölveri þegar þessi orð eru skrifuð.
Ef þið skrifið færslur um leikinn á Twitter er um að gera að merkja þær #fótbolti og valdar færslur verða birtar hér í textalýsingunni
Í byrjunarliði Færeyja eru fjórir leikmenn sem leikið hafa í efstu deild hér á landi. Einn þeirra er hjá Val í dag, Jónas Tór Næs. Pól Jóhannus Justinussen sem lék með Hlíðarendaliðinu í fyrra. Þá eru Fróði Benjaminsen, fyrrum leikmaður Fram, og Simun Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, einnig í byrjunarliðinu.
Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði Íslands í dag og til frambúðar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gær. Ljóst er þó að hann mun ekki spila allan leikinn í kvöld þar sem lið hans, Cardiff, á leik á föstudagskvöld. Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson eru enn án félags og byrja á bekknum.
Dómaratríóið á leiknum í kvöld kemur frá Lúxemborg. Dómarinn heitir Laurent Kopriwa og er 29 ára gamall. Hann varð FIFA-dómari fyrr á þessu ári en hann starfar sem endurskoðandi.Aðstoðardómararnir eru bræður; Antonio og Claudio De Carolis. Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur og heitir Gunnar Jarl Jónsson.
Íslendingar hafa jafnan haft betur gegn Færeyingum en einu sinni hafa Færeyingar haft betur í 23 leikjum og einu sinni hafa leikar farið jafnir. Færeyingar hafa hinsvegar verið í mikilli sókn undanfarin ár á knattspyrnuvellinum og síðustu leikir á milli þessara þjóða hafa verið jafnir og spennandi.
Eins og flestir vita spilar íslenska landsliðið afbrigði af leikkerfinu 4-4-2 en það var ákveðið fljótlega eftir að Lagerback tók við.
Byrjunarlið Íslands verður opinberað um klukkutíma fyrir leik en hér má sjá byrjunarlið Færeyja.
Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands, hefur verið endurvakin og er að hita upp á Ölveri þegar þessi orð eru skrifuð.
Ef þið skrifið færslur um leikinn á Twitter er um að gera að merkja þær #fótbolti og valdar færslur verða birtar hér í textalýsingunni
Í byrjunarliði Færeyja eru fjórir leikmenn sem leikið hafa í efstu deild hér á landi. Einn þeirra er hjá Val í dag, Jónas Tór Næs. Pól Jóhannus Justinussen sem lék með Hlíðarendaliðinu í fyrra. Þá eru Fróði Benjaminsen, fyrrum leikmaður Fram, og Simun Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, einnig í byrjunarliðinu.
Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði Íslands í dag og til frambúðar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gær. Ljóst er þó að hann mun ekki spila allan leikinn í kvöld þar sem lið hans, Cardiff, á leik á föstudagskvöld. Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson eru enn án félags og byrja á bekknum.
Dómaratríóið á leiknum í kvöld kemur frá Lúxemborg. Dómarinn heitir Laurent Kopriwa og er 29 ára gamall. Hann varð FIFA-dómari fyrr á þessu ári en hann starfar sem endurskoðandi.Aðstoðardómararnir eru bræður; Antonio og Claudio De Carolis. Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur og heitir Gunnar Jarl Jónsson.
Íslendingar hafa jafnan haft betur gegn Færeyingum en einu sinni hafa Færeyingar haft betur í 23 leikjum og einu sinni hafa leikar farið jafnir. Færeyingar hafa hinsvegar verið í mikilli sókn undanfarin ár á knattspyrnuvellinum og síðustu leikir á milli þessara þjóða hafa verið jafnir og spennandi.
Eins og flestir vita spilar íslenska landsliðið afbrigði af leikkerfinu 4-4-2 en það var ákveðið fljótlega eftir að Lagerback tók við.
Byrjunarlið Íslands verður opinberað um klukkutíma fyrir leik en hér má sjá byrjunarlið Færeyja.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands:
Gunnleifur
Birkir Már - Raggi - Kári - Bjarni Ól.
Rúrik - Aron - Gylfi - Jói Berg
Birkir Bjarna - Kolbeinn
Aron djúpur og Gylfi fremri að sjálfsögðu. Birkir Bjarna verður aðeins undir Kolbeini.
Eggert Gunnþór kemur inn fyrir Aron í hálfleik og Indriði inn fyrir Ragnar.
Gunnleifur er í markinu en ekki Hannes eins og fyrst var sagt. Biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.
Gunnleifur
Birkir Már - Raggi - Kári - Bjarni Ól.
Rúrik - Aron - Gylfi - Jói Berg
Birkir Bjarna - Kolbeinn
Aron djúpur og Gylfi fremri að sjálfsögðu. Birkir Bjarna verður aðeins undir Kolbeini.
Eggert Gunnþór kemur inn fyrir Aron í hálfleik og Indriði inn fyrir Ragnar.
Gunnleifur er í markinu en ekki Hannes eins og fyrst var sagt. Biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.
Fyrir leik
Því miður er ekki pláss fyrir alla varamennina í kerfinu okkar.
Varamenn Íslands: Hannes (m), Ingvar (m), Indriði, Eggert, Grétar Rafn, Helgi Valur, Alfreð, Arnór, Eiður, Ari Freyr.
Varamenn Íslands: Hannes (m), Ingvar (m), Indriði, Eggert, Grétar Rafn, Helgi Valur, Alfreð, Arnór, Eiður, Ari Freyr.
Fyrir leik
Reynslumesti maður færeyska liðsins er markvörðurinn Jakub Mikkelsen sem varð 42 ára í gær! Hann hefur leikið 72 landsleiki. Hann lék á sínum tíma með Herfölge í Danmörku en hefur leikið í heimalandinu síðan 2004.
Næst reynslumestur er fyrirliðinn Fróði Benjaminsen með 68 landsleiki.
Þeir leikmenn í byrjunarliði Íslands sem leikið hafa flesta landsleiki eru Birkir Már Sævarsson og Aron Einar Gunnarsson með 28 hvor. Á bekknum er síðan Eiður Smári Guðjohnsen sem leikið hefur 67 landsleiki og skorað 24 mörk.
Næst reynslumestur er fyrirliðinn Fróði Benjaminsen með 68 landsleiki.
Þeir leikmenn í byrjunarliði Íslands sem leikið hafa flesta landsleiki eru Birkir Már Sævarsson og Aron Einar Gunnarsson með 28 hvor. Á bekknum er síðan Eiður Smári Guðjohnsen sem leikið hefur 67 landsleiki og skorað 24 mörk.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Færeyingar sækja í átt að Laugardalslauginni en þeir byrjuðu með boltann.
6. mín
Jóan Simun með fyrsta skot leiksins. Rann í boltann af löngu færi. Aldrei nein hætta á ferðum. Þreifingar í byrjun leiks.
8. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Jóa Berg og Birkir Bjarna átti skalla sem fór framhjá. Fín stemning á vellinum.
Sturlaugur Haraldsson:
Grétar drullastu til að finna lið! Nenni ekki að horfa á fleiri leiki með Birki Má í bakverði
Grétar drullastu til að finna lið! Nenni ekki að horfa á fleiri leiki með Birki Má í bakverði
16. mín
Leikurinn frekar hægur. Birkir Bjarnason vildi fá dæmda aukaspyrnu áðan rétt fyrir utan teig en ekkert var dæmt. Þá kom skalli framhjá frá færeyska liðinu.
20. mín
Stórhætta í teignum hjá Íslandi en dómarinn dæmdi aukaspyrnu á gestina. Veit ekki alveg á hvað hann var að dæma.
Svo fór Ísland upp og Birkir Bjarnason slapp í gegn en var dæmdur rangstæður. Rangur dómur! Dómaratríóið ekki að byrja þennan leik vel.
Svo fór Ísland upp og Birkir Bjarnason slapp í gegn en var dæmdur rangstæður. Rangur dómur! Dómaratríóið ekki að byrja þennan leik vel.
24. mín
Stórhættuleg sókn Íslendinga sem endaði á því að Gylfi Þór Sigurðsson átti skot naumlega framhjá.
26. mín
Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Birkir og Fróði voru í baráttunni um boltann og voru svo ekki sáttir hvor við annan. Gult á báða.
Hans Bjarnason, íþróttafréttamaður RÚV:
Alvöru dómarar og staðan væri 1-1. #Luxembúrg #Ísland #Færeyjar
Alvöru dómarar og staðan væri 1-1. #Luxembúrg #Ísland #Færeyjar
30. mín
MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
MARK!!! Fyrirgjöf frá Jóa Berg sem fer af varnarmanni og inn á Kolbein Sigþórsson sem tók hann í fyrsta og hamraði honum inn. Vel gert hjá Kolla en illa gert hjá Pól Jóhannes sem er í miðverði færeyska liðsins. 7 mörk í 11 landsleikjum hjá Kolla.
32. mín
Christian L. Holst með skot naumlega framhjá markinu. Hörkuskotfæri, mér sýndist fyrst að þessi bolti væri inni en sem betur fer var það rangt.
34. mín
Rúrik Gíslason með gott skot en boltinn framhjá. Það er að lifna yfir þessum leik.
Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður:
Búið að eyða skrilljónum í Laugardalsvöll (mas dýrasta handrið í heimi) en erum enn með ljótustu vallarklukku sem sést hefur. #dasað
Búið að eyða skrilljónum í Laugardalsvöll (mas dýrasta handrið í heimi) en erum enn með ljótustu vallarklukku sem sést hefur. #dasað
51. mín
Stórsókn Íslands! Jói Berg með stangarskot, boltinn barst svo á Birki Má sem átti þrumuskot en Gunnar Nielsen, þriðji markvörður Man City, varði vel í horn. Gunnar kom inn sem varamaður í hálfleiknum.
57. mín
Heimir Hallgrímsson aðstoðarþjálfari fer yfir málin með Eiði Smára og Grétari Rafni. Þeir eru greinilega báðir að fara að koma inná.
63. mín
STÁLheppnir Íslendingar að gestirnir jöfnuðu ekki! Mistök hjá Birki Má í bakverðinum og Jóan Simun fékk dauðafæri. Skot í stöngina!
68. mín
Staðreynd: Miðað við þennan leik verður varnarleikurinn áhyggjuefni í komandi undankeppni. Erum alls ekki nægilega öryggir til baka.
72. mín
Sæll Finnur! Dauðafæri sem Finnur Justinussen fékk en hitti ekki markið! Enn og aftur er íslenska liðið heppið.
75. mín
Eitthvað segir mér að Alfreð Finnbogason sé smá pirraður núna. Sjóðheitur í Svíþjóð en situr enn á tréverkinu... eða er reyndar að hita, rétt skal vera rétt.
90. mín
MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Grétar Steinn með fyrirgjöf frá hægri og Kolbeinn skorar 2-0! Réttur maður á réttum stað! Kolbeinn hiklaust búinn að vera besti maður vallarins.
Byrjunarlið:
1. Jákup Mikkelsen (m)
('46)
2. Jónas Þór Næs
5. Rógvi Baldvinsson
5. Pól Jóhannus Justinussen
6. Hallur Hansson
7. Fróði Benjaminsen (f)
8. Daniel Udsen
('80)
9. Simun Samuelsen
('65)
10. Christian L. Holst
11. Jóan Simun Edmundsson
('65)
15. Odmar Færö
Varamenn:
16. Gunnar Nielsen (m)
('46)
26. Kristian Joenen (m)
12. Finnur Justinussen
('65)
13. Bogi Lökin
('80)
14. Hjalgrím Elttör
15. Rene Joensen
17. Pætur Dam Jacobsen
('65)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jóan Simun Edmundsson ('85)
Fróði Benjaminsen (f) ('26)
Rauð spjöld: