City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
1
0
Holland
Dagný Brynjarsdóttir '30 1-0
17.07.2013  -  16:00
Växjö
EM kvenna
Dómari: Esther Staubli (Sviss)
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir ('62)
10. Hólmfríður Magnúsdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Dóra María Lárusdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('86)

Varamenn:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
3. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir ('86)
3. Elísa Viðarsdóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir ('62)
18. Þórunn Helga Jónsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
25. Guðný Björk Óðinsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞVÍLÍKUR SIGUR!!! Íslenska liðið hreint magnað, frábær sigur. Sá fyrsti á stórmóti hjá íslensku A-landsliði í fótbolta. 8-liða úrslitin bíða!

Viðtöl og einkunnagjöf koma inn á eftir!
88. mín
Guðbjörg ver glæsilega í horn! Frábærlega gert. Holland fékk hornspyrnu sem ekkert varð úr.
86. mín
Inn:Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (Ísland) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
86. mín
Ísland fær horn! Hættuleg sókn endaði með skoti Hólmfríðar sem fór í varnarmann og afturfyrir.
85. mín
ÞVÍLÍK VARSLA GUGGA!!! Eftir mistök í vörninni kom Guðbjörg og varði alveg út við stöng, skot frá Lieke Martens.
83. mín
Noregur er enn að vinna Þýskaland og myndi það skila Íslandi í þriðja sæti riðilsins.

Úff... hætta upp við mark Íslands en bjargað í horn. Þessar mínútur sem eru eftir munu taka á taugarnar.
Rúnar Már Sigurjónsson:
Sif búin að vera fáranlega góð! Stoppar allt á henni. #rock
77. mín
Inn:Sylvia Smit (Holland) Út:Kirsten van de Ven (Holland)
76. mín
Maður hefur á tilfinningunni að stressið sé að aukast með hverri mínútu. Það er allevaga að aukast meðal íslenskra fjölmiðlamanna í fréttamannastúkunni.
Ómar Ingi, fótboltaáhugamaður:
Er þetta ekki komið fínt með Fanndísi í dag, splæstu í aðra skiptingu SRE #emkvenna #lost
72. mín
Holland átti aukaspyrnu á hættulegum stað en skotið fór í vegginn. Guðbjörg Gunnarsdóttir í marki Íslands verið öryggið uppmálað í þessum leik. Þvílíkt mót sem hún er að eiga.
69. mín
Holland mikið mun meira með boltann núna en virðist oft á tíðum hugmyndasnautt. Þær appelsínugulu eiga í erfiðleikum með að finna glufur á vörn Íslands núna.
Stefán Hirst Friðriksson:
Van der Donk er áhugaverðasti leikmaðurinn á vellinum
62. mín
Inn:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
59. mín
Um leið og ég skilaði af mér síðustu færslu átti Ísland fína sókn en náði ekki skoti á markið. Svo fór Holland upp og átti skot framhjá.
56. mín
Holland mun meira með boltann í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn spilast á vallarhelmingi Íslands þessa stundina. Gæti orðið langur seinni hálfleikur.
Alexander Einarsson:
3406 áhorfendur í Vaxjö í kvöld. Lægstu áhorfendatölurnar á leik með Íslandi á EM 2013.
52. mín
Markaskorarinn Dagný Brynjarsdóttir hefur verið mögnuð í leiknum. Fyrir utan markið hefur hún verið öryggið uppmálað varnar- og sóknarlega.
50. mín
Fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks afskaplega rólegar og tíðindalitlar.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
46. mín
Inn:Anouk Dekker (Holland) Út:Renée Siegers (Holland)
45. mín
Holland hefur spilað á sama liðinu allt mótið og spurningin er hvernig liðið verður þegar það fer að liða á leikinn. Vonandi fellur íslenska liðið ekki of aftarlega snemma í seinni hálfleik því okkar stelpur hafa einfaldlega verið með yfirhöndina.
45. mín
"Þetta er allt annað íslenskt lið. Skipulagið er að virka og leikgleðin skín af liðinu," segir Freyr Alexandersson, sérfræðingur RÚV.
Magnús Þór Jónsson:
Verulega flottur fyrri hálfleikur, samhent, einbeitt og ákveðið fótboltalið #teamSiggiRaggi
45. mín
Hálfleikur! Jæja þetta verður einhver spenna í seinni hálfleiknum!
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari:
Þessi Gugga er actually að smíða geimflaugar
42. mín
Holland reynir að finna leið framhjá vörn Íslands. Hafa mikið reynt að sækja geguum mija vörnina.
32. mín
ÞVÍLÍKT FÆRI!!! Þarna hefði Ísland átt að komast í 2-0. Hólmfríður með frábæra fyrirgjöf frá vinstri, Margrét skallaði ein á markteig en boltinn fór naumlega yfir. Þarna hefði verið sterkt að láta kné fylgja kviði.
30. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS!!! Frábær fyrirgjöf frá vinstri. Dagný Brynjarsdóttir með glæsilegan skalla niðri í hornið. Stórglæsilega gert!!!
Tómas Þór Þórðarson, mbl.is:
Markvörður Hollands fær bara reglulega á sig mörk frá miðju, eða þar um bil. Gríðarlega eðlilegt. Hvar er Edda? #langur
28. mín Gult spjald: Renée Siegers (Holland)
28. mín
Fanndís í skotfæri en hitti ekki markið. Var staðsett utarlega í teignum þegar fyrirgjöf frá vinstri rataði á hana.
Ómar Örn Ólafsson:
Hólmfríður er svolítið eins og Kobe, væri betri ef hún gæfi boltann örlítið meira! #fotbolti
21. mín
HOLLAND MEÐ SLÁARSKOT! Nóg að gerast! Guðbjörg varði hörkuskot í slánna, í kjölfarið fékk svo Holland dauðafæri en boltinn rétt framhjá. Fannst vanta aðeins meiri grimmd í varnarleiknum þarna.
17. mín Gult spjald: Daphne Koster (Holland)
Fyrirliði Hollands í bókina fyrir að brjóta á MLV9. Hárrétt hjá svissnesku konunni sem dæmir.
16. mín
ÍSLAND Á SKOT Í STÖNGINA! Frábær sending frá Rakeli Hönnu á Hómfríði sem sýndi lagleg tilþrfi, lék á bakvörðinn og skaut í stöngina. Ég hélt að þessi væri inni!!
15. mín
Mjög þung sókn Hollands og mikill uslagangur en sem betur fer náði hollenska liðið ekki skoti.
13. mín
Rakel Hönnu er ein fremst. Margrét Lára er í holunni í 4-2-3-1 kerfi eins og við bjuggumst við.
10. mín
HOLLAND BJARGAR Á LÍNU! Katrín Jónsdóttir fyrirliði með skalla eftir horn, varnarmaður á fjærstönginni náði að bjarga á línu. Þarna munaði litlu.
6. mín
Þokkaleg fjörug byrjun. Íslenska liðið kom sér inn í teig strax í upphafi en náði ekki skoti. Holland átt tvö skot hingað til en bæði fóru yfir íslenska markið.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Ísland byrjaði með boltann. Fín stemning á vellinum þó það sé langt frá því að vera uppselt.
Fyrir leik
Það er búið að spila þjóðsöngvana og allt til reiðu. Nú segjum við bara: Áfram Ísland!
Fyrir leik
Wilhelm Vissers, blaðamaður De Volkskrant, er margreyndur í bransanum. Hann er allur hvítklæddur í sólinni, í hvítum bol og hvítum buxum. Afar geðþekkur maður.
Kristján Óli Sigurðsson:
BREAKING: Edda Garðars líka dottin úr liðinu hjá Rúv. #NoSurprise
Fyrir leik
Vallarþulurinn kynnir íslenska liðið með fínum framburði enda fékk hann framburðarkennslu frá Hauki Harðarsyni á RÚV.
Fyrir leik
Maður ætti að fá góðan lit eftir þennan leik. Sólin skín vel á fréttamannaaðstöðuna. Einhverjir áhorfendur eru þegar í gírnum þó 25 mínútur séu í leik. Íslenskir áhorfendur syngja "Hæ hó og jibbí jei, það er kominn 17. júlí"
Sóli Hólm:
Siggi Raggi búinn að átta sig. Kennir ekki hraða. #TeamFanndis
Fyrir leik
Samkvæmt skýrslu UEFA þá mun Ísland leika 4-4-2 með þessum hætti:

Guðbjörg
Dóra María - Sif - Katrín - Hallbera
Fanndís - Sara Björk - Dagný - Hólmfríður
Rakel - Margrét Lára

Við teljum þó líklegt að leikkerfið verði 4-2-3-1.
Fyrir leik
Sif Atladóttir kemur inn í byrjunarlið Íslands fyrir Glódísi. Fanndís Friðriksdóttir kemur inn fyrir Hörpu. Dóra María fer á miðjuna og Sara Björk og Dagný byrja.
Fyrir leik
Manon Melis er skeinuhættasti leikmaður hollenska landsliðsins. Smelltu hér til að lesa nánar um þann leikmann.
Fyrir leik
Byrjunarlið Hollands: Geurts, Bito, Koster, Hoogendijk, Van de Ven, Spitse, Van de Donk, Slegers, Van den Heiligenberg, Melis, Martens

Nánast óbreytt lið hjá Hollandi. Ein breyting á liðinu.
Fyrir leik
Nokkrir spámenn á Twitter:
Anton Ingi Leifsson: 0-2 tap
Bjarni E. Guðmundsson: Erfiður 1-0 sigur Íslands.
Egill Guðjohnsen: 2-1 fyrir Ísland.

Vonandi hefur Anton rangt fyrir sér!
Teitur Örlygsson, körfuboltaþjálfari:
Er í alvörunni virkilega spenntur fyrir kvennaíþróttaleik. Áfram Ísland.
Fyrir leik
Íslenska liðið var að taka sér göngutúr um völlinn. Með í för var lukkufiskurinn SigurWin sem er meðferðis í stórri krukku. Stelpurnar tóku smá hópeflisæfingu í góða veðrinu.
Fyrir leik
Möguleikar Íslands gætu ekki verið einfaldari:

- Sigur Íslands kemur liðinu áfram í 8-liða úrslitin.
- Ef Ísland vinnur ekki þá fer liðið heim á morgun.
Fyrir leik
Óskar Ófeigur Jónsson hjá 365 miðlum spáir 3-1 sigri Hollands í dag. Við getum allavega glaðst yfir því að Óskar er ekki þekktur fyrir að vera góður spámaður.
Fyrir leik
Endilega komið með ykkar spá fyrir leikinn á Twitter! Sendið á @Fotboltinet og valdar spár verða birtar hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Hollenska landsliðið var að mæta í rútu og hópur hollenskra stuðningsmanna sem tók á móti liðinu.
David James, markvörður ÍBV:
Good luck to Iceland ladies V Netherlands Áfram Ísland!! #EURO2013
Fyrir leik
Bet365 telur að hollenska liðið sé mun sigurstranglegra. Stuðullinn á sigur Hollands er 1,61 en á Ísland 5,50.
Fyrir leik
Hej allihopa! Hér í Växjö er framundan leikur Íslands og Hollands í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins.

Það er svo sannarlega sól og blíða í Växjö, 27 stiga hiti, og þessa stundina eru íslensku stuðningsmennirnir í miðbænum að hita sig upp með ísköldum bjór.

Byrjunarliðin hafa enn ekki verið opinberuð en samkvæmt okkar heimildum verður stillt upp í 4-2-3-1 leikkerfið í dag.
Byrjunarlið:
1. Loes Geurts (m)
2. Dyanne Bito
3. Daphne Koster
5. Claudia van den Heiligenberg
6. Anouk Hoogendijk
7. Kirsten van de Ven ('77)
8. Sherida Spitse
9. Manon Melis
10. Danielle van de Donk
11. Lieke Martens
14. Renée Siegers ('46)

Varamenn:
16. Angela Christ (m)
4. Merel van Dongen
6. Anouk Dekker ('46)
13. Sylvia Smit ('77)
15. Leonne Stentler
20. Desiree van Lunteren
29. Siri Worm

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Daphne Koster ('17)
Renée Siegers ('28)

Rauð spjöld: