Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   mið 17. júlí 2013 10:03
Elvar Geir Magnússon
EM kvenna: Hættulegasti leikmaður Hollands
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Växjö
Mynd: Getty Images
Manon Melis
Fullt nafn: Gabriëlla Maria Melis
Aldur: 26 ára
Fæðngarstaður: Rotterdam, Hollandi
Staða: Framherji
Félagslið: Malmö
Landsleikir: 100 - 45 mörk

Manon Melis er skeinuhættasti leikmaður hollenska landsliðsins sem mætir því íslenska í úrslitaleik B-riðlis í dag klukkan 16 að íslenskum tíma.

Ljóst er að Ísland kemst áfram með sigri í leiknum en jafntefli eða tap gerir að verkum að okkar lið situr eftir.

Það þarf að hafa góðar gætur á Manon Melis sem hefur raðað inn mörkum fyrir Malmö í sænsku deildinni og er með 45 mörk í 100 landsleikjum fyrir Holland. Hollenska liðið hefur enn ekki skorað á EM svo það segir sig sjálft að Melis hefur enn ekki komist á blað.

Ekki með fullt sjálfstraust
Þóra Björg Helgadóttir þekkir Melis vel en þær hafa spilað saman hjá Malmö og eru góðar vinkonur.

„Ég veit það að það er naga hana að hafa ekki klárað þessi færi sín á móti Þýskalandi. Hún var mjög ólík sér í þeim færum. Ég hugsa að hún sé ekki með fullt sjálfstraust,“ sagði Þóra við Óskar Ófeig Jónsson á Vísi.is.

Wilhelm Vissers, blaðamaður De Volkskrant, sagði við Fótbolta.net í gær að Melis væru öflugust í skyndisóknum en þannig sóknir hefði Holland ekki fengið gegn Noregi í síðasta leik.

Við vonum að sjálfsögðu að Melis finni sjálfstraustið ekki í dag og að íslenska liðið nái að halda henn niðri.

Mark sem Melis skoraði gegn Bandaríkjunum fyrr á þessu ári

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner